Vox vantar raddir 24. september 2008 07:00 Vox akademica. Verdi-tónleikar 2008 Kórinn Vox academica er að hefja sitt 13. starfsár. Vox academica er blandaður 60 manna kór skipaður tónlistarmenntuðu fólki og þrautreyndum kórsöngvurum. Æfingar eru einu sinni í viku, á þriðjudagskvöldum og fyrsta mánudag hvers mánaðar. Markmið kórsins er að vinna stærri verk tónbókmenntanna með íslenskum tónlistarmönnum og reyndum kórsöngvurum og takast á við stór og krefjandi kórverk. Á komandi starfsári hyggst kórinn flytja Carmina burana eftir Carl Orff, á tónleikum þann 22. nóvember nk., og Elijah eftir Felix Mendelssohn á vordögum, en þessi verk eru bæði meðal veigamestu verka kórbókmenntanna. Kórinn hefur það síðan að markmiði að flytja h-moll messu J.S. Bach haustið 2009. Undanfarin ár hefur kórinn lagt áherslu á að flytja stærri verk kórbókmenntanna. Kórinn hefur t.d. nýlega flutt Messías, e. Händel, Deutsches requiem eftir J. Brahms og Requiem eftir W.A. Mozart. Síðastliðið vor flutti kórinn hið stórfenglega meistaraverk Requiem eftir G. Verdi í Hallgrímskirkju við frábærar undirtektir. Stjórnandi kórsins og stofnandi hans er Hákon Leifsson. Hann stjórnaði Háskólakórnum um árabil og er m.a. organisti í Grafarvogskirkju. Hákon hefur komið fram með fjölmörgum tónlistarhópum á Íslandi, þeirra á meðal Sinfóníuhljómsveit Íslands, Jón Leifs Camerata, Caput hópnum og fleirum. Hann kennir kórstjórn við Tónskóla Þjóðkirkjunnar, en hluti skólastarfsins þar er nú hluti af námsvettvangi Listaháskólans. Vegna verkefna þessa starfsárs þurfum við nú að bæta við fólki í eftirfarandi raddir: sópran, tenór og bassa. Söngvurum sem áhuga hafa á því að taka þátt í framangreindum verkefnum er bent á að hafa samband við: Þóru Passauer (voxacademica@gmail.com, 899-7579), Þórarinn Jónsson (th.jons@centrum.is , 897-1257), Hákon Leifsson (hakon@vortex.is). Frekari upplýsingar um kórinn má finna á heimasíðunni http://voxacademica.net. Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kórinn Vox academica er að hefja sitt 13. starfsár. Vox academica er blandaður 60 manna kór skipaður tónlistarmenntuðu fólki og þrautreyndum kórsöngvurum. Æfingar eru einu sinni í viku, á þriðjudagskvöldum og fyrsta mánudag hvers mánaðar. Markmið kórsins er að vinna stærri verk tónbókmenntanna með íslenskum tónlistarmönnum og reyndum kórsöngvurum og takast á við stór og krefjandi kórverk. Á komandi starfsári hyggst kórinn flytja Carmina burana eftir Carl Orff, á tónleikum þann 22. nóvember nk., og Elijah eftir Felix Mendelssohn á vordögum, en þessi verk eru bæði meðal veigamestu verka kórbókmenntanna. Kórinn hefur það síðan að markmiði að flytja h-moll messu J.S. Bach haustið 2009. Undanfarin ár hefur kórinn lagt áherslu á að flytja stærri verk kórbókmenntanna. Kórinn hefur t.d. nýlega flutt Messías, e. Händel, Deutsches requiem eftir J. Brahms og Requiem eftir W.A. Mozart. Síðastliðið vor flutti kórinn hið stórfenglega meistaraverk Requiem eftir G. Verdi í Hallgrímskirkju við frábærar undirtektir. Stjórnandi kórsins og stofnandi hans er Hákon Leifsson. Hann stjórnaði Háskólakórnum um árabil og er m.a. organisti í Grafarvogskirkju. Hákon hefur komið fram með fjölmörgum tónlistarhópum á Íslandi, þeirra á meðal Sinfóníuhljómsveit Íslands, Jón Leifs Camerata, Caput hópnum og fleirum. Hann kennir kórstjórn við Tónskóla Þjóðkirkjunnar, en hluti skólastarfsins þar er nú hluti af námsvettvangi Listaháskólans. Vegna verkefna þessa starfsárs þurfum við nú að bæta við fólki í eftirfarandi raddir: sópran, tenór og bassa. Söngvurum sem áhuga hafa á því að taka þátt í framangreindum verkefnum er bent á að hafa samband við: Þóru Passauer (voxacademica@gmail.com, 899-7579), Þórarinn Jónsson (th.jons@centrum.is , 897-1257), Hákon Leifsson (hakon@vortex.is). Frekari upplýsingar um kórinn má finna á heimasíðunni http://voxacademica.net.
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira