Mikilvæg opnun Þorsteinn Pálsson skrifar 15. júlí 2008 06:00 Í síðustu viku birti greiningardeild Kaupþings það álit sitt að gengi krónunnar hefði styrkst á undangengnum tveimur vikum fyrir þá sök að vaxtamunarviðskipti hafi orðið möguleg á ný. Sú sæla varð þó heldur skammvinn. Almennt er það góðs viti þegar gjaldmiðill styrkist. En eigi styrkingin ekki rætur í verðmætasköpun getur hún verið dæmi um sjúkdómseinkenni. Það voru slík viðskipti sem færðu íslensku krónuna í hæstu hæðir. Með því að nauðsynlegur hagvöxtur stóð ekki að baki var fallið síðan óumflýjanlegt. Eina leið Seðlabankans til þess að slá á verðbólgu er að koma áhættuviðskiptum af þessu tagi af stað á ný. Takist það veikist útflutningsstarfsemin, sem hefur styrkst að undanförnu. Síðan springur blaðran og gengið fellur aftur. Þetta er sá vítahringur sem óhjákvæmilega blasir við að óbreyttri peningastefnu á opnum alþjóðamarkaði með fjármagn. Þennan vítahring þarf að rjúfa. Það verður ekki gert nema með grundvallar kerfisbreytingu. Flestir eru á einu máli um að evran sé eini raunhæfi kosturinn í þeim efnum. Aðild að sameiginlegri mynt með mörgum þjóðum fylgja vitaskuld bæði kostir og gallar. En sá kaldi veruleiki blasir við að ósamkeppnishæf mynt dæmir okkur til að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Forsætisráðherra hélt því fram fyrir nokkrum mánuðum með skynsamlegum rökum að valið í þessu efni stæði á milli krónunnar eða fullrar aðildar að Evrópusambandinu og þar með Evrópska myntbandalaginu. Þó að þessu mati hafi ekki verið hnekkt þarf það ekki að útiloka að aðrir kostir séu skoðaðir. Á iðnþingi í vor sem leið ræddi Illugi Gunnarsson, annar af tveimur formönnum í Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar, þann möguleika að EES-löndin gætu á grundvelli þeirrar aðildar leitað eftir formlegri aðild að Evrópska myntbandalaginu sem óneitanlega er annar hluti af sameiginlega markaðnum. Áður hafði núverandi varaformaður Framsóknarflokksins opnað álíka umræðu. Þórlindur Kjartansson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, ítrekaði svipaðar hugmyndir í Evrópugreinaflokki Fréttablaðsins um helgina, en þær höfðu áður komið fram innan þeirra raða. Dómsmálaráðherra reifaði svo einnig á sama tímapunkti slíka kosti. Orð ráðherrans hafa eðlilega vakið mesta athygli þó að þau séu ekki ný af nálinni. Fyrir rúmu ári skilaði Evrópunefnd þáverandi ríkisstjórnar undir forystu dómsmálaráðherra áliti um stöðu Íslands í Evrópu. Helstu pólitísku tíðindin við útkomu þeirrar skýrslu fólust í formlegu bandalagi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs með undirritun sameiginlegrar bókunar um afstöðu flokkanna til þessa stærsta álitaefnis í utanríkispólitík samtímans. Yfirlýsing dómsmálaráðherra nú hefur að sama skapi verulegt pólitísk gildi. Hún verður ekki skilin á annan veg en að bandalagið við VG sé úr sögunni. Það opnar fyrir frekari þróun þessarar umræðu. Jónas Haralz og Einar Benediktsson hafa nýverið fært fram sterk rök fyrir því að það verði gert í víðtækara samhengi en lýtur að efnahags- og peningaumræðunni. Hvað sem öðru líður er mikilvægt að allar ákvarðanir í þessum efnum séu vel undirbúnar með skýrum tímasettum markmiðum. Brýnast er að eyða óvissu um þá möguleika sem eru í stöðunni. Þjóðarbúskapurinn þolir hana ekki til lengdar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun
Í síðustu viku birti greiningardeild Kaupþings það álit sitt að gengi krónunnar hefði styrkst á undangengnum tveimur vikum fyrir þá sök að vaxtamunarviðskipti hafi orðið möguleg á ný. Sú sæla varð þó heldur skammvinn. Almennt er það góðs viti þegar gjaldmiðill styrkist. En eigi styrkingin ekki rætur í verðmætasköpun getur hún verið dæmi um sjúkdómseinkenni. Það voru slík viðskipti sem færðu íslensku krónuna í hæstu hæðir. Með því að nauðsynlegur hagvöxtur stóð ekki að baki var fallið síðan óumflýjanlegt. Eina leið Seðlabankans til þess að slá á verðbólgu er að koma áhættuviðskiptum af þessu tagi af stað á ný. Takist það veikist útflutningsstarfsemin, sem hefur styrkst að undanförnu. Síðan springur blaðran og gengið fellur aftur. Þetta er sá vítahringur sem óhjákvæmilega blasir við að óbreyttri peningastefnu á opnum alþjóðamarkaði með fjármagn. Þennan vítahring þarf að rjúfa. Það verður ekki gert nema með grundvallar kerfisbreytingu. Flestir eru á einu máli um að evran sé eini raunhæfi kosturinn í þeim efnum. Aðild að sameiginlegri mynt með mörgum þjóðum fylgja vitaskuld bæði kostir og gallar. En sá kaldi veruleiki blasir við að ósamkeppnishæf mynt dæmir okkur til að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Forsætisráðherra hélt því fram fyrir nokkrum mánuðum með skynsamlegum rökum að valið í þessu efni stæði á milli krónunnar eða fullrar aðildar að Evrópusambandinu og þar með Evrópska myntbandalaginu. Þó að þessu mati hafi ekki verið hnekkt þarf það ekki að útiloka að aðrir kostir séu skoðaðir. Á iðnþingi í vor sem leið ræddi Illugi Gunnarsson, annar af tveimur formönnum í Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar, þann möguleika að EES-löndin gætu á grundvelli þeirrar aðildar leitað eftir formlegri aðild að Evrópska myntbandalaginu sem óneitanlega er annar hluti af sameiginlega markaðnum. Áður hafði núverandi varaformaður Framsóknarflokksins opnað álíka umræðu. Þórlindur Kjartansson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, ítrekaði svipaðar hugmyndir í Evrópugreinaflokki Fréttablaðsins um helgina, en þær höfðu áður komið fram innan þeirra raða. Dómsmálaráðherra reifaði svo einnig á sama tímapunkti slíka kosti. Orð ráðherrans hafa eðlilega vakið mesta athygli þó að þau séu ekki ný af nálinni. Fyrir rúmu ári skilaði Evrópunefnd þáverandi ríkisstjórnar undir forystu dómsmálaráðherra áliti um stöðu Íslands í Evrópu. Helstu pólitísku tíðindin við útkomu þeirrar skýrslu fólust í formlegu bandalagi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs með undirritun sameiginlegrar bókunar um afstöðu flokkanna til þessa stærsta álitaefnis í utanríkispólitík samtímans. Yfirlýsing dómsmálaráðherra nú hefur að sama skapi verulegt pólitísk gildi. Hún verður ekki skilin á annan veg en að bandalagið við VG sé úr sögunni. Það opnar fyrir frekari þróun þessarar umræðu. Jónas Haralz og Einar Benediktsson hafa nýverið fært fram sterk rök fyrir því að það verði gert í víðtækara samhengi en lýtur að efnahags- og peningaumræðunni. Hvað sem öðru líður er mikilvægt að allar ákvarðanir í þessum efnum séu vel undirbúnar með skýrum tímasettum markmiðum. Brýnast er að eyða óvissu um þá möguleika sem eru í stöðunni. Þjóðarbúskapurinn þolir hana ekki til lengdar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun