Gæsahúð og heiðursorður 13. desember 2008 06:00 Hljómsveitin 200.000 naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins hafa gefið út plötu með þekktum lögum Naglbítanna í nýjum útsetningum. mynd/ari magg Hljómsveitin 200.000 naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins hafa gefið út sína fyrstu plötu. Verkefnið stóð yfir í eitt ár og yfir hundrað manns tóku þátt í því. „Ég er heppinn að búa í landi þar sem maður fær stóra hugmynd og svo margir eru til í að hjálpa manni að framkvæma hana," segir Vilhelm Anton Jónsson um gerð plötunnar. „Þetta er hugmynd sem ég var búinn að vera með í maganum í mörg ár. Ég var mikið búinn að spá í það hvað þetta væri skemmtilegt „statement", hvað allir væru ríkir og að hugsa um peninga. Svo breyttist heimurinn og þetta varð mjög viðeigandi, að vinna með Lúðrasveit verkalýðsins." Vinna við plötuna og heimildarmynd um gerð hennar, sem fylgir með útgáfunni, stóð yfir í eitt ár. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og þetta tók mjög langan tíma. En þetta er búið að vera alveg ótrúlegt ár, alveg frábært. Þetta hefur líka verið frábært ár fyrir Naglbítana að þróa sína tónlist áfram," segir Villi sem annaðist framleiðsluna sjálfur. „Ég er búinn að læra mikið enda er allt hægt ef maður hefur gott fólk með sér." Uppselt var á tvenna útgáfutónleika Naglbítanna og lúðrasveitarinnar í íþróttahöllinni á Akureyri og í Íslensku óperunni á dögunum. „Það var alveg meiri háttar stemning. Fólk sat lengi eftir tónleikana með gæsahúð í sætunum," segir hann um tónleikana fyrir norðan þar sem Naglbítarnir voru heiðraðir af lúðrasveitinni með silfurmedalíum. „Það var ótrúlega gaman og fallegt. Maður er hálfklökkur. Þegar maður vinnur með svona fólki sem kemur svona fram við mann er maður til í að leggja mikið á sig." Viðtökurnar í Óperunni voru ekki síðri: „Það var alveg æðislegt, gæsahúð og standandi lófaklapp í margar mínútur." Bætir hann við að lúðrasveitin, sem er skipuð ungum jafnt sem eldri áhugamönnum, hafi staðið sig meistaralega vel. „Þau stóðu sig eins og þau hefðu aldrei gert annað, enda sjóuð í því núna að spila uppi á sviði fyrir framan þúsundir manna." Villi er maður með stórar hugmyndir sem oftar en ekki verða að veruleika. Næst vill hann fara í tónleikaferð um Skandinavíu með lúðrasveitinni. „Það er aldrei að vita. Þetta er svo flott og stórt að það væri synd að hætta." freyr@frettabladid.is Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Hljómsveitin 200.000 naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins hafa gefið út sína fyrstu plötu. Verkefnið stóð yfir í eitt ár og yfir hundrað manns tóku þátt í því. „Ég er heppinn að búa í landi þar sem maður fær stóra hugmynd og svo margir eru til í að hjálpa manni að framkvæma hana," segir Vilhelm Anton Jónsson um gerð plötunnar. „Þetta er hugmynd sem ég var búinn að vera með í maganum í mörg ár. Ég var mikið búinn að spá í það hvað þetta væri skemmtilegt „statement", hvað allir væru ríkir og að hugsa um peninga. Svo breyttist heimurinn og þetta varð mjög viðeigandi, að vinna með Lúðrasveit verkalýðsins." Vinna við plötuna og heimildarmynd um gerð hennar, sem fylgir með útgáfunni, stóð yfir í eitt ár. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og þetta tók mjög langan tíma. En þetta er búið að vera alveg ótrúlegt ár, alveg frábært. Þetta hefur líka verið frábært ár fyrir Naglbítana að þróa sína tónlist áfram," segir Villi sem annaðist framleiðsluna sjálfur. „Ég er búinn að læra mikið enda er allt hægt ef maður hefur gott fólk með sér." Uppselt var á tvenna útgáfutónleika Naglbítanna og lúðrasveitarinnar í íþróttahöllinni á Akureyri og í Íslensku óperunni á dögunum. „Það var alveg meiri háttar stemning. Fólk sat lengi eftir tónleikana með gæsahúð í sætunum," segir hann um tónleikana fyrir norðan þar sem Naglbítarnir voru heiðraðir af lúðrasveitinni með silfurmedalíum. „Það var ótrúlega gaman og fallegt. Maður er hálfklökkur. Þegar maður vinnur með svona fólki sem kemur svona fram við mann er maður til í að leggja mikið á sig." Viðtökurnar í Óperunni voru ekki síðri: „Það var alveg æðislegt, gæsahúð og standandi lófaklapp í margar mínútur." Bætir hann við að lúðrasveitin, sem er skipuð ungum jafnt sem eldri áhugamönnum, hafi staðið sig meistaralega vel. „Þau stóðu sig eins og þau hefðu aldrei gert annað, enda sjóuð í því núna að spila uppi á sviði fyrir framan þúsundir manna." Villi er maður með stórar hugmyndir sem oftar en ekki verða að veruleika. Næst vill hann fara í tónleikaferð um Skandinavíu með lúðrasveitinni. „Það er aldrei að vita. Þetta er svo flott og stórt að það væri synd að hætta." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira