Tíu ára plötugerð á enda 26. september 2008 07:15 Kristinn Gunnar Blöndal Fyrsta sólóplata Kristins Gunnars, Happiness & Woe, kemur út í lok október. fréttablaðið/auðunn Tónlistarmaðurinn Bob Justman, sem heitir réttu nafni Kristinn Gunnar Blöndal, hefur sent frá sér hið hugljúfa lag Most of All sem verður að finna á fyrstu sólóplötu hans, Happiness & Woe. Tíu ár eru liðin síðan Kristinn bjó til fyrstu prufuupptökuna fyrir plötuna og hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan. „Ég tók hana fyrst upp alla og henti henni, svo byrjaði ég að taka hana upp annars staðar og hætti við það líka. Síðan í þriðja skiptið gekk það upp en það tók tvö og hálft ár," segir Kristinn, sem er dauðfeginn því að platan sé loksins að koma út. „Ég var mörgum sinnum við það að gefast upp en maður verður að klára svona lagað. Um tíma fannst mér þetta vera orðið eins og fólk héldi að þetta væri einhvers konar geðveila," bætir hann við um endalaus loforð sín um útgáfu plötunnar. „En það er annað sem hefur komið með þessum töfum. Þarna eru hlutir sem hefðu ekki verið jafngóðir og þeir eru núna. Þetta bara tók nákvæmlega jafnlangan tíma og það átti að taka." Með Flís í hljóðverinuKristinn, sem hefur spilað með Ensími og Botnleðju, fékk til liðs við sig hljómsveitina Flís við upptökurnar sem Gunnar Tynes úr múm stjórnaði. Einnig kom strengjasveitin Amiina við sögu auk þess sem Orri Páll Dýrason úr Sigur Rós trommaði í einu lagi. Kristinn er þegar búinn að semja plötu númer tvö og lofar að eyða ekki jafnlöngum tíma í gerð hennar. freyr@frettabladid.is Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bob Justman, sem heitir réttu nafni Kristinn Gunnar Blöndal, hefur sent frá sér hið hugljúfa lag Most of All sem verður að finna á fyrstu sólóplötu hans, Happiness & Woe. Tíu ár eru liðin síðan Kristinn bjó til fyrstu prufuupptökuna fyrir plötuna og hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan. „Ég tók hana fyrst upp alla og henti henni, svo byrjaði ég að taka hana upp annars staðar og hætti við það líka. Síðan í þriðja skiptið gekk það upp en það tók tvö og hálft ár," segir Kristinn, sem er dauðfeginn því að platan sé loksins að koma út. „Ég var mörgum sinnum við það að gefast upp en maður verður að klára svona lagað. Um tíma fannst mér þetta vera orðið eins og fólk héldi að þetta væri einhvers konar geðveila," bætir hann við um endalaus loforð sín um útgáfu plötunnar. „En það er annað sem hefur komið með þessum töfum. Þarna eru hlutir sem hefðu ekki verið jafngóðir og þeir eru núna. Þetta bara tók nákvæmlega jafnlangan tíma og það átti að taka." Með Flís í hljóðverinuKristinn, sem hefur spilað með Ensími og Botnleðju, fékk til liðs við sig hljómsveitina Flís við upptökurnar sem Gunnar Tynes úr múm stjórnaði. Einnig kom strengjasveitin Amiina við sögu auk þess sem Orri Páll Dýrason úr Sigur Rós trommaði í einu lagi. Kristinn er þegar búinn að semja plötu númer tvö og lofar að eyða ekki jafnlöngum tíma í gerð hennar. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira