Wales hefur yfir 1-0 gegn Íslandi þegar flautað hefur verið til hálfleiks í vináttuleik liðanna á Laugardalsvelli.
Íslenska liðið var mun betri aðilinn í fyrri hálfleiknum og náði að skapa sér nokkur ágæt færi, en á síðustu augnablikum hálfleiksins misstu íslensku leikmennirnir einbeitinguna og fengu á sig mark.
Það var nýliðinn Ched Edwards sem skoraði mark Wales með hælspyrnu rétt áður en flautað var til hálfleiks.
Fylgst er með gangi mála í leiknum á Boltavaktinni hér á Vísi.