Hagþenkir deilir út fé 29. september 2008 05:30 Styrkþegar við móttöku fjárins á fimmtudag. Fréttablaðið/Anton Á fimmtudag var tilkynnt hverjir fengu styrk úr sjóðum Hagþenkis til vinnu og útgáfu hugverka, ritverka og sjónvarpshandrita. Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, veitir árlega starfsstyrki til ritstarfa og til gerðar fræðslu- og heimildarmynda. Árið 2008 var sótt um 41 starfsstyrk til ritstarfa og nam heildarupphæðin sem sótt var um rúmri 21 milljón króna. Til ráðstöfunar voru átta milljónir króna. Úthlutað var styrkjum til átján verkefna. Umsóknir um þrjá styrki til handritagerðar bárust og hlutu þær allar styrk að upphæð 300.000 kr. hver. Í úthlutunarnefnd starfsstyrkja til ritstarfa voru Erlingur Hauksson, Guðni Th. Jóhannesson og Kristín Unnsteinsdóttir. Átta fræðimenn fengu styrki að upphæð 600.000 krónur: Aðalheiður Guðmundsdóttir til rits um dans og danskvæði, Axel Kristinsson vegna rits um útþenslu og samkeppni í Evrópu frá bronsöld, Bjarki Valtýsson vegna rits um íslenska menningarpólitík, Davíð Ólafsson fyrir rit um dagbækur og dagbókarritun, Sigrún María Kristinsdóttir fyrir rit um ættleiðingar, Trausti Ólafsson vegna rits um leiklistarkenningar 19. og 20. aldar og að síðustu Þorgrímur Gestsson vegna rits sem hann kallar „Í kjölfar jarla og konunga - siglt um haf innan". Þrír fengu styrki til handritagerðar fyrir heimildarmyndir, en aðrir styrkþegar sóttu um styrki til fjölbreytilegra verkefna, sögu Nýlistasafnsins, sögu Breiðafjarðarbyggða, íslenskar perlur frá víkingatíð, síðustu verk Halldórs Laxness, byggingar Manfreðs Vilhjálmssonar og líf Ragnars í Smára. Styrkir Hagþenkis duga því höfundum eitthvað á veg við að rannsaka og birta verk um marga mikilsverða þætti í menningu okkar. Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Á fimmtudag var tilkynnt hverjir fengu styrk úr sjóðum Hagþenkis til vinnu og útgáfu hugverka, ritverka og sjónvarpshandrita. Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, veitir árlega starfsstyrki til ritstarfa og til gerðar fræðslu- og heimildarmynda. Árið 2008 var sótt um 41 starfsstyrk til ritstarfa og nam heildarupphæðin sem sótt var um rúmri 21 milljón króna. Til ráðstöfunar voru átta milljónir króna. Úthlutað var styrkjum til átján verkefna. Umsóknir um þrjá styrki til handritagerðar bárust og hlutu þær allar styrk að upphæð 300.000 kr. hver. Í úthlutunarnefnd starfsstyrkja til ritstarfa voru Erlingur Hauksson, Guðni Th. Jóhannesson og Kristín Unnsteinsdóttir. Átta fræðimenn fengu styrki að upphæð 600.000 krónur: Aðalheiður Guðmundsdóttir til rits um dans og danskvæði, Axel Kristinsson vegna rits um útþenslu og samkeppni í Evrópu frá bronsöld, Bjarki Valtýsson vegna rits um íslenska menningarpólitík, Davíð Ólafsson fyrir rit um dagbækur og dagbókarritun, Sigrún María Kristinsdóttir fyrir rit um ættleiðingar, Trausti Ólafsson vegna rits um leiklistarkenningar 19. og 20. aldar og að síðustu Þorgrímur Gestsson vegna rits sem hann kallar „Í kjölfar jarla og konunga - siglt um haf innan". Þrír fengu styrki til handritagerðar fyrir heimildarmyndir, en aðrir styrkþegar sóttu um styrki til fjölbreytilegra verkefna, sögu Nýlistasafnsins, sögu Breiðafjarðarbyggða, íslenskar perlur frá víkingatíð, síðustu verk Halldórs Laxness, byggingar Manfreðs Vilhjálmssonar og líf Ragnars í Smára. Styrkir Hagþenkis duga því höfundum eitthvað á veg við að rannsaka og birta verk um marga mikilsverða þætti í menningu okkar.
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira