Lög og siðræn gildi Þorsteinn Pálsson skrifar 4. febrúar 2008 08:00 Lagareglur þurfa stoð í siðrænum gildum. Án slíkra tengsla milli settra lagareglna og almennt viðurkenndra siðferðilegra viðhorfa er hætt við að lagareglurnar þyki einfaldlega óréttlátar eða reynist illframkvæmanlegar. Að sama skapi getur verið varhugavert að brjóta niður siðræn gildi sem mótast hafa á grundvelli reynslu og eru þannig forsenda eðlilegra og frjálsra samskipta manna. Siðgæðisvitundin virkar í samfélaginu með svipuðum hætti og ónæmiskerfið í líkamanum. Hún er í ýmsu tilliti vörn gegn margvíslegum félagslegum meinsemdum. Þetta eru kunn sannindi. En stundum er ástæða til að rifja þau upp. Það er gert hér í tilefni af áhugaverðu frumvarpi sem fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa flutt. Það er einfalt í sniðum og felur í sér að fella niður undanþáguheimild til nektarsýninga í atvinnuskyni á veitingastöðum. Í röksemdafærslu með frumvarpinu segir að því sé ætlað að efla almenna siðgæðisvitund og meðvitund um siðræn gildi í samfélaginu. Fyrir um það bil fjórum áratugum gerði ungt fólk uppreisn gegn hefðum og ýmsum ríkjandi gildum samfélagsins. Ýmsir reyndu að spyrna á móti. En allt kom fyrir ekki. Fjölmörg vígi kristilegs siðgæðis og borgaralegra gilda eins og þau voru gjarnan kölluð voru ýmist hefluð til eða spænd upp með öllu. Margt sem af þessu umróti spratt fól í sér nýja hugsun og framfarir. En sumt slævði gilda siðgæðisvitund og veikti um leið ónæmiskerfið í samfélagi þjóðanna. Kynlífsbyltingin var eitt þeirra fyrirbrigða sem telja má til ávaxta þessara breytinga. Sumir ávextir hennar voru sætir, aðrir beiskir. Hún opnaði smám saman nýjar gáttir fyrir þá sem sáu tækifæri til margvíslegrar afbrotastarfsemi á því sviði. Slík starfsemi var síður en svo óþekkt en færðist í aukana. Þjóðir heims standa nú andspænis þeirri staðreynd að skipulagt vændi og mansal eru alþjóðlegar meinsemdir sem ógna siðmenningu þeirra. Og Ísland er ekki eyland í þessu tilliti fremur en öðru. Vandi stjórnmálamanna er í því fólginn að afbrotastarfsemi á þessu sviði er á snertifleti við heiðarlega atvinnustarfsemi. Einmitt við slíkar aðstæður verða óskýrar og veikar siðgæðiskröfur skálkaskjól afbrotamanna. Uppreisnin gegn borgaralegum gildum á sínum tíma leiddi einmitt til þess að færri siðferðisstoðir stóðu eftir sem áður þóttu eðlileg takmörkun á athafnafrelsi. Margir þeirra sem með skynsamlegum rökum standa vörð um athafnafrelsið í dag eiga þar af leiðandi erfitt með að skilja rökin að baki frumvarpi eins og því sem hér er gert að umtalsefni. Markaðurinn ræður yfir bestu tiltæku tækjum til að mæla hagkvæmni og arðsemi í viðskiptum. Allar athafnir manna lúta á hinn bóginn einhverjum siðrænum viðmiðunum. En í því efni gilda ekki mælikvarðar heldur mat. Fyrir þá sök er skýr siðgæðisvitund nauðsynleg í hverju mannlegu samfélagi. Skírskotun til siðferðilegra viðmiða og siðgæðisvitundar eru forsendur þeirrar lagareglu sem þingmennirnir vilja gera undanþágulausa. Vel má vera að sú skírskotun sé til marks um að fjörutíu ára gömul uppreisn sé að leita jafnvægis á ný. Hér verður ekki lagður dómur á hversu virk tillagan í frumvarpinu er. En hitt er ljóst að henni er ætlað að styrkja stöðu þeirra sem eru fórnarlömb óþolandi ofbeldis. Frumvarpið er reist á gildum siðferðilegum hugmyndum og verðskuldar því málefnalega íhugun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun
Lagareglur þurfa stoð í siðrænum gildum. Án slíkra tengsla milli settra lagareglna og almennt viðurkenndra siðferðilegra viðhorfa er hætt við að lagareglurnar þyki einfaldlega óréttlátar eða reynist illframkvæmanlegar. Að sama skapi getur verið varhugavert að brjóta niður siðræn gildi sem mótast hafa á grundvelli reynslu og eru þannig forsenda eðlilegra og frjálsra samskipta manna. Siðgæðisvitundin virkar í samfélaginu með svipuðum hætti og ónæmiskerfið í líkamanum. Hún er í ýmsu tilliti vörn gegn margvíslegum félagslegum meinsemdum. Þetta eru kunn sannindi. En stundum er ástæða til að rifja þau upp. Það er gert hér í tilefni af áhugaverðu frumvarpi sem fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa flutt. Það er einfalt í sniðum og felur í sér að fella niður undanþáguheimild til nektarsýninga í atvinnuskyni á veitingastöðum. Í röksemdafærslu með frumvarpinu segir að því sé ætlað að efla almenna siðgæðisvitund og meðvitund um siðræn gildi í samfélaginu. Fyrir um það bil fjórum áratugum gerði ungt fólk uppreisn gegn hefðum og ýmsum ríkjandi gildum samfélagsins. Ýmsir reyndu að spyrna á móti. En allt kom fyrir ekki. Fjölmörg vígi kristilegs siðgæðis og borgaralegra gilda eins og þau voru gjarnan kölluð voru ýmist hefluð til eða spænd upp með öllu. Margt sem af þessu umróti spratt fól í sér nýja hugsun og framfarir. En sumt slævði gilda siðgæðisvitund og veikti um leið ónæmiskerfið í samfélagi þjóðanna. Kynlífsbyltingin var eitt þeirra fyrirbrigða sem telja má til ávaxta þessara breytinga. Sumir ávextir hennar voru sætir, aðrir beiskir. Hún opnaði smám saman nýjar gáttir fyrir þá sem sáu tækifæri til margvíslegrar afbrotastarfsemi á því sviði. Slík starfsemi var síður en svo óþekkt en færðist í aukana. Þjóðir heims standa nú andspænis þeirri staðreynd að skipulagt vændi og mansal eru alþjóðlegar meinsemdir sem ógna siðmenningu þeirra. Og Ísland er ekki eyland í þessu tilliti fremur en öðru. Vandi stjórnmálamanna er í því fólginn að afbrotastarfsemi á þessu sviði er á snertifleti við heiðarlega atvinnustarfsemi. Einmitt við slíkar aðstæður verða óskýrar og veikar siðgæðiskröfur skálkaskjól afbrotamanna. Uppreisnin gegn borgaralegum gildum á sínum tíma leiddi einmitt til þess að færri siðferðisstoðir stóðu eftir sem áður þóttu eðlileg takmörkun á athafnafrelsi. Margir þeirra sem með skynsamlegum rökum standa vörð um athafnafrelsið í dag eiga þar af leiðandi erfitt með að skilja rökin að baki frumvarpi eins og því sem hér er gert að umtalsefni. Markaðurinn ræður yfir bestu tiltæku tækjum til að mæla hagkvæmni og arðsemi í viðskiptum. Allar athafnir manna lúta á hinn bóginn einhverjum siðrænum viðmiðunum. En í því efni gilda ekki mælikvarðar heldur mat. Fyrir þá sök er skýr siðgæðisvitund nauðsynleg í hverju mannlegu samfélagi. Skírskotun til siðferðilegra viðmiða og siðgæðisvitundar eru forsendur þeirrar lagareglu sem þingmennirnir vilja gera undanþágulausa. Vel má vera að sú skírskotun sé til marks um að fjörutíu ára gömul uppreisn sé að leita jafnvægis á ný. Hér verður ekki lagður dómur á hversu virk tillagan í frumvarpinu er. En hitt er ljóst að henni er ætlað að styrkja stöðu þeirra sem eru fórnarlömb óþolandi ofbeldis. Frumvarpið er reist á gildum siðferðilegum hugmyndum og verðskuldar því málefnalega íhugun.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun