Með tónlistargen föður síns 18. desember 2008 07:00 Feðgarnir Herbert Guðmundsson, Svanur og Guðmundur hafa spilað saman að undanförnu við góðar undirtektir.fréttablaðið/gva Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson hefur troðið upp með sonum sínum tveimur að undanförnu og er afar ánægður með félagsskapinn. „Ég var farinn að örvænta og hélt að börnin mín væru ekki með tónlistargenið," segir Herbert Guðmundsson um syni sína Svan og Guðmund sem hafa spilað með honum að undanförnu. Herbert á sjö börn með tveimur konum og segist vera ríkur maður. Svanur og Guðmundur, sem eru einnig í hljómsveitinni Swive, eru hans yngstu börn og þakkar Herbert æðri máttarvöldum fyrir tónlistaráhuga þeirra. Hinn átján ára Svanur, spilar á píanó á nýjustu plötu Herberts, Spegill sálarinnar, og stendur sig vel þrátt fyrir ungan aldur. „Maður á náttúrulega ekki að vera að segja svona en hann þykir snillingur strákurinn," segir Herbert, sem er greinilega afar stoltur faðir. Hinn sextán ára Guðmundur þykir einnig efnilegur trommari og á væntanlega eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Spegill sálarinnar er tíunda sólóplata Herberts og hefur að geyma popp-rokk með gospel ívafi, þar á meðal hið vinsæla lag Day of Freedom. „Þetta er „back to the basics". Ég er að fara aftur til uppruna míns," segir Herbert. Hann hefur haft í nógu að snúast við kynningu á plötunni sem hann gefur út sjálfur og hefur selst í á annað þúsund eintaka. Til að mynda hefur hann spilað í fjölda kirkna við góðar undirtektir. „Prestar hafa hringt í mig og boðið mér að koma. Það hefur gengið æðislega vel og ég hef verið að árita á staðnum." Tveir mánuðir eru síðan Herbert hætti að selja bækur fyrir Örn og Örlyg og ákvað að einbeita sér að tónlistinni. Sér hann ekki eftir því enda nóg að gera. „Ég hef verið að syngja mikið í afmælum og þá kem ég eins og sprengja inn í partíið." Herbert spilar næst með sonum sínum í Vetrargarðinum í Smáralind í kvöld og einnig verða þeir í Jólaþorpinu í Hafnarfirði á Þorláksmessu. freyr@frettabladid.is Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson hefur troðið upp með sonum sínum tveimur að undanförnu og er afar ánægður með félagsskapinn. „Ég var farinn að örvænta og hélt að börnin mín væru ekki með tónlistargenið," segir Herbert Guðmundsson um syni sína Svan og Guðmund sem hafa spilað með honum að undanförnu. Herbert á sjö börn með tveimur konum og segist vera ríkur maður. Svanur og Guðmundur, sem eru einnig í hljómsveitinni Swive, eru hans yngstu börn og þakkar Herbert æðri máttarvöldum fyrir tónlistaráhuga þeirra. Hinn átján ára Svanur, spilar á píanó á nýjustu plötu Herberts, Spegill sálarinnar, og stendur sig vel þrátt fyrir ungan aldur. „Maður á náttúrulega ekki að vera að segja svona en hann þykir snillingur strákurinn," segir Herbert, sem er greinilega afar stoltur faðir. Hinn sextán ára Guðmundur þykir einnig efnilegur trommari og á væntanlega eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Spegill sálarinnar er tíunda sólóplata Herberts og hefur að geyma popp-rokk með gospel ívafi, þar á meðal hið vinsæla lag Day of Freedom. „Þetta er „back to the basics". Ég er að fara aftur til uppruna míns," segir Herbert. Hann hefur haft í nógu að snúast við kynningu á plötunni sem hann gefur út sjálfur og hefur selst í á annað þúsund eintaka. Til að mynda hefur hann spilað í fjölda kirkna við góðar undirtektir. „Prestar hafa hringt í mig og boðið mér að koma. Það hefur gengið æðislega vel og ég hef verið að árita á staðnum." Tveir mánuðir eru síðan Herbert hætti að selja bækur fyrir Örn og Örlyg og ákvað að einbeita sér að tónlistinni. Sér hann ekki eftir því enda nóg að gera. „Ég hef verið að syngja mikið í afmælum og þá kem ég eins og sprengja inn í partíið." Herbert spilar næst með sonum sínum í Vetrargarðinum í Smáralind í kvöld og einnig verða þeir í Jólaþorpinu í Hafnarfirði á Þorláksmessu. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira