Cynic Guru spilar í Bretlandi 2. október 2008 04:00 Roland Hartwell er fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hann syngur, semur og spilar á gítar í Cynic Guru. Aðrir hljómsveitarmeðlimir eru Ólafur Hólm trommari, Einar Jóhannsson gítarleikari og Richard Korn bassaleikari. „Við spilum í London og Guildford og endum í gamalli kirkju í Manchester á sunnudagskvöldið,“ segir Roland Hartwell um tónleikaferðalg hljómsveitar sinnar, Cynic Guru, sem hélt af stað til Bretlands í gær. Hljómsveitin hefur verið á plötusamningi hjá útgáfufyrirtækinu Fat Northerner Records frá því 2005 og er nú að fara á sitt annað tónleikaferðalag í Bretlandi í tilefni af útgáfu samnefndarar plötu hljómsveitarinnar. „Iceland, platan okkar sem kom út árið 2005, var svona popp/rokk plata, en þegar við komumst á samning úti var ákveðið að taka út popplögin. Ég samdi því nýtt efni, en við höldum þremur lögum á væntanlegu plötunni og þar á meðal er lagið Drugs sem er fyrsta smáskífan,“ útskýrir Roland, en Barði Jóhannsson leikstýrði tónlistarmyndabandi við lagið, sem komst í toppsæti vinsældarlista útvarpsstöðvarinnar X-ins. „Við verðum úti í viku og hápunktur ferðarinnar verður án efa í Sacred trinity-kirkjunni í Manchester á sunnudaginn. Þar spilum við á Un-convention sem er eins konar ráðstefna fyrir sjálfstæða tónlistarmenn og útgefendur. Ég hef margoft spilað á fiðlu í kirkjum við ýmis tækifæri en aldrei með rokkhljómsveit svo það verður skemmtileg reynsla,“ segir Roland og hlær. Spurður hvað taki við hjá hljómsveitinni að ferðalaginu loknu, segist hann vera að leggja lokahönd á aðra plötu. „Við erum að klára nýja plötu fyrir íslenskan markað sem er væntanleg eftir jól og við stefnum á að spila meira hérlendis því við höfum gert lítið af því að undanförnu,“ segir Roland að lokum. - ag Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við spilum í London og Guildford og endum í gamalli kirkju í Manchester á sunnudagskvöldið,“ segir Roland Hartwell um tónleikaferðalg hljómsveitar sinnar, Cynic Guru, sem hélt af stað til Bretlands í gær. Hljómsveitin hefur verið á plötusamningi hjá útgáfufyrirtækinu Fat Northerner Records frá því 2005 og er nú að fara á sitt annað tónleikaferðalag í Bretlandi í tilefni af útgáfu samnefndarar plötu hljómsveitarinnar. „Iceland, platan okkar sem kom út árið 2005, var svona popp/rokk plata, en þegar við komumst á samning úti var ákveðið að taka út popplögin. Ég samdi því nýtt efni, en við höldum þremur lögum á væntanlegu plötunni og þar á meðal er lagið Drugs sem er fyrsta smáskífan,“ útskýrir Roland, en Barði Jóhannsson leikstýrði tónlistarmyndabandi við lagið, sem komst í toppsæti vinsældarlista útvarpsstöðvarinnar X-ins. „Við verðum úti í viku og hápunktur ferðarinnar verður án efa í Sacred trinity-kirkjunni í Manchester á sunnudaginn. Þar spilum við á Un-convention sem er eins konar ráðstefna fyrir sjálfstæða tónlistarmenn og útgefendur. Ég hef margoft spilað á fiðlu í kirkjum við ýmis tækifæri en aldrei með rokkhljómsveit svo það verður skemmtileg reynsla,“ segir Roland og hlær. Spurður hvað taki við hjá hljómsveitinni að ferðalaginu loknu, segist hann vera að leggja lokahönd á aðra plötu. „Við erum að klára nýja plötu fyrir íslenskan markað sem er væntanleg eftir jól og við stefnum á að spila meira hérlendis því við höfum gert lítið af því að undanförnu,“ segir Roland að lokum. - ag
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira