Þýskir útgefendur slógust um Skapara Guðrúnar Evu 10. desember 2008 07:45 Fjárfestir í reiðhjóli. Guðrún sagðist ætla að fjárfesta í nýju reiðhjóli af þessu tilefni en því gamla var stolið fyrir nokkrum dögum. „Þetta er einhver harðvítugasti slagur sem við höfum orðið vitni að um íslenska bók," segir Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu. Bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Skaparinn, var slegin hæstbjóðanda á mánudaginn eftir mikinn slag þýskra útgefanda. Jóhann Páll upplýsir að þrjú stór og virt forlög hafi sýnt bókinni mikinn áhuga og lagt fram tilboð. „Og þegar þannig er þá er bara haldið uppboð. Menn fengu frest til hádegis á föstudag til að skila inn tilboði og því besta var einfaldlega tekið." Sá sem hreppti hnossið var bdb-forlagið sem er að hluta til í eigu Random House en Jóhann Páll skaut á að bókin yrði gefin út 2010. Meðal rithöfunda sem gefa út í Þýskalandi undir merkjum þess má nefna nóbelsverðlaunahafann J.M.G Le Clézio og Haruki Murakami. Höfundarlaun Guðrúnar Evu eru rúmlega fimm milljónir króna. Jóhann tengir þennan áhuga ekki við efnahagsástandið heldur bendir einfaldlega á að það sé mikill áhugi á Íslandi og íslenskum bókmenntum í Þýskalandi. „Þetta hefur náttúrulega aðallega gilt um krimmana og það hefur ekki verið sama eftirspurn eftir annars konar bókmenntum. Útgefendurnir mátu það hins vegar þannig að bók Guðrúnar væri hágæðabókmenntir samfara því að vera söluvænleg og ætti í raun skilið að seljast í gámavís." Jóhann viðurkenndi jafnframt að það hefði ekki spillt fyrir að Guðrún Eva væri sjálf mjög söluvæn. „Það er draumur sérhvers útgefanda að sameina sölubók og „góða bók" og bdb-forlaginu þykir Skaparinn falla fyllilega undir þau skilyrði." Guðrún Eva var að vonum ákaflega ánægð með tíðindin en þetta verður í fyrsta skipti sem bók úr hennar smiðju er gefin út á þýska tungu. Hún sagðist af þessu tilefni ætla að fjárfesta í nýju reiðhjóli enda hefði því gamla verið stolið fyrir nokkrum dögum. „Ég er náttúrulega alveg ótrúlega sátt með þetta. Ég gerði mér auðvitað vonir um að hún færi eitthvað á flakk út fyrir landsteinana en að slagurinn yrði svona harður var ekki eitthvað sem ég hafði búist við," segir Guðrún sem getur ekki annað en verið glöð með afraksturinn í jólabókaflóðinu, stór útgáfusamningur og tilnefning til hinna íslensku bókmenntaverðlauna. - freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er einhver harðvítugasti slagur sem við höfum orðið vitni að um íslenska bók," segir Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu. Bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Skaparinn, var slegin hæstbjóðanda á mánudaginn eftir mikinn slag þýskra útgefanda. Jóhann Páll upplýsir að þrjú stór og virt forlög hafi sýnt bókinni mikinn áhuga og lagt fram tilboð. „Og þegar þannig er þá er bara haldið uppboð. Menn fengu frest til hádegis á föstudag til að skila inn tilboði og því besta var einfaldlega tekið." Sá sem hreppti hnossið var bdb-forlagið sem er að hluta til í eigu Random House en Jóhann Páll skaut á að bókin yrði gefin út 2010. Meðal rithöfunda sem gefa út í Þýskalandi undir merkjum þess má nefna nóbelsverðlaunahafann J.M.G Le Clézio og Haruki Murakami. Höfundarlaun Guðrúnar Evu eru rúmlega fimm milljónir króna. Jóhann tengir þennan áhuga ekki við efnahagsástandið heldur bendir einfaldlega á að það sé mikill áhugi á Íslandi og íslenskum bókmenntum í Þýskalandi. „Þetta hefur náttúrulega aðallega gilt um krimmana og það hefur ekki verið sama eftirspurn eftir annars konar bókmenntum. Útgefendurnir mátu það hins vegar þannig að bók Guðrúnar væri hágæðabókmenntir samfara því að vera söluvænleg og ætti í raun skilið að seljast í gámavís." Jóhann viðurkenndi jafnframt að það hefði ekki spillt fyrir að Guðrún Eva væri sjálf mjög söluvæn. „Það er draumur sérhvers útgefanda að sameina sölubók og „góða bók" og bdb-forlaginu þykir Skaparinn falla fyllilega undir þau skilyrði." Guðrún Eva var að vonum ákaflega ánægð með tíðindin en þetta verður í fyrsta skipti sem bók úr hennar smiðju er gefin út á þýska tungu. Hún sagðist af þessu tilefni ætla að fjárfesta í nýju reiðhjóli enda hefði því gamla verið stolið fyrir nokkrum dögum. „Ég er náttúrulega alveg ótrúlega sátt með þetta. Ég gerði mér auðvitað vonir um að hún færi eitthvað á flakk út fyrir landsteinana en að slagurinn yrði svona harður var ekki eitthvað sem ég hafði búist við," segir Guðrún sem getur ekki annað en verið glöð með afraksturinn í jólabókaflóðinu, stór útgáfusamningur og tilnefning til hinna íslensku bókmenntaverðlauna. - freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira