Menning

Innsýn í líf ímyndaðrar konu

Sálarlíf Sibille Schmidt Verk eftir þýsku listakonuna Önnu Mields.
Sálarlíf Sibille Schmidt Verk eftir þýsku listakonuna Önnu Mields.

Sýning þýsku myndlistarkonunnar Önnu Mields var opnuð í Dalí Gallery, Brekkugötu 9 á Akureyri, í gær. Á sýningunni má sjá verk sem tengjast hefðbundnum uppstillingum og blæti.

Sýningin hverfist að nokkru leyti um ímyndaða persónu sem ber nafnið Sibille Schmidt. Sibille þessi er kona um fertugt sem býr í Austur-Þýskalandi seint á áttunda áratug síðustu aldar. Mields reynir með verkum sínum að skapa svipmynd af hugarástandi Sibille Schmidt; sýningargestir geta virt fyrir sér ýmsa hluti sem Schmidt umgengst í dagsdaglegu lífi sínu.

Sýning Önnu Mields stendur til 31. júlí.- vþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×