Hagþenkir deilir út fé 29. september 2008 05:30 Styrkþegar við móttöku fjárins á fimmtudag. Fréttablaðið/Anton Á fimmtudag var tilkynnt hverjir fengu styrk úr sjóðum Hagþenkis til vinnu og útgáfu hugverka, ritverka og sjónvarpshandrita. Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, veitir árlega starfsstyrki til ritstarfa og til gerðar fræðslu- og heimildarmynda. Árið 2008 var sótt um 41 starfsstyrk til ritstarfa og nam heildarupphæðin sem sótt var um rúmri 21 milljón króna. Til ráðstöfunar voru átta milljónir króna. Úthlutað var styrkjum til átján verkefna. Umsóknir um þrjá styrki til handritagerðar bárust og hlutu þær allar styrk að upphæð 300.000 kr. hver. Í úthlutunarnefnd starfsstyrkja til ritstarfa voru Erlingur Hauksson, Guðni Th. Jóhannesson og Kristín Unnsteinsdóttir. Átta fræðimenn fengu styrki að upphæð 600.000 krónur: Aðalheiður Guðmundsdóttir til rits um dans og danskvæði, Axel Kristinsson vegna rits um útþenslu og samkeppni í Evrópu frá bronsöld, Bjarki Valtýsson vegna rits um íslenska menningarpólitík, Davíð Ólafsson fyrir rit um dagbækur og dagbókarritun, Sigrún María Kristinsdóttir fyrir rit um ættleiðingar, Trausti Ólafsson vegna rits um leiklistarkenningar 19. og 20. aldar og að síðustu Þorgrímur Gestsson vegna rits sem hann kallar „Í kjölfar jarla og konunga - siglt um haf innan". Þrír fengu styrki til handritagerðar fyrir heimildarmyndir, en aðrir styrkþegar sóttu um styrki til fjölbreytilegra verkefna, sögu Nýlistasafnsins, sögu Breiðafjarðarbyggða, íslenskar perlur frá víkingatíð, síðustu verk Halldórs Laxness, byggingar Manfreðs Vilhjálmssonar og líf Ragnars í Smára. Styrkir Hagþenkis duga því höfundum eitthvað á veg við að rannsaka og birta verk um marga mikilsverða þætti í menningu okkar. Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Á fimmtudag var tilkynnt hverjir fengu styrk úr sjóðum Hagþenkis til vinnu og útgáfu hugverka, ritverka og sjónvarpshandrita. Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, veitir árlega starfsstyrki til ritstarfa og til gerðar fræðslu- og heimildarmynda. Árið 2008 var sótt um 41 starfsstyrk til ritstarfa og nam heildarupphæðin sem sótt var um rúmri 21 milljón króna. Til ráðstöfunar voru átta milljónir króna. Úthlutað var styrkjum til átján verkefna. Umsóknir um þrjá styrki til handritagerðar bárust og hlutu þær allar styrk að upphæð 300.000 kr. hver. Í úthlutunarnefnd starfsstyrkja til ritstarfa voru Erlingur Hauksson, Guðni Th. Jóhannesson og Kristín Unnsteinsdóttir. Átta fræðimenn fengu styrki að upphæð 600.000 krónur: Aðalheiður Guðmundsdóttir til rits um dans og danskvæði, Axel Kristinsson vegna rits um útþenslu og samkeppni í Evrópu frá bronsöld, Bjarki Valtýsson vegna rits um íslenska menningarpólitík, Davíð Ólafsson fyrir rit um dagbækur og dagbókarritun, Sigrún María Kristinsdóttir fyrir rit um ættleiðingar, Trausti Ólafsson vegna rits um leiklistarkenningar 19. og 20. aldar og að síðustu Þorgrímur Gestsson vegna rits sem hann kallar „Í kjölfar jarla og konunga - siglt um haf innan". Þrír fengu styrki til handritagerðar fyrir heimildarmyndir, en aðrir styrkþegar sóttu um styrki til fjölbreytilegra verkefna, sögu Nýlistasafnsins, sögu Breiðafjarðarbyggða, íslenskar perlur frá víkingatíð, síðustu verk Halldórs Laxness, byggingar Manfreðs Vilhjálmssonar og líf Ragnars í Smára. Styrkir Hagþenkis duga því höfundum eitthvað á veg við að rannsaka og birta verk um marga mikilsverða þætti í menningu okkar.
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira