Iceland Airwaves: Dagur 4 Feitustu bitarnir í Hafnarhúsinu 18. október 2008 04:00 Gríðarhress á sviði CSS frá Brasílíu spila kl. 23 í kvöld. „Stærstu" sveitir Airwaves-hátíðarinnar koma fram í kvöld í Hafnarhúsinu. Þetta er brasilíska gleðipönksveitin CSS og Kanarnir í háskólarokkbandinu Vampire Weekend. CSS (sem er stytting á Cansei de Ser Sexy - „Þreytt á að vera kynæsandi") varð til í São Paulo árið 2003. Sveitin sló saman hráu pönki og frauðpoppi í anda Beyoncé og varð útkoman fersk. Fyrsta platan kom út í Bandaríkjunum árið 2006 og sveitin þeyttist um heiminn með sitt glaðværa danspönk og spilaði meðal annars með Klaxons og Gwen Stefani. Önnur platan, Donkey, kom svo út á þessu ári og er mun rokkaðri en fyrri verk. Krakkarnir í CSS, fimm stelpur og einn karl, þykja gríðarlega hress á sviði. Þau hefja leik kl. 23. Á eftir þeim, á miðnætti, stíga Vampire Weekend á stokk. Þetta eru fjórir ungir New York-arar sem stofnuðu bandið árið 2006. Fyrsta platan þeirra kom út í ársbyrjun og stefnir leynt og ljóst að því að verða talin með bestu plötum ársins. Platan er álíka fersk og nauðsynleg og fyrsta plata The Strokes. Einfalt rokkpopp Vampíruhelgarinnar minnir þó ekki bara á Strokes heldur líka á fyrstu plötu Talking Heads, The Kinks og Graceland-plötu Pauls Simon. Önnur bönd sem koma fram í Hafnarhúsinu í kvöld eru Bob Justman, Jan Mayen, Dikta og Færeyingarnir í Boys in a Band. -drg Meira gott í dag:Dísa kemur fram í Norræna húsinu kl. 15, rétt á eftir norska söngstirninu Ane Brun. Uppáhaldshljómsveit Eltons John er ástralski poppdansdúettinn Pnau. Hann fer á svið Tunglsins kl. 23. Kanadíski dúettinn Junior Boys spilar sitt ljúfa og svalandi ambient-popp á Nasa á miðnætti.Jeff Who? klára massíft íslenskt kvöld í Iðnó, fara á svið á miðnætti. Á undan þeim hafa meðal annars Ske, Sprengjuhöllin og Viking Giant Show komið fram. Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Lífið „Hálfur áratugur með þér my love“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Stærstu" sveitir Airwaves-hátíðarinnar koma fram í kvöld í Hafnarhúsinu. Þetta er brasilíska gleðipönksveitin CSS og Kanarnir í háskólarokkbandinu Vampire Weekend. CSS (sem er stytting á Cansei de Ser Sexy - „Þreytt á að vera kynæsandi") varð til í São Paulo árið 2003. Sveitin sló saman hráu pönki og frauðpoppi í anda Beyoncé og varð útkoman fersk. Fyrsta platan kom út í Bandaríkjunum árið 2006 og sveitin þeyttist um heiminn með sitt glaðværa danspönk og spilaði meðal annars með Klaxons og Gwen Stefani. Önnur platan, Donkey, kom svo út á þessu ári og er mun rokkaðri en fyrri verk. Krakkarnir í CSS, fimm stelpur og einn karl, þykja gríðarlega hress á sviði. Þau hefja leik kl. 23. Á eftir þeim, á miðnætti, stíga Vampire Weekend á stokk. Þetta eru fjórir ungir New York-arar sem stofnuðu bandið árið 2006. Fyrsta platan þeirra kom út í ársbyrjun og stefnir leynt og ljóst að því að verða talin með bestu plötum ársins. Platan er álíka fersk og nauðsynleg og fyrsta plata The Strokes. Einfalt rokkpopp Vampíruhelgarinnar minnir þó ekki bara á Strokes heldur líka á fyrstu plötu Talking Heads, The Kinks og Graceland-plötu Pauls Simon. Önnur bönd sem koma fram í Hafnarhúsinu í kvöld eru Bob Justman, Jan Mayen, Dikta og Færeyingarnir í Boys in a Band. -drg Meira gott í dag:Dísa kemur fram í Norræna húsinu kl. 15, rétt á eftir norska söngstirninu Ane Brun. Uppáhaldshljómsveit Eltons John er ástralski poppdansdúettinn Pnau. Hann fer á svið Tunglsins kl. 23. Kanadíski dúettinn Junior Boys spilar sitt ljúfa og svalandi ambient-popp á Nasa á miðnætti.Jeff Who? klára massíft íslenskt kvöld í Iðnó, fara á svið á miðnætti. Á undan þeim hafa meðal annars Ske, Sprengjuhöllin og Viking Giant Show komið fram.
Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Lífið „Hálfur áratugur með þér my love“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira