Birgir Leifur Hafþórsson lék fyrsta hringinn á opna meistaramótinu í Suður-Afríku á 71 höggi eða einu höggi undir pari vallarins. Hann er í kringum 55. sæti af 155 keppendum samkvæmt vefsíðunni kylfingur.is.
Birgir lék fyrri níu holurnar á pari og seinni níu á einu undir.
Þetta er þriðja mótið sem Birgir Leifur tekur þátt í eftir sex mánaða hlé vegna meiðsla. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn í tveimur fyrstu mótunum.
Sjá nánar á kylfingur.is