Tíu ára plötugerð á enda 26. september 2008 07:15 Kristinn Gunnar Blöndal Fyrsta sólóplata Kristins Gunnars, Happiness & Woe, kemur út í lok október. fréttablaðið/auðunn Tónlistarmaðurinn Bob Justman, sem heitir réttu nafni Kristinn Gunnar Blöndal, hefur sent frá sér hið hugljúfa lag Most of All sem verður að finna á fyrstu sólóplötu hans, Happiness & Woe. Tíu ár eru liðin síðan Kristinn bjó til fyrstu prufuupptökuna fyrir plötuna og hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan. „Ég tók hana fyrst upp alla og henti henni, svo byrjaði ég að taka hana upp annars staðar og hætti við það líka. Síðan í þriðja skiptið gekk það upp en það tók tvö og hálft ár," segir Kristinn, sem er dauðfeginn því að platan sé loksins að koma út. „Ég var mörgum sinnum við það að gefast upp en maður verður að klára svona lagað. Um tíma fannst mér þetta vera orðið eins og fólk héldi að þetta væri einhvers konar geðveila," bætir hann við um endalaus loforð sín um útgáfu plötunnar. „En það er annað sem hefur komið með þessum töfum. Þarna eru hlutir sem hefðu ekki verið jafngóðir og þeir eru núna. Þetta bara tók nákvæmlega jafnlangan tíma og það átti að taka." Með Flís í hljóðverinuKristinn, sem hefur spilað með Ensími og Botnleðju, fékk til liðs við sig hljómsveitina Flís við upptökurnar sem Gunnar Tynes úr múm stjórnaði. Einnig kom strengjasveitin Amiina við sögu auk þess sem Orri Páll Dýrason úr Sigur Rós trommaði í einu lagi. Kristinn er þegar búinn að semja plötu númer tvö og lofar að eyða ekki jafnlöngum tíma í gerð hennar. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bob Justman, sem heitir réttu nafni Kristinn Gunnar Blöndal, hefur sent frá sér hið hugljúfa lag Most of All sem verður að finna á fyrstu sólóplötu hans, Happiness & Woe. Tíu ár eru liðin síðan Kristinn bjó til fyrstu prufuupptökuna fyrir plötuna og hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan. „Ég tók hana fyrst upp alla og henti henni, svo byrjaði ég að taka hana upp annars staðar og hætti við það líka. Síðan í þriðja skiptið gekk það upp en það tók tvö og hálft ár," segir Kristinn, sem er dauðfeginn því að platan sé loksins að koma út. „Ég var mörgum sinnum við það að gefast upp en maður verður að klára svona lagað. Um tíma fannst mér þetta vera orðið eins og fólk héldi að þetta væri einhvers konar geðveila," bætir hann við um endalaus loforð sín um útgáfu plötunnar. „En það er annað sem hefur komið með þessum töfum. Þarna eru hlutir sem hefðu ekki verið jafngóðir og þeir eru núna. Þetta bara tók nákvæmlega jafnlangan tíma og það átti að taka." Með Flís í hljóðverinuKristinn, sem hefur spilað með Ensími og Botnleðju, fékk til liðs við sig hljómsveitina Flís við upptökurnar sem Gunnar Tynes úr múm stjórnaði. Einnig kom strengjasveitin Amiina við sögu auk þess sem Orri Páll Dýrason úr Sigur Rós trommaði í einu lagi. Kristinn er þegar búinn að semja plötu númer tvö og lofar að eyða ekki jafnlöngum tíma í gerð hennar. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira