Ísland vann Slóvakíu 2-1 Elvar Geir Magnússon skrifar 26. mars 2008 20:45 Ólafur Jóhannesson. Vináttulandsleik Slóvakíu og Íslands er lokið. Ísland vann góðan 2-1 sigur ytra með mörkum frá Gunnari Heiðari Þorvaldssyni og Eiði Smára Guðjohnsen. Ísland átti ekki skot að marki í fyrri hálfleik en í þeim síðari færðist liðið framar á völlinn. Á 71. mínútu skoraði Gunnar Heiðar en hann kom inn sem varamaður. Eiður kom Íslandi tveimur mörkum yfir á 82. mínútu en heimamenn minnkuðu muninn fimm mínútum síðar. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá hana hér að neðan:21:11 Leik lokið: Slóvakía 1-2 Ísland 21:11 Tryggvi Guðmundsson inn fyrir Emil þegar 92 mínútur eru á klukkunni. 21:10 Skrtel skallar yfir úr fínu færi í uppbótartíma. Þarna hefðu Slóvakar getað jafnað. 21:08 Veigar Páll Gunnarsson kemur inn fyrir Eið Smára á 90. mínútu. Veigar að spila sinn nítjánda landsleik. 21:05 MARK Slóvakía 1-2 Ísland Marek Mintal minnkar muninn með hörkuskoti við vítateigslínuna á 87. mínútu. 21:00 MARK Slóvakía 0-2 Ísland Eiður Smári kemur Íslandi í 2-0. Ekki hans flottasta mark. Ísland fékk hornspyrnu og eftir vandræðagang í vörn heimamanna datt boltinn fyrir Eið sem kom boltanum í netið. 20:56 Slóvakar hafa fengið nokkur góð færi til að jafna metin sem ekki hafa nýst. Rúmar tíu mínútur til leiksloka. 20:50 MARK Slóvakía 0-1 Ísland Varamaðurinn Gunnar Heiðar kemur Íslandi yfir. Bjarni Ólafur Eiríksson átti fyrirgjöf frá vinstri. Gunnar var í teignum og hamraði boltann glæsilega í netið, óverjandi fyrir markvörð Slóvaka 20:48 Heimamenn nálægt því að brjóta ísinn. Áttu gott skot sem Kjartan varði í horn. Eftir hornspyrnuna kom síðan skalli naumlega framhjá. 20:45 Skipting á 66. mínútu. Atli Sveinn Þórarinsson kemur inn fyrir Grétar Rafn. Ragnar færist þar með í hægri bakvörðinn en Atli fer í miðvörðinn. „Seinni hálfleikurinn hefur verið mun betri hjá íslenska liðinu. Við sækjum meira, höldum boltanum betur og erum klókari," segir Bjarni Jóhannsson. 20:42 Fyrsta skipting íslenska liðsins á 64. mínútu. Theodór Elmar fer af velli en í stað hans kemur Gunnar Heiðar Þorvaldsson. 20:40 Slóvakar fengu mjög gott færi en Kjartan Sturluson varði virkilega vel í horn. Kjartan hefur nú haldið marki íslenska landsliðsins hreinu í 315 mínútur. 20:37 Ólafur Ingi fær fyrsta gula spjald leiksins fyrir harða tæklingu. 20:34 Fyrsta skot Íslands kemur á 55. mínútu. Brotið var á Eiði Smári, sem hefur varla verið sjáanlegur í leiknum, og dæmd aukaspyrna. Emil skaut úr spyrnunni en boltinn yfir markið og engin hætta. 20:31 Ísland fékk sína fyrstu hornspyrnu en markvörður heimamanna varði fyrirgjöfina auðveldlega. 20:27 Seinni hálfleikur er hafinn og íslenska liðið náði að bjarga á línu eftir aðeins þriggja mínútna leik. Það er ofankoma og kuldalegt í Slóvakíu. Engar breytingar voru gerðar á íslenska liðinu í hálfleiknum. „Heilt yfir hefur Aron Einar verið okkar besti maður. Vonandi heldur hann áfram að þroskast og þróast í rétta átt. Maður sér það strax að þarna er leikmaður sem við getum byggt eitthvað kringum," segir Ólafur Þórðarson, gestur í myndveri Stöðvar 2 Sport. 20:12 Ísland átti ekki skot að marki í fyrri hálfleiknum en vonandi breytist það í seinni hálfleik. Leikur íslenska liðsins batnaði eftir því sem á hálfleikinn leið. 20:07 Hálfleikur - Staðan markalaus. 20:01 Slóvakar með skalla í stöng á 40. mínútu. Léleg dekkning hjá íslenska liðinu sem slapp þarna með skrekkinn. 19:51 Marek Sapara með fínt skot úr aukaspyrnu af talsverðu færi. Kjartan Sturluson tók enga áhættu og varði boltann vel í horn. „Ég held að við getum verið mjög sáttir við spilamennskuna. Við fengum á okkur færi á fyrstu tíu mínútunum en síðan höfum við verið að spila þetta vel. Við eigum reyndar enn eftir að eiga almennilegt skot á markið en það kemur með þolinmæðinni," segir Bjarni Jóhannsson sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport. 19:42 Slóvakar hika ekki við að skjóta af löngum færum. Áttu skot rétt framhjá rétt áðan og svo skot rétt yfir.19:37 Heimamenn verið mun líklegri fyrsta stundarfjórðunginn og nóg að gera hjá varnarmönnum íslenska liðsins. 19:32 Slóvakar hættulegir. Ragnar Sigurðsson gerði slæm mistök í vörninni og heimamenn skutu í slá. Kristján Örn skallaði boltann í horn. Eftir hornið náðu Slóvakar skoti á markið en það laust og beint á Kjartan Sturluson. 19:29 Fyrsta sókn Íslands. Theodór Elmar átti góða sendingu í teiginn á Emil Hallfreðsson sem nær þó ekki að taka á móti boltanum. 19:26 Slóvakar fengu fyrstu hornspyrnu leiksins eftir fimm mínútna leik en boltinn yfir alla í teignum. Emil Hallfreðsson varð fyrir samstuði og haltrar aðeins en við vonum að hann jafni sig á því. 19:20 Leikurinn er farinn af stað. Martin Skrtel, varnarmaður Liverpool, er fyrirliði Slóvaka. 19:16 Verið er að spila þjóðsöngvana. Kristján Örn Sigurðsson er fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn en hann er að leika sinn 28. landsleik. „Ég vil fyrst og fremst sjá góðan varnarleik, ef við sjáum hann í dag þá vitum við að liðið er á réttri leið," segir Magnús Gylfason fyrir leikinn á Stöð 2 Sport. 19:08 Nú eru aðeins nokkrar mínútur í þennan leik en hann er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Lið Íslands (4-5-1): Kjartan Sturluson (m); Grétar Rafn Steinsson, Ragnar Sigurðsson, Kristján Örn Sigurðsson (f), Bjarni Ólafur Eiríksson; Aron Einar Gunnarsson, Stefán Gíslason, Ólafur Ingi Skúlason, Theodór Elmar Bjarnason, Emil Hallfreðsson; Eiður Smári Guðjohnsen. Íslenski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Vináttulandsleik Slóvakíu og Íslands er lokið. Ísland vann góðan 2-1 sigur ytra með mörkum frá Gunnari Heiðari Þorvaldssyni og Eiði Smára Guðjohnsen. Ísland átti ekki skot að marki í fyrri hálfleik en í þeim síðari færðist liðið framar á völlinn. Á 71. mínútu skoraði Gunnar Heiðar en hann kom inn sem varamaður. Eiður kom Íslandi tveimur mörkum yfir á 82. mínútu en heimamenn minnkuðu muninn fimm mínútum síðar. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá hana hér að neðan:21:11 Leik lokið: Slóvakía 1-2 Ísland 21:11 Tryggvi Guðmundsson inn fyrir Emil þegar 92 mínútur eru á klukkunni. 21:10 Skrtel skallar yfir úr fínu færi í uppbótartíma. Þarna hefðu Slóvakar getað jafnað. 21:08 Veigar Páll Gunnarsson kemur inn fyrir Eið Smára á 90. mínútu. Veigar að spila sinn nítjánda landsleik. 21:05 MARK Slóvakía 1-2 Ísland Marek Mintal minnkar muninn með hörkuskoti við vítateigslínuna á 87. mínútu. 21:00 MARK Slóvakía 0-2 Ísland Eiður Smári kemur Íslandi í 2-0. Ekki hans flottasta mark. Ísland fékk hornspyrnu og eftir vandræðagang í vörn heimamanna datt boltinn fyrir Eið sem kom boltanum í netið. 20:56 Slóvakar hafa fengið nokkur góð færi til að jafna metin sem ekki hafa nýst. Rúmar tíu mínútur til leiksloka. 20:50 MARK Slóvakía 0-1 Ísland Varamaðurinn Gunnar Heiðar kemur Íslandi yfir. Bjarni Ólafur Eiríksson átti fyrirgjöf frá vinstri. Gunnar var í teignum og hamraði boltann glæsilega í netið, óverjandi fyrir markvörð Slóvaka 20:48 Heimamenn nálægt því að brjóta ísinn. Áttu gott skot sem Kjartan varði í horn. Eftir hornspyrnuna kom síðan skalli naumlega framhjá. 20:45 Skipting á 66. mínútu. Atli Sveinn Þórarinsson kemur inn fyrir Grétar Rafn. Ragnar færist þar með í hægri bakvörðinn en Atli fer í miðvörðinn. „Seinni hálfleikurinn hefur verið mun betri hjá íslenska liðinu. Við sækjum meira, höldum boltanum betur og erum klókari," segir Bjarni Jóhannsson. 