Bandaríkjamaðurinn Sean O'Hair vann sigur á PODS-meistaramótinu í golfi á Flórída sem lauk í gær. Þetta er í annað sinn á ferli hans sem hann vinnur PGA mót.
O'Hair vann með tveggja högga mun á mótinu og varð fyrir vikið hástökkvari vikunnar á heimslistanum. Hann fór upp um 31 sæti og er hann nú í 35. sæti listans.
50 efstu á listanum öðlast þátttökurétt á Masters mótinu sem fram fer í næsta mánuði.
Tiger Woods er sem fyrr með örugga forystu á listanum.
Efstu fimm á heimslistanum:
1. Tiger Woods
2. Phil Mickelson
3. Ernie Els
4. Steve Stricker
5. K.J. Choi