Birgir Leifur Hafþórsson lauk leik á tveimur höggum undir pari á Estoril-mótinu í Portúgal sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. Birgir lék lokahringinn í dag á sex yfir pari og er samtals í 60. sæti.
Birgir var einu höggi yfir pari eftir fyrri níu holurnar í dag en illa gekk hjá honum á seinni níu. Hann fékk skramba á tíundu holu og skolla á þremur holum og kom inn á 77 höggum.
Birgir er í 253. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar en 115 efstu í lok tímabilsins halda keppnisrétti fyrir það næsta.
Smelltu hér til að sjá heildarstöðuna á mótinu í Portúgal.