20:42 Fyrsta skipting íslenska liðsins á 64. mínútu. Theodór Elmar fer af velli en í stað hans kemur Gunnar Heiðar Þorvaldsson. 20:40 Slóvakar fengu mjög gott færi en Kjartan Sturluson varði virkilega vel í horn. Kjartan hefur nú haldið marki íslenska landsliðsins hreinu í 315 mínútur. 20:37 Ólafur Ingi fær fyrsta gula spjald leiksins fyrir harða tæklingu. 20:34 Fyrsta skot Íslands kemur á 55. mínútu. Brotið var á Eiði Smári, sem hefur varla verið sjáanlegur í leiknum, og dæmd aukaspyrna. Emil skaut úr spyrnunni en boltinn yfir markið og engin hætta. 20:31 Ísland fékk sína fyrstu hornspyrnu en markvörður heimamanna varði fyrirgjöfina auðveldlega. 20:27 Seinni hálfleikur er hafinn og íslenska liðið náði að bjarga á línu eftir aðeins þriggja mínútna leik. Það er ofankoma og kuldalegt í Slóvakíu. Engar breytingar voru gerðar á íslenska liðinu í hálfleiknum. „Heilt yfir hefur Aron Einar verið okkar besti maður. Vonandi heldur hann áfram að þroskast og þróast í rétta átt. Maður sér það strax að þarna er leikmaður sem við getum byggt eitthvað kringum," segir Ólafur Þórðarson, gestur í myndveri Stöðvar 2 Sport. 20:12 Ísland átti ekki skot að marki í fyrri hálfleiknum en vonandi breytist það í seinni hálfleik. Leikur íslenska liðsins batnaði eftir því sem á hálfleikinn leið. 20:07 Hálfleikur - Staðan markalaus. 20:01 Slóvakar með skalla í stöng á 40. mínútu. Léleg dekkning hjá íslenska liðinu sem slapp þarna með skrekkinn. 19:51 Marek Sapara með fínt skot úr aukaspyrnu af talsverðu færi. Kjartan Sturluson tók enga áhættu og varði boltann vel í horn. „Ég held að við getum verið mjög sáttir við spilamennskuna. Við fengum á okkur færi á fyrstu tíu mínútunum en síðan höfum við verið að spila þetta vel. Við eigum reyndar enn eftir að eiga almennilegt skot á markið en það kemur með þolinmæðinni," segir Bjarni Jóhannsson sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport. 19:42 Slóvakar hika ekki við að skjóta af löngum færum. Áttu skot rétt framhjá rétt áðan og svo skot rétt yfir.19:37 Heimamenn verið mun líklegri fyrsta stundarfjórðunginn og nóg að gera hjá varnarmönnum íslenska liðsins. 19:32 Slóvakar hættulegir. Ragnar Sigurðsson gerði slæm mistök í vörninni og heimamenn skutu í slá. Kristján Örn skallaði boltann í horn. Eftir hornið náðu Slóvakar skoti á markið en það laust og beint á Kjartan Sturluson. 19:29 Fyrsta sókn Íslands. Theodór Elmar átti góða sendingu í teiginn á Emil Hallfreðsson sem nær þó ekki að taka á móti boltanum. 19:26 Slóvakar fengu fyrstu hornspyrnu leiksins eftir fimm mínútna leik en boltinn yfir alla í teignum. Emil Hallfreðsson varð fyrir samstuði og haltrar aðeins en við vonum að hann jafni sig á því. 19:20 Leikurinn er farinn af stað. Martin Skrtel, varnarmaður Liverpool, er fyrirliði Slóvaka. 19:16 Verið er að spila þjóðsöngvana. Kristján Örn Sigurðsson er fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn en hann er að leika sinn 28. landsleik. „Ég vil fyrst og fremst sjá góðan varnarleik, ef við sjáum hann í dag þá vitum við að liðið er á réttri leið," segir Magnús Gylfason fyrir leikinn á Stöð 2 Sport. 19:08 Nú eru aðeins nokkrar mínútur í þennan leik en hann er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Lið Íslands (4-5-1): Kjartan Sturluson (m); Grétar Rafn Steinsson, Ragnar Sigurðsson, Kristján Örn Sigurðsson (f), Bjarni Ólafur Eiríksson; Aron Einar Gunnarsson, Stefán Gíslason, Ólafur Ingi Skúlason, Theodór Elmar Bjarnason, Emil Hallfreðsson; Eiður Smári Guðjohnsen.
Íslenski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti