Abba SingStar væntanlegur 11. september 2008 00:01 Nýtt æði! Ætla má að Íslendingar muni taka Abba SingStar vel miðað við vinsældir Mamma Mia!, en nú þegar hafa um 100.000 manns séð kvikmyndina hér á landi og diskurinn með tónlistinni úr myndinni hefur selst í tæplega 10.000 eintökum. „Ég held að þetta verði þrefalt eða fjórfalt á við vinsældir fyrri SingStar-diska miðað við gífurlegar vinsældir Mamma mia! og tónlistarinnar úr myndinni,“ Segir Ólafur Þór Jóelsson, vörustjóri tölvuleikja hjá Senu, um nýjasta Singstar-tölvuleikinn sem er væntanlegur á markað um miðjan nóvember. Diskurinn inniheldur 30 vinsælustu lög Abba fyrir Playstation 2 og 3, og geta eigendur þessara leikjatölva því bráðlega sungið með lögum á borð við Mamma Mia, Gimme Gimme Gimme og Dancing Queen. „Íslendingar eiga met í sölu á SingStar miðað við höfðatölu, eins og í svo mörgu öðru, svo ég held að það verði allt vitlaust þegar Abba bætist í safnið og ekki spillir fyrir að upprunaleg myndbönd hljómsveitarinnar verða á disknum,“ bætir hann við, en tónlistin úr Mamma mia! hefur selst í tæplega 10.000 eintökum hér á landi. Tæplega 100.000 miðar hafa verið seldar á kvikmyndina og uppselt hefur verið á fjórar svokallaðar „sing along“-sýningar, þar sem áhorfendur taka undir lögin í myndinni. „Það hafa verið gríðarlega góðar viðtökur. Það er nýtt Abba-æði og menn eru að missa sig í Abba-lögum, svo það gefur fögur fyrirheit um SingStar-diskinn,“ segir Ólafur að lokum.- ag Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
„Ég held að þetta verði þrefalt eða fjórfalt á við vinsældir fyrri SingStar-diska miðað við gífurlegar vinsældir Mamma mia! og tónlistarinnar úr myndinni,“ Segir Ólafur Þór Jóelsson, vörustjóri tölvuleikja hjá Senu, um nýjasta Singstar-tölvuleikinn sem er væntanlegur á markað um miðjan nóvember. Diskurinn inniheldur 30 vinsælustu lög Abba fyrir Playstation 2 og 3, og geta eigendur þessara leikjatölva því bráðlega sungið með lögum á borð við Mamma Mia, Gimme Gimme Gimme og Dancing Queen. „Íslendingar eiga met í sölu á SingStar miðað við höfðatölu, eins og í svo mörgu öðru, svo ég held að það verði allt vitlaust þegar Abba bætist í safnið og ekki spillir fyrir að upprunaleg myndbönd hljómsveitarinnar verða á disknum,“ bætir hann við, en tónlistin úr Mamma mia! hefur selst í tæplega 10.000 eintökum hér á landi. Tæplega 100.000 miðar hafa verið seldar á kvikmyndina og uppselt hefur verið á fjórar svokallaðar „sing along“-sýningar, þar sem áhorfendur taka undir lögin í myndinni. „Það hafa verið gríðarlega góðar viðtökur. Það er nýtt Abba-æði og menn eru að missa sig í Abba-lögum, svo það gefur fögur fyrirheit um SingStar-diskinn,“ segir Ólafur að lokum.- ag
Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira