Tjáir sig um plötu Radiohead 14. október 2008 05:30 jane dyball Dyball mun greina frá mikilvægum upplýsingum varðandi útgáfu plötunnar In Rainbows á ráðstefnunni You Are In Control. Jane Dyball, sem er háttsett hjá útgáfufyrirtæki Radiohead, Warner Chapell Music, hefur í hyggju að greina frá nýjum upplýsingum um útgáfu plötunnar In Rainbows á ráðstefnunni You Are In Control, sem hefst á Íslandi á morgun. Mikil leynd hefur hvílt yfir útgáfu þessarar nýjustu plötu Radiohead, bæði hvernig staðið var að henni og hvernig hún hefur í raun selst. Platan var gefin út á netinu í lok síðasta árs og gátu aðdáendur sveitarinnar ráðið því hvort þeir borguðu fyrir hana, sem var algjör nýlunda á þeim tíma. Uppátækið vakti gríðarlega athygli á plötunni og er Dyball talin hafa átt hvað mestan heiðurinn að því. Að sögn Hauks S. Magnússonar, sem undirbýr ráðstefnuna, standa nú yfir samningaviðræður á milli Dyball og Warner Chappell Music um það hversu mikið hún má segja á ráðstefnunni. „Fólk hefur haft áhuga á að frétta hvernig að þessu var staðið," segir Haukur um In Rainbows-plötuna. „Hún ætlar að uppljóstra nýjum upplýsingum í ávarpi sínu á miðvikudaginn og það hefur rignt yfir okkur fyrirspurnum frá erlendu miðlunum sem ætla að gera þessu skil." Um tvö til þrjú hundruð manns eru væntanlegir á ráðstefnuna, sem verður haldin á Hótel Sögu. Með ráðstefnunni vill Útflutningsráð íslenskrar tónlistar vekja athygli á nýjum viðskiptaháttum og miðlun á hvers kyns menningarefni. - fb Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Jane Dyball, sem er háttsett hjá útgáfufyrirtæki Radiohead, Warner Chapell Music, hefur í hyggju að greina frá nýjum upplýsingum um útgáfu plötunnar In Rainbows á ráðstefnunni You Are In Control, sem hefst á Íslandi á morgun. Mikil leynd hefur hvílt yfir útgáfu þessarar nýjustu plötu Radiohead, bæði hvernig staðið var að henni og hvernig hún hefur í raun selst. Platan var gefin út á netinu í lok síðasta árs og gátu aðdáendur sveitarinnar ráðið því hvort þeir borguðu fyrir hana, sem var algjör nýlunda á þeim tíma. Uppátækið vakti gríðarlega athygli á plötunni og er Dyball talin hafa átt hvað mestan heiðurinn að því. Að sögn Hauks S. Magnússonar, sem undirbýr ráðstefnuna, standa nú yfir samningaviðræður á milli Dyball og Warner Chappell Music um það hversu mikið hún má segja á ráðstefnunni. „Fólk hefur haft áhuga á að frétta hvernig að þessu var staðið," segir Haukur um In Rainbows-plötuna. „Hún ætlar að uppljóstra nýjum upplýsingum í ávarpi sínu á miðvikudaginn og það hefur rignt yfir okkur fyrirspurnum frá erlendu miðlunum sem ætla að gera þessu skil." Um tvö til þrjú hundruð manns eru væntanlegir á ráðstefnuna, sem verður haldin á Hótel Sögu. Með ráðstefnunni vill Útflutningsráð íslenskrar tónlistar vekja athygli á nýjum viðskiptaháttum og miðlun á hvers kyns menningarefni. - fb
Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira