Sinfó undir áhrifum austurs 2. október 2008 06:00 Nico Muhly Áhugavert bandarískt tónskáld á verk á tónleikum Sinfónínunnar í kvöld og annað kvöld. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld verða með austurlensku yfirbragði, nánar tiltekið indónesísku, en þá verður flutt tónlist sem á einn eða annan hátt sækir innblástur í gamelan-tónlist frá Jövu og Balí. Á föstudaginn verður síðan hluti efnisskrárinnar, nánar tiltekið verkin eftir Colin McPhee og Nico Muhly, endurtekinn á „Heyrðu mig nú!" tónleikum sem hafa óformlegra yfirbragð en hefðbundnir tónleikar, enda sniðnir að þörfum yngri kynslóða tónlistarunnenda. Hin seiðandi indónesíska slagverkstónlist sem kallast gamelan barst fyrst til Vesturlanda á heimssýningunni í París 1889, en þar heyrði Claude Debussy hana. Áhrifa frá þeirri reynslu gætir ótvírætt í marglitum og mögnuðum tónavef hans upp frá því, ekki síst í stórvirkinu La Mer sem flutt verður á tónleikunum. Hljómsveitin flytur einnig konsert fyrir tvö píanó eftir Frances Poulenc, og er ljóst að hann var ekki síður undir áhrifum gamelan en Debussy. Þó hafa væntanlega fáir gengið eins langt í aðdáun sinni á gamelan eins og kanadíska tónskáldið Colin McPhee, en hann fluttist til Balí og bjó þar í tíu ár. Verkið Tabuh-Tabuhan frá 1936, sem einnig er á efnisskrá tónleikanna, ber þess skýr merki og er auk þess markverður upptaktur að naumhyggju í tónlist sem komst í tísku löngu síðar. Síðast en ekki síst flytur hljómsveitin verkið Wish you were here eftir bandaríkjamanninn Nico Muhly. Hann er klárlega einn áhugaverðasti tónhöfundur vestanhafs nú um stundir og hefur hann unnið að afar fjölbreyttum verkefnum. Auk hefðbundinna tónsmíða hefur hann unnið með listamönnum úr poppheiminum á borð við Anthony Hegarthy, Valgeir Sigurðsson og Björk. Stjórnandi á tónleikunum er James Gaffigan, en einleik - eða tvíleik - í verkum Poulencs og McPhee leika Svíarnir Roland Pöntinen og Love Derwinger. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30 í kvöld en kl. 21 annað kvöld. - vþ Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld verða með austurlensku yfirbragði, nánar tiltekið indónesísku, en þá verður flutt tónlist sem á einn eða annan hátt sækir innblástur í gamelan-tónlist frá Jövu og Balí. Á föstudaginn verður síðan hluti efnisskrárinnar, nánar tiltekið verkin eftir Colin McPhee og Nico Muhly, endurtekinn á „Heyrðu mig nú!" tónleikum sem hafa óformlegra yfirbragð en hefðbundnir tónleikar, enda sniðnir að þörfum yngri kynslóða tónlistarunnenda. Hin seiðandi indónesíska slagverkstónlist sem kallast gamelan barst fyrst til Vesturlanda á heimssýningunni í París 1889, en þar heyrði Claude Debussy hana. Áhrifa frá þeirri reynslu gætir ótvírætt í marglitum og mögnuðum tónavef hans upp frá því, ekki síst í stórvirkinu La Mer sem flutt verður á tónleikunum. Hljómsveitin flytur einnig konsert fyrir tvö píanó eftir Frances Poulenc, og er ljóst að hann var ekki síður undir áhrifum gamelan en Debussy. Þó hafa væntanlega fáir gengið eins langt í aðdáun sinni á gamelan eins og kanadíska tónskáldið Colin McPhee, en hann fluttist til Balí og bjó þar í tíu ár. Verkið Tabuh-Tabuhan frá 1936, sem einnig er á efnisskrá tónleikanna, ber þess skýr merki og er auk þess markverður upptaktur að naumhyggju í tónlist sem komst í tísku löngu síðar. Síðast en ekki síst flytur hljómsveitin verkið Wish you were here eftir bandaríkjamanninn Nico Muhly. Hann er klárlega einn áhugaverðasti tónhöfundur vestanhafs nú um stundir og hefur hann unnið að afar fjölbreyttum verkefnum. Auk hefðbundinna tónsmíða hefur hann unnið með listamönnum úr poppheiminum á borð við Anthony Hegarthy, Valgeir Sigurðsson og Björk. Stjórnandi á tónleikunum er James Gaffigan, en einleik - eða tvíleik - í verkum Poulencs og McPhee leika Svíarnir Roland Pöntinen og Love Derwinger. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30 í kvöld en kl. 21 annað kvöld. - vþ
Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira