Geir tekur ekki við landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2008 15:36 Geir Sveinsson tekur ekki við íslenska landsliðinu í handbolta. Nordic Photos / Getty Images Geir Sveinsson tekur ekki við landsliðinu í handbolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag. Geir hefur átt í viðræðum við HSÍ í tæpa viku eftir að ljóst varð að Dagur Sigurðsson myndi ekki taka við landsliðinu. Aron Kristjánsson hefur einnig verið orðaður við landsliðið en ekki hefur náðst í hann síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Eftir að hafa legið yfir þessu máli í fjóra daga og skoðað málið frá öllum hliðum hef ég ákveðið að taka ekki að mér starfið af persónulegum ástæðum," sagði Geir í samtali við Vísi. „Ég er farinn inn á allt aðrar brautir í mínu lífi og snerist þessi ákvörðun að miklu leyti um hvort ég ætti að snúa mér aftur að handboltanum eða ekki. Það ásamt öðrum persónulegum ástæðum, vegna fjölskyldu og þess háttar, gerir það að verkum að ég treysti mér ekki í þetta." „Ef forsendur hefðu verið aðrar hefði ég sjálfsagt tekið þessu. Það eru spennandi tímar framundan, bæði hvað varðar Ólympíuleika og heimsmeistaramóti." Hann segist nú vera hættur afskiptum af handbolta. „Já, þess konar afskiptum eins og þetta starf snýst um. Ég efast um að ég muni nokkurn tímann taka upp þennan þráð á nýjan leik. Þess vegna tók ég mér þennan tíma til að íhuga málið því ef ég vildi koma mér út í þjálfun fengi ég ekki betra tækifæri en að þjálfa íslenska landsliðið. Nú er ég kominn á aðra braut og ég vissi að með því að afþakka þetta væri ég búinn að loka síðustu hurðinni." Geir segir að HSÍ hefði boðið sér starfið á fimmtudaginn í síðustu viku, skömmu eftir að Dagur hafi hafnað boði HSÍ um að taka að sér starf landsliðsþjálfara. Þar áður hafnaði Svíinn Magnus Andersson starfinu. „Ég get haft áhyggjur af því að HSÍ hafi fengið þrjár neitanir í röð. Ég verð fyrst og fremst að hugsa um mína fjölskyldu. Ég hef þó alltaf borið hag handboltans fyrir brjósti og verið tilbúinn að gera mikið fyrir íþróttina. Ég hef til dæmis unnið heilmikið fyrir Val í gegnum tíðina." Aðspurður um hvort hann sé bitur í dag vegna þess að honum hafi ekki verið boðið starfið þegar Viggó Sigurðsson var ráðinn segir Geir svo alls ekki vera. „Fólk tekur bara sínar ákvarðanir út frá sínum forsendum. Ég hef hins vegar sagt við Gúnda (Guðmund Á. Ingvarsson, formann HSÍ), með fullri virðingu fyrir Viggó, að í þeirri stöðu hafi hann valið næstbesta kostinn." „Vissulega rennur manni blóðið til skyldunnar en það eru ákveðnar ástæður fyrir því að þetta varð lendingin." Innlendar Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Geir Sveinsson tekur ekki við landsliðinu í handbolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag. Geir hefur átt í viðræðum við HSÍ í tæpa viku eftir að ljóst varð að Dagur Sigurðsson myndi ekki taka við landsliðinu. Aron Kristjánsson hefur einnig verið orðaður við landsliðið en ekki hefur náðst í hann síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Eftir að hafa legið yfir þessu máli í fjóra daga og skoðað málið frá öllum hliðum hef ég ákveðið að taka ekki að mér starfið af persónulegum ástæðum," sagði Geir í samtali við Vísi. „Ég er farinn inn á allt aðrar brautir í mínu lífi og snerist þessi ákvörðun að miklu leyti um hvort ég ætti að snúa mér aftur að handboltanum eða ekki. Það ásamt öðrum persónulegum ástæðum, vegna fjölskyldu og þess háttar, gerir það að verkum að ég treysti mér ekki í þetta." „Ef forsendur hefðu verið aðrar hefði ég sjálfsagt tekið þessu. Það eru spennandi tímar framundan, bæði hvað varðar Ólympíuleika og heimsmeistaramóti." Hann segist nú vera hættur afskiptum af handbolta. „Já, þess konar afskiptum eins og þetta starf snýst um. Ég efast um að ég muni nokkurn tímann taka upp þennan þráð á nýjan leik. Þess vegna tók ég mér þennan tíma til að íhuga málið því ef ég vildi koma mér út í þjálfun fengi ég ekki betra tækifæri en að þjálfa íslenska landsliðið. Nú er ég kominn á aðra braut og ég vissi að með því að afþakka þetta væri ég búinn að loka síðustu hurðinni." Geir segir að HSÍ hefði boðið sér starfið á fimmtudaginn í síðustu viku, skömmu eftir að Dagur hafi hafnað boði HSÍ um að taka að sér starf landsliðsþjálfara. Þar áður hafnaði Svíinn Magnus Andersson starfinu. „Ég get haft áhyggjur af því að HSÍ hafi fengið þrjár neitanir í röð. Ég verð fyrst og fremst að hugsa um mína fjölskyldu. Ég hef þó alltaf borið hag handboltans fyrir brjósti og verið tilbúinn að gera mikið fyrir íþróttina. Ég hef til dæmis unnið heilmikið fyrir Val í gegnum tíðina." Aðspurður um hvort hann sé bitur í dag vegna þess að honum hafi ekki verið boðið starfið þegar Viggó Sigurðsson var ráðinn segir Geir svo alls ekki vera. „Fólk tekur bara sínar ákvarðanir út frá sínum forsendum. Ég hef hins vegar sagt við Gúnda (Guðmund Á. Ingvarsson, formann HSÍ), með fullri virðingu fyrir Viggó, að í þeirri stöðu hafi hann valið næstbesta kostinn." „Vissulega rennur manni blóðið til skyldunnar en það eru ákveðnar ástæður fyrir því að þetta varð lendingin."
Innlendar Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða