Fyrirlestrar og afmæli kartöflunnar 11. september 2008 04:00 Kartöflur hafa fætt og kætt Íslendinga í 250 ár. Akureyrarakademían, Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi, hleypir í vikunni vetrarfyrirlestraröð sinni af stað á ný. Fyrirlestraröðinni var vel tekið síðasta vetur og sóttu erindin á þriðja hundrað manns, bæði félagar í Akademíunni og aðrir áhugasamir. Með fyrirlestrunum er ætlunin að bjóða upp á fjölbreytt efni af sem flestum sviðum vísindanna og búa þannig til vettvang fyrir fræðimenn að miðla efni sínu. Verða fyrirlestrarnir í vetur tíu talsins og verða haldnir á fimmtudögum kl. 17 í húsakynnum Akademíunnar í Gamla húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99. Fyrsta fyrirlestur vetrarins heldur Tryggvi Hallgrímsson á morgun. Hann mun í framsögu sinni fjalla um áhrif snjóflóðavarna á samfélög á Íslandi. Akademían lætur þó ekki þar við sitja heldur stendur einnig fyrir allsherjar afmælismálþingi til heiðurs kartöflum um næstu helgi. Tilefnið er ekki eingöngu alþjóðlegt ár kartöflunnar í ár, heldur einnig 250 ára ræktunarafmæli kartaflna á Íslandi og það að 200 ár eru liðin síðan ræktun þeirra hófst í Búðargilinu á Akureyri. Málþingið er hugsað sem væn blanda af fræðum, listum, ræktun og matargerð. Þátt tekur garðyrkjufólk sem og ræktendur, myndlistarfólk, sagnfræðingar, bændur, dansari og tónlistarfólk. Matargerðarsnillingarnir á veitingastaðnum Friðriki V töfra fram kartöflurétti og hljómsveit leikur fyrir dansi um kvöldið. Málþingið, sem fer fram í húsnæði Akademíunnar, er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Þingið hefst kl. 13 næstkomandi laugardag og stendur fram eftir kvöldi.- vþ Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Akureyrarakademían, Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi, hleypir í vikunni vetrarfyrirlestraröð sinni af stað á ný. Fyrirlestraröðinni var vel tekið síðasta vetur og sóttu erindin á þriðja hundrað manns, bæði félagar í Akademíunni og aðrir áhugasamir. Með fyrirlestrunum er ætlunin að bjóða upp á fjölbreytt efni af sem flestum sviðum vísindanna og búa þannig til vettvang fyrir fræðimenn að miðla efni sínu. Verða fyrirlestrarnir í vetur tíu talsins og verða haldnir á fimmtudögum kl. 17 í húsakynnum Akademíunnar í Gamla húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99. Fyrsta fyrirlestur vetrarins heldur Tryggvi Hallgrímsson á morgun. Hann mun í framsögu sinni fjalla um áhrif snjóflóðavarna á samfélög á Íslandi. Akademían lætur þó ekki þar við sitja heldur stendur einnig fyrir allsherjar afmælismálþingi til heiðurs kartöflum um næstu helgi. Tilefnið er ekki eingöngu alþjóðlegt ár kartöflunnar í ár, heldur einnig 250 ára ræktunarafmæli kartaflna á Íslandi og það að 200 ár eru liðin síðan ræktun þeirra hófst í Búðargilinu á Akureyri. Málþingið er hugsað sem væn blanda af fræðum, listum, ræktun og matargerð. Þátt tekur garðyrkjufólk sem og ræktendur, myndlistarfólk, sagnfræðingar, bændur, dansari og tónlistarfólk. Matargerðarsnillingarnir á veitingastaðnum Friðriki V töfra fram kartöflurétti og hljómsveit leikur fyrir dansi um kvöldið. Málþingið, sem fer fram í húsnæði Akademíunnar, er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Þingið hefst kl. 13 næstkomandi laugardag og stendur fram eftir kvöldi.- vþ
Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira