Brandon Flowers, söngvari hljómsveitarinnar The Killers, rakaði nýlega af sér yfirvaraskeggið sem hann hefur skartað síðustu ár. Ástæðuna segir hann vera að mottan hafi ekki samræmst nýrri stefnu sveitarinnar.
„Ég ákvað að sá sem syngi þessi lög gæti ekki verið með yfirvaraskegg," segir söngvarinn. The Killers gáfu nýlega út plötuna Day & Age sem þykir poppaðri en fyrri verk sveitarinnar.
Við upptökurnar nutu þeir liðsinnis Stuarts Price sem unnið hefur mikið með Madonnu.