„Það hefur verið æskudraumur minn að standa á þessum velli og syngja We are the Champions með Queen. Hann rættist í dag," sagði Björgólfur Takefusa, leikmaður KR.
KR vann í dag sigur á Fjölni í úrslitum bikarkeppninnar og þar með sinn fyrsta stóra titil í fimm ár.
„Þetta var ekki opinn leikur og bæði lið að spila mjög góða vörn. Það var því nokkuð erfitt að vera framherji í þessum leik. En við vissum vel að þetta yrði erfitt enda Fjölnismenn með mjög vel skipulagt lið."
„En sigurinn var fyllilega sanngjarn. Mér fannst þeir eiga engin hættuleg færi og við stjórnuðum leiknum algerlega í síðari hálfleik."
Hann segir tilfinninguna óviðjafnanlega. „Ég veit að það er væmið en ég er búinn að bíða lengi eftir þessu. Nú hefur þessi draumur ræst og óhætt að segja að hann stóðst allar mínar væntingar. Ég er meira að segja til í að hlusta á Tinu Turner núna," sagði hann um leið og lagið Simply the Best fór af stað.
Björgólfur: Æskudraumurinn rættist
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





