Menning

Úr þurru

Dansatriði birtist óvænt í Kringlunni seinasta föstudag.
fréttablaðið/Auðunn
Dansatriði birtist óvænt í Kringlunni seinasta föstudag. fréttablaðið/Auðunn

Gjörningahópurinn Stígis ákvað að ljúka sumarstarfi sínu hjá Hinu húsinu með stæl en þau skipulögðu óvænt dans- og söngatriði í Kringlunni í anda feluleikhúss, seinasta föstudag. Um 20 manns tóku þátt í uppátækinu sem kom Kringlugestum skemmtilega á óvart. Stígis hefur þannig komið aftan af fólki með listsköpun sinni í allt sumar.

„Þetta var náttúrlega alveg stórkostlegt," sagði einn meðlima Stígis, Snæbjörn Brynjarsson. Atriðið átti sér stað við undirspil Skver, en danshópurinn Kvik sá um að semja dansinn. „Skyndilega rann allt í eitt stórt dans- og söngvamyndaatriði. Fólk áttaði sig ekki alveg á því hvað gerðist fyrr en það var búið." Að atriðinu loknu hvarf mannskapurinn með öllu, eins og ekkert hefði gerst.

- kbs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×