Helena Ólafsdóttir hefur ákveðið að taka sér frí frá þjálfun og hættir því að þjálfa KR í lok leiktíðarinnar.
Helena mun stýra KR gegn Aftureldingu í lokaumferð Landsbankadeildarinnar um helgina og svo gegn Val í úrslitum bikarkeppninnar.
Hún tók við sjálfun KR sumarið 2005 og mun stýra sínum 97. leik með KR í bikarúrslitunum. Hún lék einnig lengi með KR og á að baki 275 leiki með félaginu en hún skoraði í þeim 222 mörk að því er kemur fram á heimasíðu KR.
Hún gerði tveggja ára samning við KR í fyrra en ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningnum nú.
Helena hættir með KR
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
