Hrip í Hyde Park 18. júlí 2008 06:00 Skálinn eftir Gehry í líkani. Á laugardag verður opnaður nýr sýningarskáli í Hyde Park við Serpentine-vatnið í garðinum. Þar verður haldin árleg fjársöfnunarhátíð fyrir Galleríið sem kennt er við vatnið Serpentine. Í fyrra var það Ólafur Elíasson sem átti skálann en í ár er það Kanadamaðurinn Frank Gehry, einn frægasti arkitekt okkar tíma. Skálanum er best lýst með orðinu hrófatildur. Hann á ekki að halda vatni segir Gehry. Ef rignir geta gestirnir komið með regnhlífar. Gehry er einn þekktasti arkitekt okkar tíma og hefur verið áberandi nafn í framúrstefnulegum arkitektúr eftir að Guggenheim-safnið reis í Bilbao í Baskalandi. Hann er áttræður og segist ekki ætla að leggja árar í bát, vinnan haldi sér lifandi. Um þessar mundir eru í byggingu hús eftir hann sem verða kennileiti þeirra borga sem þau prýða: krabbameinsstöð í Leeds, safn í Dubai og ný menningarmiðstöð sem er í undirbúningi í Arles í Suður-Frakklandi á yfirgefnu geymslustæði fyrir lestir. Mette Hoffmann auðkýfingur og listvinur er að koma af fullum krafti inn í ljósmyndahátíðina sem þar hefur verið um margra áratuga skeið og nú á að byggja yfir. Sjö tíundu af rekstrartekjum Serpentine koma frá söfnuninni sem er nú um helgina. Uggur er í mönnum að eftirtekjan af skálabyggingunni sem er helsta aðdráttarafl fyrir fjárfesta og listvini verði rýrari en hin fyrri sex árin sem ráðist hefur verið í nýstárlega byggingu sem stendur fram á haust. Þótt Gehry hafi í nær tvo áratugi verið víðkunnur fyrir nýstárlegar byggingar sínar segir hann vinnustofu sína ekki fá mörg verkefni: Enginn hafi boðið honum að hanna safn eftir Bilbao og hljómleikahöll hafi hann ekki teiknað síðan Disney-höllin reis í Los Angeles. Enginn vilji hætta á hið nýstárlega, óvænta og byltingarkennda. Menn vilji fá eitthvað kunnuglegt. Skálinn í Serpentine fellur varla undir þá lýsingu. - pbb Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á laugardag verður opnaður nýr sýningarskáli í Hyde Park við Serpentine-vatnið í garðinum. Þar verður haldin árleg fjársöfnunarhátíð fyrir Galleríið sem kennt er við vatnið Serpentine. Í fyrra var það Ólafur Elíasson sem átti skálann en í ár er það Kanadamaðurinn Frank Gehry, einn frægasti arkitekt okkar tíma. Skálanum er best lýst með orðinu hrófatildur. Hann á ekki að halda vatni segir Gehry. Ef rignir geta gestirnir komið með regnhlífar. Gehry er einn þekktasti arkitekt okkar tíma og hefur verið áberandi nafn í framúrstefnulegum arkitektúr eftir að Guggenheim-safnið reis í Bilbao í Baskalandi. Hann er áttræður og segist ekki ætla að leggja árar í bát, vinnan haldi sér lifandi. Um þessar mundir eru í byggingu hús eftir hann sem verða kennileiti þeirra borga sem þau prýða: krabbameinsstöð í Leeds, safn í Dubai og ný menningarmiðstöð sem er í undirbúningi í Arles í Suður-Frakklandi á yfirgefnu geymslustæði fyrir lestir. Mette Hoffmann auðkýfingur og listvinur er að koma af fullum krafti inn í ljósmyndahátíðina sem þar hefur verið um margra áratuga skeið og nú á að byggja yfir. Sjö tíundu af rekstrartekjum Serpentine koma frá söfnuninni sem er nú um helgina. Uggur er í mönnum að eftirtekjan af skálabyggingunni sem er helsta aðdráttarafl fyrir fjárfesta og listvini verði rýrari en hin fyrri sex árin sem ráðist hefur verið í nýstárlega byggingu sem stendur fram á haust. Þótt Gehry hafi í nær tvo áratugi verið víðkunnur fyrir nýstárlegar byggingar sínar segir hann vinnustofu sína ekki fá mörg verkefni: Enginn hafi boðið honum að hanna safn eftir Bilbao og hljómleikahöll hafi hann ekki teiknað síðan Disney-höllin reis í Los Angeles. Enginn vilji hætta á hið nýstárlega, óvænta og byltingarkennda. Menn vilji fá eitthvað kunnuglegt. Skálinn í Serpentine fellur varla undir þá lýsingu. - pbb
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira