Írinn Padraig Harrington hefur verið útnefndur kylfingur ársins á Evrópumótaröðinni annað árið í röð eftir að hann vann sigur á tveimur stórmótum á árinu.
Hinn 37 ára gamli Harrington varð í júlí fyrsti Evrópumaðurinn til að verja titil sinn á opna breska síðan árið 1906 og þremur vikum síðar varð hann fyrsti Evrópumaðurinn til að vinna PGA meistaramótið síðan árið 1930.
Aðeins sex kylfingar í sögunni hafa fengið þessa nafnbót tvisvar sinnum eða oftar síðan árið 1985. Harrington er í fjórða sæti heimslistans.