Ísland tekur á móti Grikklandi í undankeppni EM kvenna 2009 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli í dag kl. 16:30.
Leikurinn er síðasti heimaleikur stelpnanna í þessari undankeppni.
Leikurinn er gríðarlega mikilvægur íslenska liðinu því sigur í þessum leik kemur íslenska liðinu á toppinn í sínum riðli en efsta sætið tryggir þátttökurétt í úrslitakeppni EM 2009 sem fram fer í Finnlandi.
Liðið er sem stendur þremur stigum á eftir Frökkum en Ísland mætir svo franska liðinu á útivelli í síðasta leiknum. Sigur í dag myndi þýða að íslenska liðiðinu nægir jafntefli í Frakklandi til þess að efsta sætið verði þeirra.
Hér að neðan má sjá byrjunarlið Íslands í dag:
Markvörður:
Þóra B Helgadóttir
Aðrir leikmenn:
Ásta Árnadóttir
Ólína G. Viðarsdóttir
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir
Edda Garðarsdóttir
Dóra Stefánsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir
Dóra María Lárusdóttir
Hólmfríður Magnúsdóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir