Merzedes Club var pönk 15. desember 2008 07:00 Ceres 4 fékk borgað stórfé fyrir að segja hó hó og hardcore. Ljóðabók Ceres 4 er hugsjónaútgáfa sem fæst bara í betri Bónusbúðum. MYND/fréttablaðið/arnþór Listamaðurinn Ceres 4 (Hlynur Áskelsson) hefur komið víða við. Pönkað á plötum og hnyklað vöðvana í Merzedes Club. Hann hóf listaferilinn á ljóðaplötunni Kaldastríðsljóðin árið 2000 og hefur nú gefið þau ljóð út á glæsilegri bók, sem Þorvaldur Jónsson og Davíð Hólm myndskreyta. „Þetta eru hörð, köld og kynþokkafull ljóð," segir Ceres 4. „Kaldastríðið var þungavigtartímabil í uppeldi okkar sem ólumst upp í því. Ljóðin skýra sig sjálf og ættu að vera hjartnæm upprifjun fyrir þá sem upplifðu tímabilið. Fyrir hina eru ljóðin sagnfræðileg heimild." Höfundur segir gamla ljóðadiskinn orðinn „költ" og bókina sigla hraðbyri í sama „költ-status". „Upplagið er lítið og það verða bara þeir heppnu sem ná sér í eintak. Bókin verður bara til í betri Bónus-búðum. Hún er seld á kostnaðarverði svo ég græði ekkert á henni. Þeir einu sem græða eru Bónus sem fær smásöluálagninguna og ríkissjóður sem fær vaskinn. Þetta er hugsjónaútgáfa." Ceres 4 segir ekki lokum fyrir það skotið að bankahrunið verði tekið fyrir í næstu ljóðabók. „Hver veit? Það þarf þó einhver tími að líða svo maður fái yfirsýn til að greina kjarnann frá hisminu. Síðustu misseri og komandi ár eru efni í rosalega eldfim listaverk. Þetta eru skemmtilegir tímar þótt fólk kvarti núna. Það verður gaman að líta til baka og sjá hvað stendur eftir þegar púðurrykið hefur sest." Ceresi finnst þetta viðtal gríðarlega djúpt miðað við viðtölin sem hann fór í vegna Merzedes Club. „Þá var bara talað um brúnkukrem. Þetta er samt búið að vera frábært ár með Merzedes Club. Það er mesta pönkið sem ég hef gert. Pönk snýst um að hía á kerfið og koma aftan að því. Ég, smurður og ber að ofan, að segja „hó hó" og „hardcore" og fá borgað stórfé fyrir það frá fyrirtækjum sem eru ekki einu sinni til ennþá, mörg hver, var algjört pönk." En er Merzedes Club-fyrirbærið dautt? „Nei, enda deyja hljómsveitir aldrei, leggjast bara í híði. Ég heyrði í umbanum um daginn og þá var verið að setja inn nýjar raddir við einhver lög. Ég sit bara við símann og ef það verður hringt þá spreyjar maður sig með brúnkuspreyinu. Hvað gerir maður ekki fyrir peninginn á þessum síðustu og verstu?" drgunni@frettabladid.is Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Listamaðurinn Ceres 4 (Hlynur Áskelsson) hefur komið víða við. Pönkað á plötum og hnyklað vöðvana í Merzedes Club. Hann hóf listaferilinn á ljóðaplötunni Kaldastríðsljóðin árið 2000 og hefur nú gefið þau ljóð út á glæsilegri bók, sem Þorvaldur Jónsson og Davíð Hólm myndskreyta. „Þetta eru hörð, köld og kynþokkafull ljóð," segir Ceres 4. „Kaldastríðið var þungavigtartímabil í uppeldi okkar sem ólumst upp í því. Ljóðin skýra sig sjálf og ættu að vera hjartnæm upprifjun fyrir þá sem upplifðu tímabilið. Fyrir hina eru ljóðin sagnfræðileg heimild." Höfundur segir gamla ljóðadiskinn orðinn „költ" og bókina sigla hraðbyri í sama „költ-status". „Upplagið er lítið og það verða bara þeir heppnu sem ná sér í eintak. Bókin verður bara til í betri Bónus-búðum. Hún er seld á kostnaðarverði svo ég græði ekkert á henni. Þeir einu sem græða eru Bónus sem fær smásöluálagninguna og ríkissjóður sem fær vaskinn. Þetta er hugsjónaútgáfa." Ceres 4 segir ekki lokum fyrir það skotið að bankahrunið verði tekið fyrir í næstu ljóðabók. „Hver veit? Það þarf þó einhver tími að líða svo maður fái yfirsýn til að greina kjarnann frá hisminu. Síðustu misseri og komandi ár eru efni í rosalega eldfim listaverk. Þetta eru skemmtilegir tímar þótt fólk kvarti núna. Það verður gaman að líta til baka og sjá hvað stendur eftir þegar púðurrykið hefur sest." Ceresi finnst þetta viðtal gríðarlega djúpt miðað við viðtölin sem hann fór í vegna Merzedes Club. „Þá var bara talað um brúnkukrem. Þetta er samt búið að vera frábært ár með Merzedes Club. Það er mesta pönkið sem ég hef gert. Pönk snýst um að hía á kerfið og koma aftan að því. Ég, smurður og ber að ofan, að segja „hó hó" og „hardcore" og fá borgað stórfé fyrir það frá fyrirtækjum sem eru ekki einu sinni til ennþá, mörg hver, var algjört pönk." En er Merzedes Club-fyrirbærið dautt? „Nei, enda deyja hljómsveitir aldrei, leggjast bara í híði. Ég heyrði í umbanum um daginn og þá var verið að setja inn nýjar raddir við einhver lög. Ég sit bara við símann og ef það verður hringt þá spreyjar maður sig með brúnkuspreyinu. Hvað gerir maður ekki fyrir peninginn á þessum síðustu og verstu?" drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira