Ástarljóð Strandamanns 29. nóvember 2008 01:30 Bjarni Ómar Haraldsson í hljóðveri í Danmörku við upptökur á nýju plötunni. Strandamaðurinn Bjarni Ómar Haraldsson hefur gefið út sína aðra sólóplötu sem nefnist Fyrirheit. Hefur hún að geyma melódískt popp í rólegri kantinum. „Ég er að yrkja um ástina, sem er þessi uppspretta alls góðs og ills," segir Bjarni Ómar Haraldsson um yrkisefni sín á nýrri plötu sem var að koma út. Bjarni, sem er deildarstjóri Tónskólans á Hólmavík, sendi síðast frá sér plötu fyrir áratug sem nefnist Annað líf. Hann segist hafa þroskast mikið sem manneskja síðan þá. „Vinnslan hefur líka gjörbreyst og lögin eru miklu betri." Auk þess að semja sjálfur texta naut hann aðstoðar sex textahöfunda til viðbótar. Hann segir útkomuna vera heilsteypta og vonast til að hlustendur séu á sama máli. Það er ekki á hverjum degi sem Strandamenn gefa út poppplötur. „Samkvæmt mínum heimildum er þetta fyrsti diskurinn sem er gefinn út þarna með svona tónlist," segir hann og bætir við að Mugison, sem býr á Súðavík, sé líklega sá eini sem hafi verið í svipaðri útgáfu. Hann vill þó ekki líkja sér saman við hann. „Við erum ólíkir tónlistarlega. Ég er jarðbundinn höfundur og er ekki að eltast við neina tískustrauma," segir hann. Bjarni Ómar ætlar að spila á Players í kvöld og í framhaldinu ætlar hann að kynna plötuna víðar með píanóleikaranum Stefáni Jónssyni. Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Strandamaðurinn Bjarni Ómar Haraldsson hefur gefið út sína aðra sólóplötu sem nefnist Fyrirheit. Hefur hún að geyma melódískt popp í rólegri kantinum. „Ég er að yrkja um ástina, sem er þessi uppspretta alls góðs og ills," segir Bjarni Ómar Haraldsson um yrkisefni sín á nýrri plötu sem var að koma út. Bjarni, sem er deildarstjóri Tónskólans á Hólmavík, sendi síðast frá sér plötu fyrir áratug sem nefnist Annað líf. Hann segist hafa þroskast mikið sem manneskja síðan þá. „Vinnslan hefur líka gjörbreyst og lögin eru miklu betri." Auk þess að semja sjálfur texta naut hann aðstoðar sex textahöfunda til viðbótar. Hann segir útkomuna vera heilsteypta og vonast til að hlustendur séu á sama máli. Það er ekki á hverjum degi sem Strandamenn gefa út poppplötur. „Samkvæmt mínum heimildum er þetta fyrsti diskurinn sem er gefinn út þarna með svona tónlist," segir hann og bætir við að Mugison, sem býr á Súðavík, sé líklega sá eini sem hafi verið í svipaðri útgáfu. Hann vill þó ekki líkja sér saman við hann. „Við erum ólíkir tónlistarlega. Ég er jarðbundinn höfundur og er ekki að eltast við neina tískustrauma," segir hann. Bjarni Ómar ætlar að spila á Players í kvöld og í framhaldinu ætlar hann að kynna plötuna víðar með píanóleikaranum Stefáni Jónssyni.
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira