Söngkonur í aðalhlutverki 15. október 2008 03:30 Myrra Rós Þrastardóttir er ein þeirra söngkvenna sem skipa Trúbatrixur og munu koma fram á Café Rósenberg dagana 17. og 18. október, samhliða Iceland Airwaves-hátíðinni. „Ég talaði við stelpur sem mig langaði til að sjá spila og við ákváðum að stofna Trúbatrixur sem yrði grundvöllur fyrir okkur allar til að koma okkur á framfæri," segir tónlistarkonan Myrra Rós Þrastardóttir um Trúbatrixur sem samanstanda af þjóðþekktum og upprennandi íslenskum söngkonum. Hópnum var boðið að halda tveggja daga „mini festival" á Café Rósenberg dagana 17. og 18. október samhliða Iceland Airwaves-hátíðinni, eftir að þær héldu vel heppnað tónleikakvöld þar í september. „Það kostar mjög mikið á Airwaves og sumir hafa bara ekki efni á því. Eins og ástandið er í landinu í dag fannst okkur það rosalega vel við hæfi að hafa frítt inn, en við verðum með fjáröflun þar sem fólk getur gefið frjáls framlög ef það langar til," útskýrir Myrra, en auk þjóðþekktra söngkvenna á borð við Lay Low, Dísu, Fabúlu og Ellen Kristjáns verður framinn gjörningur, stiginn magadans og boðið upp á vöfflur og með því. Erlendir aðilar hafa staðfest komu sína og hún segir hátíðina aðeins vera byrjun á fleiri tónleikum hjá Trúbatrixum. „Við bindum okkur ekki eingöngu við Reykjavík. Við ætlum að syngja í Keflavík, það er á döfinni að fara til Þýskalands og svo er stefnan að halda þetta í Ástralíu næsta sumar," segir Myrra að lokum. - ag Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég talaði við stelpur sem mig langaði til að sjá spila og við ákváðum að stofna Trúbatrixur sem yrði grundvöllur fyrir okkur allar til að koma okkur á framfæri," segir tónlistarkonan Myrra Rós Þrastardóttir um Trúbatrixur sem samanstanda af þjóðþekktum og upprennandi íslenskum söngkonum. Hópnum var boðið að halda tveggja daga „mini festival" á Café Rósenberg dagana 17. og 18. október samhliða Iceland Airwaves-hátíðinni, eftir að þær héldu vel heppnað tónleikakvöld þar í september. „Það kostar mjög mikið á Airwaves og sumir hafa bara ekki efni á því. Eins og ástandið er í landinu í dag fannst okkur það rosalega vel við hæfi að hafa frítt inn, en við verðum með fjáröflun þar sem fólk getur gefið frjáls framlög ef það langar til," útskýrir Myrra, en auk þjóðþekktra söngkvenna á borð við Lay Low, Dísu, Fabúlu og Ellen Kristjáns verður framinn gjörningur, stiginn magadans og boðið upp á vöfflur og með því. Erlendir aðilar hafa staðfest komu sína og hún segir hátíðina aðeins vera byrjun á fleiri tónleikum hjá Trúbatrixum. „Við bindum okkur ekki eingöngu við Reykjavík. Við ætlum að syngja í Keflavík, það er á döfinni að fara til Þýskalands og svo er stefnan að halda þetta í Ástralíu næsta sumar," segir Myrra að lokum. - ag
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira