Fá Færeyinga til að dansa 18. júlí 2008 06:00 Heimir og Raffaelle skipa saman plötusnúðatvíeykið Karíus & Baktus. Íslenskir plötusnúðar spila á tónlistarhátíð í Færeyjum um helgina. Færeyska tónlistarhátíðin G-festival verður haldin nú um helgina. Í ár mun hátíðin bera yfirskriftina G-mini og verður hún eitthvað minni í sniðum en fyrri hátíðir. Með þessu móti búast skipuleggjendur hátíðarinnar við því að geta boðið gestum upp á enn stærri og betri hátíð að ári liðnu. Íslenska plötusnúðatvíkeykið Karíus & Baktus eru á meðal þeirra sem munu spila á hátíðinni um helgina, en tvíeykið skipa þeir Heimir Héðinsson og Raffaele Manna og eru þeir einu Íslendingarnir sem spila á hátíðinni í ár. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem þeir félagar spila saman á erlendri grundu. „Ég hef spilað bæði í Gvatemala og í Boston í Bandaríkjunum og Raffi bjó lengi á Ítalíu þannig að hann hefur mikið spilað á skemmtistöðum þar,“ segir Heimir, annar helmingur tvíeykisins. Heimir og Raffaele hafa spilað saman frá árinu 2005 og hófu ferilinn á Kaffi Cultura. „Við byrjuðum þar en fórum svo fljótlega að spila á öðrum stöðum eins og Sirkús og Barnum. Þessa dagana spilum við helst á Qbar þar sem bæði Sirkús og Barinn eru horfnir.“ Að öllu jöfnu spila Heimir og Raffaele svokallaða drak electro-tónlist en segjast hafa fært sig yfir í ögn glaðværari tóna þegar sól tók að hækka. „Í sumar höfum við mikið verið að spila tónlist sem kallast latino minimal sem er ekki jafn hörð,“ segir Heimir. Þeir félagar hafa einnig verið iðnir við að skipuleggja þemakvöld á skemmtistaðnum Qbar. „Markmiðið með þeim kvöldum er bara það að halda góð partý. Við leggjum mikinn metnað í þetta og höfum til dæmis oft þurft að gjörbreyta staðnum til þess eins að ná fram réttri stemningu. Við höfum meðal annars haldið strandpartý og galakvöld á Qbar og þann 26.07. verðum við með Studio 54-partý.“ Aðspurður segir Heimir mikinn tíma fara í tónlistina, „Það fer mikill tími í að grúska og fylgjast með því sem er að gerast innan danstónlistar. oft eru þetta nokkrir klukkutímar á dag sem fara í það eitt að finna ný lög fyrir komandi helgi,“ segir Heimir, en til gamans má geta að hann er yngri bróðir Baldurs Héðinssonar sem fyrr í vetur var valinn besti plötusnúðurinn í Boston annað árið í röð. Í haust er svo stefnan tekin á London þar sem þeir félagar hyggjast skemmta Londonbúum, „Þetta er allt í bígerð en ætti að skýrast á næstu vikum. Við höfum líka verið að semja sjálfir í nokkur ár en verið latir við að reyna að gefa það út þannig við stefnum á að fara að vinna í því líka í haust,“ segir Heimir að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Hálfur áratugur með þér my love“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Íslenskir plötusnúðar spila á tónlistarhátíð í Færeyjum um helgina. Færeyska tónlistarhátíðin G-festival verður haldin nú um helgina. Í ár mun hátíðin bera yfirskriftina G-mini og verður hún eitthvað minni í sniðum en fyrri hátíðir. Með þessu móti búast skipuleggjendur hátíðarinnar við því að geta boðið gestum upp á enn stærri og betri hátíð að ári liðnu. Íslenska plötusnúðatvíkeykið Karíus & Baktus eru á meðal þeirra sem munu spila á hátíðinni um helgina, en tvíeykið skipa þeir Heimir Héðinsson og Raffaele Manna og eru þeir einu Íslendingarnir sem spila á hátíðinni í ár. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem þeir félagar spila saman á erlendri grundu. „Ég hef spilað bæði í Gvatemala og í Boston í Bandaríkjunum og Raffi bjó lengi á Ítalíu þannig að hann hefur mikið spilað á skemmtistöðum þar,“ segir Heimir, annar helmingur tvíeykisins. Heimir og Raffaele hafa spilað saman frá árinu 2005 og hófu ferilinn á Kaffi Cultura. „Við byrjuðum þar en fórum svo fljótlega að spila á öðrum stöðum eins og Sirkús og Barnum. Þessa dagana spilum við helst á Qbar þar sem bæði Sirkús og Barinn eru horfnir.“ Að öllu jöfnu spila Heimir og Raffaele svokallaða drak electro-tónlist en segjast hafa fært sig yfir í ögn glaðværari tóna þegar sól tók að hækka. „Í sumar höfum við mikið verið að spila tónlist sem kallast latino minimal sem er ekki jafn hörð,“ segir Heimir. Þeir félagar hafa einnig verið iðnir við að skipuleggja þemakvöld á skemmtistaðnum Qbar. „Markmiðið með þeim kvöldum er bara það að halda góð partý. Við leggjum mikinn metnað í þetta og höfum til dæmis oft þurft að gjörbreyta staðnum til þess eins að ná fram réttri stemningu. Við höfum meðal annars haldið strandpartý og galakvöld á Qbar og þann 26.07. verðum við með Studio 54-partý.“ Aðspurður segir Heimir mikinn tíma fara í tónlistina, „Það fer mikill tími í að grúska og fylgjast með því sem er að gerast innan danstónlistar. oft eru þetta nokkrir klukkutímar á dag sem fara í það eitt að finna ný lög fyrir komandi helgi,“ segir Heimir, en til gamans má geta að hann er yngri bróðir Baldurs Héðinssonar sem fyrr í vetur var valinn besti plötusnúðurinn í Boston annað árið í röð. Í haust er svo stefnan tekin á London þar sem þeir félagar hyggjast skemmta Londonbúum, „Þetta er allt í bígerð en ætti að skýrast á næstu vikum. Við höfum líka verið að semja sjálfir í nokkur ár en verið latir við að reyna að gefa það út þannig við stefnum á að fara að vinna í því líka í haust,“ segir Heimir að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Hálfur áratugur með þér my love“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira