Tónlist

32C kemur rappinu á kortið

Rappararnir í 32C ætla að láta að sér kveða á næstunni. 
Mynd/rebekka
Rappararnir í 32C ætla að láta að sér kveða á næstunni. Mynd/rebekka

Félagarnir Dabbi T, Emmsjé Gauti og Nagmús hafa stofnað rappsveitina 32C og er fyrsta lag hennar, É É É É, á leið í útvarpsspilun.

Að sögn Dabba T hafði umboðsmaðurinn Ómar Ómar samband við hann og Gauta með það í huga að þeir myndu stofna nýja hljómsveit. „Hann hafði lengi langað til að taka einhverja hljómveit og gera að einhverri alvöru. Hann sagði að það eina sem sér kæmi til hugar væri að ég og Gauti værum í henni," segir Dabbi T. „Við höfðum samband við Magga (Nagmús) og hann sló til og ákvað að vera með."

Dabbi T og Emmsjé Gauti hafa reynslu frá sólóferli sínum og gaf Dabbi til að mynda út sína fyrstu plötu á síðasta ári, Óheflað málfar. Dabbi ætlar að gefa út tvö sólólög áður en 32C fer í gang en eftir það mun hann einbeita sér að nýju sveitinni.

Íslenskt rapp hefur lítið verið í umræðunni að undanförnu og vilja Dabbi og félagar ráða bót á því. Hann játar að rappið hafi á sínum tíma verið að lognast út af en síðan lifnaði það aftur við. „Núna er aftur komin lægð í - fb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×