Glundroðakenning gengur aftur Jón Kaldal skrifar 15. ágúst 2008 00:01 Fyrir réttri viku var því spáð á þessum stað að fjórði meirihlutinn yrði myndaður í borgarstjórn fyrir lok kjörtímabilsins. Að spádómurinn skyldi ganga svo hratt eftir kemur hins vegar nokkuð á óvart. Sjálfstæðismenn hafa ekki enn útskýrt hvað olli því að þeir ákváðu að slíta samstarfinu. Gleymum því ekki að það er aðeins rétt rúmlega vika liðin frá því að borgarfulltrúar flokksins stóðu þétt að baki borgarstjóra í því umdeilda máli að skipta út fulltrúa hans í skipulagsráði. Ekki varð þá betur heyrt af orðum oddvita Sjálfstæðisflokksins, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, en að allt léki í lyndi. Þeir sem fylgst hafa með borgarmálunum vissu betur. Það var aðeins tímaspursmál hvenær syði upp úr. Það verður fróðlegt að heyra hvað gerðist á þessari einu viku. Nýr meirihluti í borgarstjórn er örugglega skásti kosturinn í stöðunni fyrir sjálfstæðismenn í borginni, nú þegar komið er á daginn að málefnasamningurinn var Ólafi mun meira virði en þeim. Það má líka reikna með að nýr meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks verði til þess að ró færist yfir borgarmálin. Það er ekki annað í boði fyrir þessa flokka en að vanda sig sérstaklega það sem eftir lifir kjörtímabils. Fall fyrri meirihluta þeirra var upphafið að farsanum sem borgarbúar hafa þurft að þola undanfarna ellefu mánuði, eða svo. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru greinilega fegnir að sjá á eftir Ólafi úr embætti borgarstjóra. Sama gildir örugglega um mikinn meirihluta borgarbúa. Ólafur er staðfastur hugsjónarmaður og trúr sínum stefnumálum. Það er meira en sagt verður um flesta stjórnmálamenn. Ólafur var hins vegar ekki rétti maðurinn til að gegna starfi borgarstjóra eins og nánast allir aðrir en forystumenn Sjálfstæðisflokksins gerðu sér grein fyrir. Að stofna til samstarfsins við Ólaf var alvarlegur skortur á pólitískri dómgreind. Í málefnasamningi flokkanna kom skýrt fram að sjálfstæðismenn höfðu ýtt til hliðar ýmsum af sínum helstu stefnumálum, enda sagði Ólafur réttilega að samningurinn byggði 70 prósent á stefnu F-lista. En sjálfstæðismenn greiddu ekki aðeins fyrir sæti í meirihlutanum með því að fórna baráttumálum sínum. Hluti af kaupverði þeirra voru mörg hundruð milljón króna kaup á Laugavegi 4 og 6, húsum sem þeir höfðu áður samþykkt að yrðu rifin en Ólafur lagði höfðuáherslu á að fengju að standa áfram. Og sú upphæð var ekki greidd í Valhöll heldur var reikningurinn sendur íbúum Reykjavíkur. Enginn efi er um að ábyrgðarleysið sem Sjálfstæðiflokkurinn hefur sýnt í borgarstjórn mun fylgja flokknum um langa tíð. Glundroðakenningin svokallaða var lengi helsta áróðursvopn Sjálfstæðisflokksins gegn fjölflokkastjórn frá miðju til vinstri, hvort sem það var á landsvísu eða í borginni. Farsælt samstarf R-listans lagði þá kenningu í gröfina. Nú er glundroðakenningin hins vegar risin upp frá dauðum og ofsækir skapara sinn. Hún nær algjörlega utan um hvað getur gerst þegar flokksaginn bilar í stórum flokki og menn hætta að ganga í takt. Glundroði er rétt lýsing á borgarpólitíkinni í boði Sjálfstæðisflokks. Það er ekkert sem segir að sama geti ekki gerst í landsmálunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Fyrir réttri viku var því spáð á þessum stað að fjórði meirihlutinn yrði myndaður í borgarstjórn fyrir lok kjörtímabilsins. Að spádómurinn skyldi ganga svo hratt eftir kemur hins vegar nokkuð á óvart. Sjálfstæðismenn hafa ekki enn útskýrt hvað olli því að þeir ákváðu að slíta samstarfinu. Gleymum því ekki að það er aðeins rétt rúmlega vika liðin frá því að borgarfulltrúar flokksins stóðu þétt að baki borgarstjóra í því umdeilda máli að skipta út fulltrúa hans í skipulagsráði. Ekki varð þá betur heyrt af orðum oddvita Sjálfstæðisflokksins, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, en að allt léki í lyndi. Þeir sem fylgst hafa með borgarmálunum vissu betur. Það var aðeins tímaspursmál hvenær syði upp úr. Það verður fróðlegt að heyra hvað gerðist á þessari einu viku. Nýr meirihluti í borgarstjórn er örugglega skásti kosturinn í stöðunni fyrir sjálfstæðismenn í borginni, nú þegar komið er á daginn að málefnasamningurinn var Ólafi mun meira virði en þeim. Það má líka reikna með að nýr meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks verði til þess að ró færist yfir borgarmálin. Það er ekki annað í boði fyrir þessa flokka en að vanda sig sérstaklega það sem eftir lifir kjörtímabils. Fall fyrri meirihluta þeirra var upphafið að farsanum sem borgarbúar hafa þurft að þola undanfarna ellefu mánuði, eða svo. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru greinilega fegnir að sjá á eftir Ólafi úr embætti borgarstjóra. Sama gildir örugglega um mikinn meirihluta borgarbúa. Ólafur er staðfastur hugsjónarmaður og trúr sínum stefnumálum. Það er meira en sagt verður um flesta stjórnmálamenn. Ólafur var hins vegar ekki rétti maðurinn til að gegna starfi borgarstjóra eins og nánast allir aðrir en forystumenn Sjálfstæðisflokksins gerðu sér grein fyrir. Að stofna til samstarfsins við Ólaf var alvarlegur skortur á pólitískri dómgreind. Í málefnasamningi flokkanna kom skýrt fram að sjálfstæðismenn höfðu ýtt til hliðar ýmsum af sínum helstu stefnumálum, enda sagði Ólafur réttilega að samningurinn byggði 70 prósent á stefnu F-lista. En sjálfstæðismenn greiddu ekki aðeins fyrir sæti í meirihlutanum með því að fórna baráttumálum sínum. Hluti af kaupverði þeirra voru mörg hundruð milljón króna kaup á Laugavegi 4 og 6, húsum sem þeir höfðu áður samþykkt að yrðu rifin en Ólafur lagði höfðuáherslu á að fengju að standa áfram. Og sú upphæð var ekki greidd í Valhöll heldur var reikningurinn sendur íbúum Reykjavíkur. Enginn efi er um að ábyrgðarleysið sem Sjálfstæðiflokkurinn hefur sýnt í borgarstjórn mun fylgja flokknum um langa tíð. Glundroðakenningin svokallaða var lengi helsta áróðursvopn Sjálfstæðisflokksins gegn fjölflokkastjórn frá miðju til vinstri, hvort sem það var á landsvísu eða í borginni. Farsælt samstarf R-listans lagði þá kenningu í gröfina. Nú er glundroðakenningin hins vegar risin upp frá dauðum og ofsækir skapara sinn. Hún nær algjörlega utan um hvað getur gerst þegar flokksaginn bilar í stórum flokki og menn hætta að ganga í takt. Glundroði er rétt lýsing á borgarpólitíkinni í boði Sjálfstæðisflokks. Það er ekkert sem segir að sama geti ekki gerst í landsmálunum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun