Valdmörk og mótvægi Þorvaldur Gylfason skrifar 24. júlí 2008 00:00 Lýðræði snýst ekki bara um kosningar og kjörseðla. Það sást í Bandaríkjunum fyrir átta árum, þegar hæstiréttur landsins dæmdi George W. Bush forsetaembættið með fimm atkvæðum gegn fjórum að loknum löngum skrípaleik í Flórída. Og það sást aftur í Simbabve um daginn, þegar útsendurum Róberts Múgabe forseta tókst með ofbeldi að hræða sigurvegarann í fyrri umferð forsetakosninganna, Morgan Tsvangíræ, frá þátttöku í síðari umferð, svo að Múgabe situr enn í embætti, umboðslaus. Hann hefur setið þar samfellt frá 1980, þegar landið hlaut sjálfstæði. Lýðræði er flókið gangverk. Það útheimtir bæði frjálsar kosningar og styrkar stofnanir til að veita kjörnum stjórnvöldum aðhald, svo að þau virði valdmörk sín; til þess þurfa þau mótvægi. Þær stofnanir, sem mestu skipta í þessu viðfangi, eru stjórnarandstaðan, stjórnarskráin, óháðir dómstólar og frjálsir fjölmiðlar. Í hvaða hlutföllum? Ef land losnar undan einræði og þarf að byggja lýðræði frá grunni, hvaða stofnanir samfélagsins er þá vert að leggja mesta rækt við til að treysta valdmörkin og mótvægið og þá um leið lýðræðið í sessi? Þessari spurningu virtist lengi ógerningur að svara, þangað til svarið barst - frá Suður-Ameríku. Hér er sagan af því.Mikilvægasta mótvægið?Alberto Fujimori var landbúnaðarháskólarektor í Perú, bauð sig fram til forseta 1990 gegn Mario Vargas Llosa, heimsþekktum rithöfundi, og hafði sigur. Fujimori forseti þótti fara vel af stað, en 1992 lýsti hann yfir neyðarástandi með fulltingi hersins, rak þingið heim, hóf ritskoðun, rifti stjórnarskránni og lét handtaka nokkra andstæðinga sína. Hann náði einnig í krafti nýrra laga að góma Abimael Guzmán, leiðtoga maóíska hryðjuverkahópsins Sendero Luminoso (Skínandi stígur), sem hafði framið mörg voðaverk með miklu mannfalli. Fujimori hafði tekið við vondu búi.Verðbólgan var 7.500 prósent 1990. Hann brást við með því að ýta undir markaðsbúskap, einkavæða ríkisfyrirtæki og laða erlenda fjárfestingu að landinu. Umbæturnar báru árangur: verðbólgan hjaðnaði, efnahagurinn batnaði, og Fujimori náði endurkjöri 1995. Síðara kjörtímabil hans 1995-2000 leið líkt og hið fyrra. Forsetinn var vel þokkaður, einkum til sveita, meðal annars af því að honum hafði tekizt að brjóta hryðjuverkahópana á bak aftur og hemja verðbólguna. Hægri hönd forsetans var Vladimiro Montesinos leynilögreglustjóri. Hann nýtti sér lögin, sem sett voru til að hafa hendur í hári hryðjuverkamanna, til að klekkja á öðrum stjórnarandstæðingum og grafa undan lýðræðinu. Margir þóttust vita þetta, en staðfestingin fékkst ekki fyrr en undir lok síðara kjörtímabils Fujimoris. Þá birti lítil kapalsjónvarpsstöð kvikmynd af Montesinosi að greiða stjórnarandstöðuþingmanni mútur. Bókhaldari (og ástkona) leynilögreglustjórans hafði lekið myndbandinu. Hann flúði til Panama. Sönnunargögnin gegn honum hlóðust upp, því að hann hélt bókhald yfir allar mútugreiðslur auk myndbanda í þúsundatali. Bókhaldið sýnir, að hann mútaði þingmönnum, dómurum, ritstjórum og eigendum og starfsmönnum útvarps- og sjónvarpsstöðva. Fjárhæðirnar afhjúpa, hvaða stofnanir Montesinosi þótti brýnast að kaupa til fylgis við forsetann.Stjórnarandstöðuþingmenn, blaðamenn, útvarpsmenn og dómarar voru tiltölulega ódýrir í rekstri: 5-20 þúsund dollarar á mánuði dugðu handa hverjum þeirra. Sjónvarpsstöðvarnar fengu meira. Þær voru tíu, og Montesinos greiddi níu þeirra næstum milljón dollara hverri á mánuði fyrir að fá að stýra fréttaútsendingum. Hann taldi ekki vert að múta minnstu stöðinni. Hún birti myndbandið, sem svipti hulunni af spillingarvefnum. Stíflan brast. Fujimori flúði land og sagði af sér embætti með faxi frá Japan og var síðan ákærður fyrir spillingu, eiturlyfjasmygl, morð og mannrán.Boðskapur sögunnarVladimiro Montesinos vissi, hvað hann var að gera, þegar hann lagði undir sig sjónvarpsstöðvarnar níu. Tíunda stöðin varð honum og Fujimori forseta að falli. Í þessu ljósi verða upptök Baugsmálsins kannski skiljanleg. Málið hlýtur að snúast öðrum þræði um yfirráðin yfir Stöð 2 (og Fréttablaðinu, svo lengi sem það er borið út í hvert hús).Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að loka báðum þessum miðlum með lögum 2004. Því áhlaupi var hrundið. Það er því ekki alveg óvænt að heyra suma sjálfstæðismenn halda því fram nú, að Baugsmálið sé ekki búið, þótt dómur Hæstaréttar sé fallinn. Einn þeirra, hátt settur embættismaður, segist vita, að ný ákæra sé í aðsigi. Hvernig veit hann það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Lýðræði snýst ekki bara um kosningar og kjörseðla. Það sást í Bandaríkjunum fyrir átta árum, þegar hæstiréttur landsins dæmdi George W. Bush forsetaembættið með fimm atkvæðum gegn fjórum að loknum löngum skrípaleik í Flórída. Og það sást aftur í Simbabve um daginn, þegar útsendurum Róberts Múgabe forseta tókst með ofbeldi að hræða sigurvegarann í fyrri umferð forsetakosninganna, Morgan Tsvangíræ, frá þátttöku í síðari umferð, svo að Múgabe situr enn í embætti, umboðslaus. Hann hefur setið þar samfellt frá 1980, þegar landið hlaut sjálfstæði. Lýðræði er flókið gangverk. Það útheimtir bæði frjálsar kosningar og styrkar stofnanir til að veita kjörnum stjórnvöldum aðhald, svo að þau virði valdmörk sín; til þess þurfa þau mótvægi. Þær stofnanir, sem mestu skipta í þessu viðfangi, eru stjórnarandstaðan, stjórnarskráin, óháðir dómstólar og frjálsir fjölmiðlar. Í hvaða hlutföllum? Ef land losnar undan einræði og þarf að byggja lýðræði frá grunni, hvaða stofnanir samfélagsins er þá vert að leggja mesta rækt við til að treysta valdmörkin og mótvægið og þá um leið lýðræðið í sessi? Þessari spurningu virtist lengi ógerningur að svara, þangað til svarið barst - frá Suður-Ameríku. Hér er sagan af því.Mikilvægasta mótvægið?Alberto Fujimori var landbúnaðarháskólarektor í Perú, bauð sig fram til forseta 1990 gegn Mario Vargas Llosa, heimsþekktum rithöfundi, og hafði sigur. Fujimori forseti þótti fara vel af stað, en 1992 lýsti hann yfir neyðarástandi með fulltingi hersins, rak þingið heim, hóf ritskoðun, rifti stjórnarskránni og lét handtaka nokkra andstæðinga sína. Hann náði einnig í krafti nýrra laga að góma Abimael Guzmán, leiðtoga maóíska hryðjuverkahópsins Sendero Luminoso (Skínandi stígur), sem hafði framið mörg voðaverk með miklu mannfalli. Fujimori hafði tekið við vondu búi.Verðbólgan var 7.500 prósent 1990. Hann brást við með því að ýta undir markaðsbúskap, einkavæða ríkisfyrirtæki og laða erlenda fjárfestingu að landinu. Umbæturnar báru árangur: verðbólgan hjaðnaði, efnahagurinn batnaði, og Fujimori náði endurkjöri 1995. Síðara kjörtímabil hans 1995-2000 leið líkt og hið fyrra. Forsetinn var vel þokkaður, einkum til sveita, meðal annars af því að honum hafði tekizt að brjóta hryðjuverkahópana á bak aftur og hemja verðbólguna. Hægri hönd forsetans var Vladimiro Montesinos leynilögreglustjóri. Hann nýtti sér lögin, sem sett voru til að hafa hendur í hári hryðjuverkamanna, til að klekkja á öðrum stjórnarandstæðingum og grafa undan lýðræðinu. Margir þóttust vita þetta, en staðfestingin fékkst ekki fyrr en undir lok síðara kjörtímabils Fujimoris. Þá birti lítil kapalsjónvarpsstöð kvikmynd af Montesinosi að greiða stjórnarandstöðuþingmanni mútur. Bókhaldari (og ástkona) leynilögreglustjórans hafði lekið myndbandinu. Hann flúði til Panama. Sönnunargögnin gegn honum hlóðust upp, því að hann hélt bókhald yfir allar mútugreiðslur auk myndbanda í þúsundatali. Bókhaldið sýnir, að hann mútaði þingmönnum, dómurum, ritstjórum og eigendum og starfsmönnum útvarps- og sjónvarpsstöðva. Fjárhæðirnar afhjúpa, hvaða stofnanir Montesinosi þótti brýnast að kaupa til fylgis við forsetann.Stjórnarandstöðuþingmenn, blaðamenn, útvarpsmenn og dómarar voru tiltölulega ódýrir í rekstri: 5-20 þúsund dollarar á mánuði dugðu handa hverjum þeirra. Sjónvarpsstöðvarnar fengu meira. Þær voru tíu, og Montesinos greiddi níu þeirra næstum milljón dollara hverri á mánuði fyrir að fá að stýra fréttaútsendingum. Hann taldi ekki vert að múta minnstu stöðinni. Hún birti myndbandið, sem svipti hulunni af spillingarvefnum. Stíflan brast. Fujimori flúði land og sagði af sér embætti með faxi frá Japan og var síðan ákærður fyrir spillingu, eiturlyfjasmygl, morð og mannrán.Boðskapur sögunnarVladimiro Montesinos vissi, hvað hann var að gera, þegar hann lagði undir sig sjónvarpsstöðvarnar níu. Tíunda stöðin varð honum og Fujimori forseta að falli. Í þessu ljósi verða upptök Baugsmálsins kannski skiljanleg. Málið hlýtur að snúast öðrum þræði um yfirráðin yfir Stöð 2 (og Fréttablaðinu, svo lengi sem það er borið út í hvert hús).Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að loka báðum þessum miðlum með lögum 2004. Því áhlaupi var hrundið. Það er því ekki alveg óvænt að heyra suma sjálfstæðismenn halda því fram nú, að Baugsmálið sé ekki búið, þótt dómur Hæstaréttar sé fallinn. Einn þeirra, hátt settur embættismaður, segist vita, að ný ákæra sé í aðsigi. Hvernig veit hann það?
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun