Stöð 2 Sport mun hefja beina útsendingu frá CA-mótinu í heimsmótaröðinni í golfi klukkan 12.30 þar sem frestaður lokahringur mótsins verður í beinni útsendingu.
Ástralinn Geoff Ogilby er enn með forystu á mótinu en hann hefur spilað á sautján höggum undir pari samtals.
Augu flestra beinast þó að Tiger Woods sem er fimm höggum á eftir Ogilvy og á aðeins sjö holur eftir. Hann er á tólf höggum undir pari og lék fyrstu ellefu holurnar í gær á aðeins einu höggi undir pari.
Það stefnir því í fyrsta tap hans á árinu en það ætti hins vegar aldrei að afskrifa Tiger.
Jim Furyk er í öðru sæti á fimmtán undir, rétt eins og Vijay Singh. Retief Goosen og Graeme Storm eru á fjórtán undir pari.