Hrip í Hyde Park 18. júlí 2008 06:00 Skálinn eftir Gehry í líkani. Á laugardag verður opnaður nýr sýningarskáli í Hyde Park við Serpentine-vatnið í garðinum. Þar verður haldin árleg fjársöfnunarhátíð fyrir Galleríið sem kennt er við vatnið Serpentine. Í fyrra var það Ólafur Elíasson sem átti skálann en í ár er það Kanadamaðurinn Frank Gehry, einn frægasti arkitekt okkar tíma. Skálanum er best lýst með orðinu hrófatildur. Hann á ekki að halda vatni segir Gehry. Ef rignir geta gestirnir komið með regnhlífar. Gehry er einn þekktasti arkitekt okkar tíma og hefur verið áberandi nafn í framúrstefnulegum arkitektúr eftir að Guggenheim-safnið reis í Bilbao í Baskalandi. Hann er áttræður og segist ekki ætla að leggja árar í bát, vinnan haldi sér lifandi. Um þessar mundir eru í byggingu hús eftir hann sem verða kennileiti þeirra borga sem þau prýða: krabbameinsstöð í Leeds, safn í Dubai og ný menningarmiðstöð sem er í undirbúningi í Arles í Suður-Frakklandi á yfirgefnu geymslustæði fyrir lestir. Mette Hoffmann auðkýfingur og listvinur er að koma af fullum krafti inn í ljósmyndahátíðina sem þar hefur verið um margra áratuga skeið og nú á að byggja yfir. Sjö tíundu af rekstrartekjum Serpentine koma frá söfnuninni sem er nú um helgina. Uggur er í mönnum að eftirtekjan af skálabyggingunni sem er helsta aðdráttarafl fyrir fjárfesta og listvini verði rýrari en hin fyrri sex árin sem ráðist hefur verið í nýstárlega byggingu sem stendur fram á haust. Þótt Gehry hafi í nær tvo áratugi verið víðkunnur fyrir nýstárlegar byggingar sínar segir hann vinnustofu sína ekki fá mörg verkefni: Enginn hafi boðið honum að hanna safn eftir Bilbao og hljómleikahöll hafi hann ekki teiknað síðan Disney-höllin reis í Los Angeles. Enginn vilji hætta á hið nýstárlega, óvænta og byltingarkennda. Menn vilji fá eitthvað kunnuglegt. Skálinn í Serpentine fellur varla undir þá lýsingu. - pbb Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Á laugardag verður opnaður nýr sýningarskáli í Hyde Park við Serpentine-vatnið í garðinum. Þar verður haldin árleg fjársöfnunarhátíð fyrir Galleríið sem kennt er við vatnið Serpentine. Í fyrra var það Ólafur Elíasson sem átti skálann en í ár er það Kanadamaðurinn Frank Gehry, einn frægasti arkitekt okkar tíma. Skálanum er best lýst með orðinu hrófatildur. Hann á ekki að halda vatni segir Gehry. Ef rignir geta gestirnir komið með regnhlífar. Gehry er einn þekktasti arkitekt okkar tíma og hefur verið áberandi nafn í framúrstefnulegum arkitektúr eftir að Guggenheim-safnið reis í Bilbao í Baskalandi. Hann er áttræður og segist ekki ætla að leggja árar í bát, vinnan haldi sér lifandi. Um þessar mundir eru í byggingu hús eftir hann sem verða kennileiti þeirra borga sem þau prýða: krabbameinsstöð í Leeds, safn í Dubai og ný menningarmiðstöð sem er í undirbúningi í Arles í Suður-Frakklandi á yfirgefnu geymslustæði fyrir lestir. Mette Hoffmann auðkýfingur og listvinur er að koma af fullum krafti inn í ljósmyndahátíðina sem þar hefur verið um margra áratuga skeið og nú á að byggja yfir. Sjö tíundu af rekstrartekjum Serpentine koma frá söfnuninni sem er nú um helgina. Uggur er í mönnum að eftirtekjan af skálabyggingunni sem er helsta aðdráttarafl fyrir fjárfesta og listvini verði rýrari en hin fyrri sex árin sem ráðist hefur verið í nýstárlega byggingu sem stendur fram á haust. Þótt Gehry hafi í nær tvo áratugi verið víðkunnur fyrir nýstárlegar byggingar sínar segir hann vinnustofu sína ekki fá mörg verkefni: Enginn hafi boðið honum að hanna safn eftir Bilbao og hljómleikahöll hafi hann ekki teiknað síðan Disney-höllin reis í Los Angeles. Enginn vilji hætta á hið nýstárlega, óvænta og byltingarkennda. Menn vilji fá eitthvað kunnuglegt. Skálinn í Serpentine fellur varla undir þá lýsingu. - pbb
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“