Reynir á sjálfstraust bænda Jón Kaldal skrifar 28. júlí 2008 08:00 Frá Genf bárust um helgina þau gleðilegu tíðindi fyrir íslenska neytendur að góðar líkur séu á að tollar verði lækkaðir af innfluttum landbúnaðarvörum og að reglur um innflutning þeirra verði rýmkaðar verulega. Ef þetta gengur eftir verður það veruleg búbót fyrir heimilin í landinu. Forsvarsmenn bænda eru aftur á móti áhyggjufullir, eins og við var að búast. Sendinefndir frá 152 ríkjum hafa síðastliðna viku freistað þess á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að fá botn í svokallaðar Doha-viðræður, sem kenndar eru við höfuðborga Katar og hófust haustið 2001. Upprunalega hugmyndin snerist um að setja saman viðskiptasamkomulag á breiðu sviði, sem átti að rétta af slagsíðu í alþjóðaviðskiptum á kostnað þróunarríkja. Sjö árum síðar og á fjórðu samningalotu liggja fyrir drög að samningi, sem þykir líklegt að verði samþykktur. Ef viðræðurnar fara út um þúfur er hins vegar ljóst að ekki mun í nánustu framtíð nást viðlíka samkomulag um viðskipti milli landa með vörur og þjónustu. Meðal háværustu gagnrýni á fyrirliggjandi samning er að hann muni ekki hafa tilætluð jákvæð áhrif á efnahag þróunarríkjanna. Gömlu stóru viðskiptaveldin, með Evrópusambandið og Bandaríkin í fararbroddi, þykja vilja fá mikið fyrir sinn snúð. Enginn vafi leikur hins vegar á því að samkomulagið myndi hafa veruleg jákvæð áhrif á efnahag íslenskra heimila. Óþarfi er að fjölyrða um hátt verðlag hér á landi. Það liggur fyrir að óvíða í heiminum þarf fólk að borga jafn mikið fyrir nauðsynjar og hér. Um það bil tveir þriðju af matarinnkaupum heimilanna í landinu eru íslenskar vörur og þar vega landbúnaðarvörur þyngst. Landbúnaðarssamningar stjórnvalda hafa þó aldrei verið gerðir með heimilisbókhald landsmanna í huga. Íslendingar eru heimsmeistarar í landbúnaðarstyrkjum. Hér nemur stuðningur úr vösum skattgreiðenda við landbúnaðinn um 62 prósentum af afurðaverðmætinu, sem er um það bil tvöfalt hærra hlutfall en að meðaltali í OECD-ríkjunum. Úti í búð þarf svo að punga út fyrir hinum hlutanum af aðstoðinni í formi hás vöruverðs. Auðvitað ættu íslensk stjórnvöld að vera búin að breyta þessu kerfi að eigin frumkvæði fyrir löngu. Ef samningar nást í Genf heyrir það hins vegar örugglega sögunni til. Og þá reynir á dug og sjálfstraust íslenskra bænda. Skoðanakönnun sem Bændasamtökin lét framkvæma fyrr á þessu ári sýnir að þjóðin kann mjög vel að meta innlendar landbúnaðarvörur: 94 prósent svarenda telja skipta miklu máli að landbúnaður verði stundaður hér til framtíðar, 75 prósent telja gæði innlendrar framleiðslu meiri en innfluttrar og 62 prósent eru tilbúin að greiða hærra verð fyrir innfluttu vöruna. Forsvarsmenn Bændasamtakanna voru að vonum stoltir þegar þeir kynntu þessar niðurstöður. Þær benda líka til þess að þeir mæti sterkir til leiks í mögulegri samkeppni við innflutning. Gæðavara verður alltaf eftirsótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun
Frá Genf bárust um helgina þau gleðilegu tíðindi fyrir íslenska neytendur að góðar líkur séu á að tollar verði lækkaðir af innfluttum landbúnaðarvörum og að reglur um innflutning þeirra verði rýmkaðar verulega. Ef þetta gengur eftir verður það veruleg búbót fyrir heimilin í landinu. Forsvarsmenn bænda eru aftur á móti áhyggjufullir, eins og við var að búast. Sendinefndir frá 152 ríkjum hafa síðastliðna viku freistað þess á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að fá botn í svokallaðar Doha-viðræður, sem kenndar eru við höfuðborga Katar og hófust haustið 2001. Upprunalega hugmyndin snerist um að setja saman viðskiptasamkomulag á breiðu sviði, sem átti að rétta af slagsíðu í alþjóðaviðskiptum á kostnað þróunarríkja. Sjö árum síðar og á fjórðu samningalotu liggja fyrir drög að samningi, sem þykir líklegt að verði samþykktur. Ef viðræðurnar fara út um þúfur er hins vegar ljóst að ekki mun í nánustu framtíð nást viðlíka samkomulag um viðskipti milli landa með vörur og þjónustu. Meðal háværustu gagnrýni á fyrirliggjandi samning er að hann muni ekki hafa tilætluð jákvæð áhrif á efnahag þróunarríkjanna. Gömlu stóru viðskiptaveldin, með Evrópusambandið og Bandaríkin í fararbroddi, þykja vilja fá mikið fyrir sinn snúð. Enginn vafi leikur hins vegar á því að samkomulagið myndi hafa veruleg jákvæð áhrif á efnahag íslenskra heimila. Óþarfi er að fjölyrða um hátt verðlag hér á landi. Það liggur fyrir að óvíða í heiminum þarf fólk að borga jafn mikið fyrir nauðsynjar og hér. Um það bil tveir þriðju af matarinnkaupum heimilanna í landinu eru íslenskar vörur og þar vega landbúnaðarvörur þyngst. Landbúnaðarssamningar stjórnvalda hafa þó aldrei verið gerðir með heimilisbókhald landsmanna í huga. Íslendingar eru heimsmeistarar í landbúnaðarstyrkjum. Hér nemur stuðningur úr vösum skattgreiðenda við landbúnaðinn um 62 prósentum af afurðaverðmætinu, sem er um það bil tvöfalt hærra hlutfall en að meðaltali í OECD-ríkjunum. Úti í búð þarf svo að punga út fyrir hinum hlutanum af aðstoðinni í formi hás vöruverðs. Auðvitað ættu íslensk stjórnvöld að vera búin að breyta þessu kerfi að eigin frumkvæði fyrir löngu. Ef samningar nást í Genf heyrir það hins vegar örugglega sögunni til. Og þá reynir á dug og sjálfstraust íslenskra bænda. Skoðanakönnun sem Bændasamtökin lét framkvæma fyrr á þessu ári sýnir að þjóðin kann mjög vel að meta innlendar landbúnaðarvörur: 94 prósent svarenda telja skipta miklu máli að landbúnaður verði stundaður hér til framtíðar, 75 prósent telja gæði innlendrar framleiðslu meiri en innfluttrar og 62 prósent eru tilbúin að greiða hærra verð fyrir innfluttu vöruna. Forsvarsmenn Bændasamtakanna voru að vonum stoltir þegar þeir kynntu þessar niðurstöður. Þær benda líka til þess að þeir mæti sterkir til leiks í mögulegri samkeppni við innflutning. Gæðavara verður alltaf eftirsótt.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun