Hugmyndafræðin út úr skápnum Jón Kaldal skrifar 2. nóvember 2008 08:00 Það er kosningahugur í mörgum þessa dagana. Niðurstöður skoðanakannana kitla suma fulltrúa þeirra flokka sem skora þar hátt og almenningur er líka órólegur. Væri allt með felldu ætti að kjósa næst árið 2011. Í skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir sunnudagsblað Morgunblaðsins, sem kom út í gær, kemur fram að 60 prósent aðspurðra vill ekki bíða svo lengi, heldur flýta þingkosningum. Þetta er eðlileg og sanngjörn ósk. Þjóðlífið hefur tekið slíkum kollsteypum á fjórum vikum að flestallar fyrri forsendur eru breyttar. Kosningar á næstu mánuðum eru hins vegar ekki skynsamlegar. Þjóðin má ekki við stjórnarkreppu nú. Úrlausnarefnin eru svo mörg og brýn að þau þola ekki að vera sett í salt á meðan flokkarnir heyja kosningabaráttu. Önnur ástæða, og ekki veigaminni, er að línurnar á stjórnmálasviðinu verða að skýrast áður en hægt er að kjósa. Hið pólitíska landslag er gjörbreytt og þó aðalvíglínan sé greinileg: í átt til Evrópu eða áfram á eigin vegum, vitum við ekki hvernig hún liggur milli allra stjórnmálaflokkanna. Síðastliðinn áratug hafa hugsjónamennska og hugmyndafræðileg átök þótt frekar púkaleg fyrirbrigði. Hið frjálsa markaðskerfi kapítalismans virtist vera flugfarið sem flaug hraðast og öruggast og fátt annað eftir en að fínpússa af því mismunandi útfærslur. Farkosturinn sá liggur nú og ryðgar í hinum ríkistryggða ruslagámi eitraðra skuldabréfavafninga fyrir vestan. Hérna megin hafsins flaug hann á fjall þegar ríkisstjórnin ákvað að skipta um nafn og kennitölu bankanna og skilja skuldirnar eftir. Stóra spurningin núna er því: Hvað á að taka við? Og skyndilega bregður svo við að margir hafa svör og brennandi skoðanir. Hugsjónamennirnir streyma út úr skápum landsins. Þetta er frábært viðbragð þjóðarinnar. Þegar eru hafin hugmyndafræðileg átök um uppbygginguna sem bíður og mun móta nýja samfélagshugsun. Það eru sem sagt runnir upp stórpólitískir tímar. Jafnvel hefur verið minnst á nauðsyn þess að stofna nýja stjórnmálaflokka. Það yrði þó tæplega gæfuleg útgerð. Ef óeiningin um framkvæmd mótmæla er ekki nóg til að setja hroll að mönnum, má benda á að í nýjasta flokknum, sem situr á Alþingi, hafa menn eytt meiri tíma í að berja á hvor öðrum en andstæðingum sínum. Mun raunsærri möguleiki er að notast við núverandi flokka. Bylta þeim innan frá, kalla nýtt fólk til forystu og verka, eða treysta áfram þeim sem fyrir eru. Flokkarnir eru misvel staddir fyrir slíkt innra uppgjör. VG og Samfylking eru í sýnu betra formi en Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Innan fyrrnefndu flokkanna er klár samstaða um flokkslínuna. Sama er ekki hægt að segja um hina tvo. Mikil átök eru greinilega hafin innan Sjálfstæðisflokksins. Hvernig enda þau? Vill Sjálfstæðisflokkurinn að Ísland verði áfram á eigin vegum? Þá bíður ekki annað en samstarf við VG. Eða verður útkoman Evrópusinnaður og markaðsþenkjandi flokkur sem á samleið með Samfylkingunni? Nákvæmlega sama staða er uppi hjá Framsóknarflokknum. Þegar þessum uppgjörum er lokið er tímabært að kjósa. Þjóðin mun velja hvort hún vill horfa til fjalla eða út í heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Það er kosningahugur í mörgum þessa dagana. Niðurstöður skoðanakannana kitla suma fulltrúa þeirra flokka sem skora þar hátt og almenningur er líka órólegur. Væri allt með felldu ætti að kjósa næst árið 2011. Í skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir sunnudagsblað Morgunblaðsins, sem kom út í gær, kemur fram að 60 prósent aðspurðra vill ekki bíða svo lengi, heldur flýta þingkosningum. Þetta er eðlileg og sanngjörn ósk. Þjóðlífið hefur tekið slíkum kollsteypum á fjórum vikum að flestallar fyrri forsendur eru breyttar. Kosningar á næstu mánuðum eru hins vegar ekki skynsamlegar. Þjóðin má ekki við stjórnarkreppu nú. Úrlausnarefnin eru svo mörg og brýn að þau þola ekki að vera sett í salt á meðan flokkarnir heyja kosningabaráttu. Önnur ástæða, og ekki veigaminni, er að línurnar á stjórnmálasviðinu verða að skýrast áður en hægt er að kjósa. Hið pólitíska landslag er gjörbreytt og þó aðalvíglínan sé greinileg: í átt til Evrópu eða áfram á eigin vegum, vitum við ekki hvernig hún liggur milli allra stjórnmálaflokkanna. Síðastliðinn áratug hafa hugsjónamennska og hugmyndafræðileg átök þótt frekar púkaleg fyrirbrigði. Hið frjálsa markaðskerfi kapítalismans virtist vera flugfarið sem flaug hraðast og öruggast og fátt annað eftir en að fínpússa af því mismunandi útfærslur. Farkosturinn sá liggur nú og ryðgar í hinum ríkistryggða ruslagámi eitraðra skuldabréfavafninga fyrir vestan. Hérna megin hafsins flaug hann á fjall þegar ríkisstjórnin ákvað að skipta um nafn og kennitölu bankanna og skilja skuldirnar eftir. Stóra spurningin núna er því: Hvað á að taka við? Og skyndilega bregður svo við að margir hafa svör og brennandi skoðanir. Hugsjónamennirnir streyma út úr skápum landsins. Þetta er frábært viðbragð þjóðarinnar. Þegar eru hafin hugmyndafræðileg átök um uppbygginguna sem bíður og mun móta nýja samfélagshugsun. Það eru sem sagt runnir upp stórpólitískir tímar. Jafnvel hefur verið minnst á nauðsyn þess að stofna nýja stjórnmálaflokka. Það yrði þó tæplega gæfuleg útgerð. Ef óeiningin um framkvæmd mótmæla er ekki nóg til að setja hroll að mönnum, má benda á að í nýjasta flokknum, sem situr á Alþingi, hafa menn eytt meiri tíma í að berja á hvor öðrum en andstæðingum sínum. Mun raunsærri möguleiki er að notast við núverandi flokka. Bylta þeim innan frá, kalla nýtt fólk til forystu og verka, eða treysta áfram þeim sem fyrir eru. Flokkarnir eru misvel staddir fyrir slíkt innra uppgjör. VG og Samfylking eru í sýnu betra formi en Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Innan fyrrnefndu flokkanna er klár samstaða um flokkslínuna. Sama er ekki hægt að segja um hina tvo. Mikil átök eru greinilega hafin innan Sjálfstæðisflokksins. Hvernig enda þau? Vill Sjálfstæðisflokkurinn að Ísland verði áfram á eigin vegum? Þá bíður ekki annað en samstarf við VG. Eða verður útkoman Evrópusinnaður og markaðsþenkjandi flokkur sem á samleið með Samfylkingunni? Nákvæmlega sama staða er uppi hjá Framsóknarflokknum. Þegar þessum uppgjörum er lokið er tímabært að kjósa. Þjóðin mun velja hvort hún vill horfa til fjalla eða út í heim.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun