Vel heppnað hliðarspor 31. júlí 2008 05:15 Á morgun hefur að geyma nýjar útgáfur Megasar og hljómsveitarinnar Senuþjófanna á sextán gömlum lögum, tólf þeirra eru íslensk, en fjögur erlend við íslenska texta. Lagavalið er fjölbreytt, en lögin eiga það sameiginlegt að Megas ólst upp með þeim og hefur á þeim dálæti. Þarna eru m.a. lög við texta eftir Hannes Hafstein og Halldór Laxness og sígild dægurlög, flest frá sjötta áratugnum. Eins og við er að búast eiga þessi lög það líka flest sameiginlegt að textarnir eru góðir. Flest lögin hljóma kunnuglega. Þarna eru m.a. Hagavagninn, Litla stúlkan, Brúnaljósin brúnu, Á morgun, Játning, Æskuminning, Manstu gamla daga, Selja litla og Stína, ó Stína og svo kvöldvökuslagarar eins og Þórsmerkurljóð og Þórður kakali. Senuþjófarnir er mjög öflug hljómsveit og meðlimir hennar fara létt með að flytja þessi gömlu lög og ljá þeim karakter með mismunandi hljóðfærasamsetningu og útsetningum. Megas fer mislangt frá upprunalegu útgáfum laganna. Sumum þeirra breytir hann talsvert, en önnur eru mjög lík frumgerðunum. Hljómurinn er samt að sjálfsögðu annar og svo er sérstaklega gaman að hlusta eftir því hvernig Megas syngur lögin. Í sumum þeirra skælir hann röddina eins og honum einum er lagið, t.d. í Þórsmerkurljóði, Þórði kakala og Þegar hnígur húm að þorra sem öll eru á meðal minna uppáhaldslaga á plötunni. Önnur umgengst hann af meiri nærgætni, t.d. Játningu og Hvert örstutt spor. Platan staðfestir það sem lengi hefur verið vitað: Megas er frábær söngvari. Á morgun verður að teljast vel heppnuð. Hún er full af flottum lögum og textum, vel fluttum og útsetningar eru nógu fjölbreyttar til að platan renni vel í gegn. Þetta er allt mjög smekklega gert, næstum því of smekklega á köflum og persónulega hefði ég alveg verið til í aðeins meiri stæla og vesen, en ég virði samt þann ásetning Megasar að vera lögunum trúr. Á morgun er önnur plata Megasar með tökulögum. Sú fyrri var barnaplatan Nú er ég klæddur og kominn á ról sem kom út fyrir þrjátíu árum. Sú plata var stórmerkileg fyrir flott konsept og nýstárlegar og djarfar útsetningar. Við hlið hennar virkar Á morgun léttvæg. Hún er samt skemmtileg og góð viðbót við glæsilegan katalóg Megasar. Fínt hliðarspor sem á víst sæti í spilaranum á meðan maður bíður eftir næstu alvöru Megasarplötu. -Trausti Júlíusson Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Á morgun hefur að geyma nýjar útgáfur Megasar og hljómsveitarinnar Senuþjófanna á sextán gömlum lögum, tólf þeirra eru íslensk, en fjögur erlend við íslenska texta. Lagavalið er fjölbreytt, en lögin eiga það sameiginlegt að Megas ólst upp með þeim og hefur á þeim dálæti. Þarna eru m.a. lög við texta eftir Hannes Hafstein og Halldór Laxness og sígild dægurlög, flest frá sjötta áratugnum. Eins og við er að búast eiga þessi lög það líka flest sameiginlegt að textarnir eru góðir. Flest lögin hljóma kunnuglega. Þarna eru m.a. Hagavagninn, Litla stúlkan, Brúnaljósin brúnu, Á morgun, Játning, Æskuminning, Manstu gamla daga, Selja litla og Stína, ó Stína og svo kvöldvökuslagarar eins og Þórsmerkurljóð og Þórður kakali. Senuþjófarnir er mjög öflug hljómsveit og meðlimir hennar fara létt með að flytja þessi gömlu lög og ljá þeim karakter með mismunandi hljóðfærasamsetningu og útsetningum. Megas fer mislangt frá upprunalegu útgáfum laganna. Sumum þeirra breytir hann talsvert, en önnur eru mjög lík frumgerðunum. Hljómurinn er samt að sjálfsögðu annar og svo er sérstaklega gaman að hlusta eftir því hvernig Megas syngur lögin. Í sumum þeirra skælir hann röddina eins og honum einum er lagið, t.d. í Þórsmerkurljóði, Þórði kakala og Þegar hnígur húm að þorra sem öll eru á meðal minna uppáhaldslaga á plötunni. Önnur umgengst hann af meiri nærgætni, t.d. Játningu og Hvert örstutt spor. Platan staðfestir það sem lengi hefur verið vitað: Megas er frábær söngvari. Á morgun verður að teljast vel heppnuð. Hún er full af flottum lögum og textum, vel fluttum og útsetningar eru nógu fjölbreyttar til að platan renni vel í gegn. Þetta er allt mjög smekklega gert, næstum því of smekklega á köflum og persónulega hefði ég alveg verið til í aðeins meiri stæla og vesen, en ég virði samt þann ásetning Megasar að vera lögunum trúr. Á morgun er önnur plata Megasar með tökulögum. Sú fyrri var barnaplatan Nú er ég klæddur og kominn á ról sem kom út fyrir þrjátíu árum. Sú plata var stórmerkileg fyrir flott konsept og nýstárlegar og djarfar útsetningar. Við hlið hennar virkar Á morgun léttvæg. Hún er samt skemmtileg og góð viðbót við glæsilegan katalóg Megasar. Fínt hliðarspor sem á víst sæti í spilaranum á meðan maður bíður eftir næstu alvöru Megasarplötu. -Trausti Júlíusson
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira