Tiger Woods gekkst undir aðgerð á hné í gær og gekk hún vel eftir því sem fram kemur á heimasíðu kappans.
Þetta er í annað skiptið sem hann gengur undir aðgerð á vinstra hné á árinu. Í þetta sinn þurfti að laga liðbönd sem voru skemmd.
„Það var mikilvægt að framkvæma aðgerðina eins fljótt og auðið var," sagði Woods. „Ég hlakka til að hefja endurhæfinguna og mæta heilbrigður til leiks á PGA-mótaröðinni á næsta ári."
Woods tókst engu að síður að sigra á opna bandaríska meistaramótinu fyrr í mánuðinu þó svo að hann hafi verið sárkvalinn lengst af.
Aðgerðin heppnaðist vel hjá Woods
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn






Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti
