Tiger Woods, Phil Mickelson og Adam Scott verða allir saman í ráshópi á Opna bandaríska meistaramótinu en það hefst í næstu viku.
Þetta er athyglisvert holl og golf-aðdáendur munu fylgjast grannt með hverju skrefi þessara manna.
Þá verða Ernie Els, Justin Rose og Geoff Ogilvy saman í holli fyrstu tvo hringina og KJ Choi, Jim Furyk og Steve Stricker eru saman.