Sinfó undir áhrifum austurs 2. október 2008 06:00 Nico Muhly Áhugavert bandarískt tónskáld á verk á tónleikum Sinfónínunnar í kvöld og annað kvöld. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld verða með austurlensku yfirbragði, nánar tiltekið indónesísku, en þá verður flutt tónlist sem á einn eða annan hátt sækir innblástur í gamelan-tónlist frá Jövu og Balí. Á föstudaginn verður síðan hluti efnisskrárinnar, nánar tiltekið verkin eftir Colin McPhee og Nico Muhly, endurtekinn á „Heyrðu mig nú!" tónleikum sem hafa óformlegra yfirbragð en hefðbundnir tónleikar, enda sniðnir að þörfum yngri kynslóða tónlistarunnenda. Hin seiðandi indónesíska slagverkstónlist sem kallast gamelan barst fyrst til Vesturlanda á heimssýningunni í París 1889, en þar heyrði Claude Debussy hana. Áhrifa frá þeirri reynslu gætir ótvírætt í marglitum og mögnuðum tónavef hans upp frá því, ekki síst í stórvirkinu La Mer sem flutt verður á tónleikunum. Hljómsveitin flytur einnig konsert fyrir tvö píanó eftir Frances Poulenc, og er ljóst að hann var ekki síður undir áhrifum gamelan en Debussy. Þó hafa væntanlega fáir gengið eins langt í aðdáun sinni á gamelan eins og kanadíska tónskáldið Colin McPhee, en hann fluttist til Balí og bjó þar í tíu ár. Verkið Tabuh-Tabuhan frá 1936, sem einnig er á efnisskrá tónleikanna, ber þess skýr merki og er auk þess markverður upptaktur að naumhyggju í tónlist sem komst í tísku löngu síðar. Síðast en ekki síst flytur hljómsveitin verkið Wish you were here eftir bandaríkjamanninn Nico Muhly. Hann er klárlega einn áhugaverðasti tónhöfundur vestanhafs nú um stundir og hefur hann unnið að afar fjölbreyttum verkefnum. Auk hefðbundinna tónsmíða hefur hann unnið með listamönnum úr poppheiminum á borð við Anthony Hegarthy, Valgeir Sigurðsson og Björk. Stjórnandi á tónleikunum er James Gaffigan, en einleik - eða tvíleik - í verkum Poulencs og McPhee leika Svíarnir Roland Pöntinen og Love Derwinger. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30 í kvöld en kl. 21 annað kvöld. - vþ Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti Tónlist Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld verða með austurlensku yfirbragði, nánar tiltekið indónesísku, en þá verður flutt tónlist sem á einn eða annan hátt sækir innblástur í gamelan-tónlist frá Jövu og Balí. Á föstudaginn verður síðan hluti efnisskrárinnar, nánar tiltekið verkin eftir Colin McPhee og Nico Muhly, endurtekinn á „Heyrðu mig nú!" tónleikum sem hafa óformlegra yfirbragð en hefðbundnir tónleikar, enda sniðnir að þörfum yngri kynslóða tónlistarunnenda. Hin seiðandi indónesíska slagverkstónlist sem kallast gamelan barst fyrst til Vesturlanda á heimssýningunni í París 1889, en þar heyrði Claude Debussy hana. Áhrifa frá þeirri reynslu gætir ótvírætt í marglitum og mögnuðum tónavef hans upp frá því, ekki síst í stórvirkinu La Mer sem flutt verður á tónleikunum. Hljómsveitin flytur einnig konsert fyrir tvö píanó eftir Frances Poulenc, og er ljóst að hann var ekki síður undir áhrifum gamelan en Debussy. Þó hafa væntanlega fáir gengið eins langt í aðdáun sinni á gamelan eins og kanadíska tónskáldið Colin McPhee, en hann fluttist til Balí og bjó þar í tíu ár. Verkið Tabuh-Tabuhan frá 1936, sem einnig er á efnisskrá tónleikanna, ber þess skýr merki og er auk þess markverður upptaktur að naumhyggju í tónlist sem komst í tísku löngu síðar. Síðast en ekki síst flytur hljómsveitin verkið Wish you were here eftir bandaríkjamanninn Nico Muhly. Hann er klárlega einn áhugaverðasti tónhöfundur vestanhafs nú um stundir og hefur hann unnið að afar fjölbreyttum verkefnum. Auk hefðbundinna tónsmíða hefur hann unnið með listamönnum úr poppheiminum á borð við Anthony Hegarthy, Valgeir Sigurðsson og Björk. Stjórnandi á tónleikunum er James Gaffigan, en einleik - eða tvíleik - í verkum Poulencs og McPhee leika Svíarnir Roland Pöntinen og Love Derwinger. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30 í kvöld en kl. 21 annað kvöld. - vþ
Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti Tónlist Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“