Aldrei fullnuma í leiklist 27. ágúst 2008 04:00 Hannes, Stefán, Lilja, Þorbjörg, Walter og Bjartur eru óhrædd við næsta skref ferils síns. Fréttablaðið/Rósa Nemendaleikhúsið er einhvers konar millibilsástand milli skóla og atvinnulífs leikara. Við ræddum við hópinn um áfangann, íþróttagallana, fyrsta verkið og framtíðina. Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, Bjartur Guðmundsson, Walter Geir Grímsson og Vigdís Másdóttir eru leikarar framtíðarinnar. Hvernig er að vera kominn á þetta lokastig? „Ég segi bara loksins," dæsir Walter. „Manni finnst maður aldrei vera tilbúinn, en svo finnur maður núna að nemendaleikhúsið kemur akkúrat á réttum tíma," bætir Þorbjörg við. „Það er líka skemmtilegt að byrja á þessu verkefni. Við förum beint í að skapa og erum ábyrg fyrir sýningunni. Við erum að gera okkar og því finnst mér þetta sérstaklega ögrandi verkefni," segir Bjartur og á þar við „devised"-verk þeirra undir stjórn Kristínar Eysteinsdóttur. Verkið er enn í mótun og því erfitt fyrir hópinn að tjá sig um það. „Við vitum að sýningin verður öðruvísi," segir Lilja. „Og náttúrlega meistaraverk," segir Stefán. Þau virðast spennt. „Það fylgir því ákveðinn kraftur að losna út úr skólabyggingunni," segir Walter. „En það er ljúfsárt líka," skýtur Hannes inn. Liðsheild bekkjarins endurspeglast í sérhönnuðum búningum þeirra. „Við ákváðum að setja rauða þráðinn úr náminu okkar, Kerfið, aftan á búningana okkar. Eitt lið, eitt logo," segir Bjartur. „Það má líka geta þess að við erum ósigraðir Listaháskólameistarar í knattspyrnu og þetta er líka íþróttagalli. Við erum saman í liði," bætir Lilja við. Þau segjast vera í góðum höndum og að Borgarleikhúsið taki þeim vel. „Við þurfum ekkert að víkja í röðinni við kaffivélina," segir Walter. Þau líta þó ekki svo á að eftir árið séu þau fullnuma. „Einhver sagði við okkur að maður er ekki frekar útskrifaður úr leiklist heldur en úr lífinu. Það er ágætis mottó," segir Bjartur. Fyrsta frumsýning hópsins verður á Litla sviði Borgarleikhússins 3. október. Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Nemendaleikhúsið er einhvers konar millibilsástand milli skóla og atvinnulífs leikara. Við ræddum við hópinn um áfangann, íþróttagallana, fyrsta verkið og framtíðina. Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, Bjartur Guðmundsson, Walter Geir Grímsson og Vigdís Másdóttir eru leikarar framtíðarinnar. Hvernig er að vera kominn á þetta lokastig? „Ég segi bara loksins," dæsir Walter. „Manni finnst maður aldrei vera tilbúinn, en svo finnur maður núna að nemendaleikhúsið kemur akkúrat á réttum tíma," bætir Þorbjörg við. „Það er líka skemmtilegt að byrja á þessu verkefni. Við förum beint í að skapa og erum ábyrg fyrir sýningunni. Við erum að gera okkar og því finnst mér þetta sérstaklega ögrandi verkefni," segir Bjartur og á þar við „devised"-verk þeirra undir stjórn Kristínar Eysteinsdóttur. Verkið er enn í mótun og því erfitt fyrir hópinn að tjá sig um það. „Við vitum að sýningin verður öðruvísi," segir Lilja. „Og náttúrlega meistaraverk," segir Stefán. Þau virðast spennt. „Það fylgir því ákveðinn kraftur að losna út úr skólabyggingunni," segir Walter. „En það er ljúfsárt líka," skýtur Hannes inn. Liðsheild bekkjarins endurspeglast í sérhönnuðum búningum þeirra. „Við ákváðum að setja rauða þráðinn úr náminu okkar, Kerfið, aftan á búningana okkar. Eitt lið, eitt logo," segir Bjartur. „Það má líka geta þess að við erum ósigraðir Listaháskólameistarar í knattspyrnu og þetta er líka íþróttagalli. Við erum saman í liði," bætir Lilja við. Þau segjast vera í góðum höndum og að Borgarleikhúsið taki þeim vel. „Við þurfum ekkert að víkja í röðinni við kaffivélina," segir Walter. Þau líta þó ekki svo á að eftir árið séu þau fullnuma. „Einhver sagði við okkur að maður er ekki frekar útskrifaður úr leiklist heldur en úr lífinu. Það er ágætis mottó," segir Bjartur. Fyrsta frumsýning hópsins verður á Litla sviði Borgarleikhússins 3. október.
Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira