Villisveppahjúpað nauta tataky með japanskri soya og wasabi 29. desember 2008 11:33 Forréttur Villisveppahjúpað nauta tataky með japanskri soya og wasabi Innihald: 400 gr nautakjöt af feitum grip og vel hangið, (verkað) td: nautalundir eða nauta entrecote. ½ til 1 dl truffluolía 30 gr villisveppir blandaðir Maldon salt og nýmulinn svartan pipar 2 dl soya sósa td frá (kikkoman) 1-2 stk hvítlauksgeirar 1 stk ferskur rauður chili 1 msk sultaður engifer (sushi engifer) Wasabi eftir smekk( en gætið að ykkur því að wasabi er mjög sterk) 1 búnt ferskur graslaukur Aðferð: Það má einnig nota aðrar tegundir af kjöti eins og kengúrukjöt, lambahyggvöðva, hreindýr eða dádýr. Snyrtið kjötið eftir þörfum og fjarlægið alla utanáliggjandi fitu leggið í plastpoka eða vagúmpoka og hellið truffluolíu yfir kjötið og gætið þess að olían hylji allt kjötið og lokið pokanum og geymið í kæli í minnst 4-6 tíma best er að gera þetta deginum áður og láta kjötið liggja í 24 tíma. Villisveppir eru settir í kaffikvörn eða matvinsluvél og malað þar til það verður að dufti. Bætið saman við maldon salti og nýmuldum pipar eftir smekk. Saxið smátt hvítlauk, chili og engifer og setjið saman við soya sósuna og endið á wasabi, setjið lítið útí í einu og smakkið á milli og finnið ykkar styrkleika sem hæfir ykkar bragðlaukum, þessa sósu er gott að gera tímanlega og það má gera hana deginum áður. Takið kjötið úr pokanum þegar það hefur tekið í sig gott trufflubragð og steikið að utan á grillinu eða á þykkbotna pönnu við háan hita og lokið vel að utan þar til falleg steikarskorpa hefur myndast, takið af hitanum og látið hvíla í nokkrar mínútur og skerið í þunnar og fallegar sneiðar. Klippið nokkra graslauka í tvennt og leggið 3-4 á hverja sneið, rúllið upp og leggið upp á fat eða disk og setjið soya sósuna með í litla skál, dýfið kjötinu svo ofaní sósuna og bragðið. Jói Fel Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið
Forréttur Villisveppahjúpað nauta tataky með japanskri soya og wasabi Innihald: 400 gr nautakjöt af feitum grip og vel hangið, (verkað) td: nautalundir eða nauta entrecote. ½ til 1 dl truffluolía 30 gr villisveppir blandaðir Maldon salt og nýmulinn svartan pipar 2 dl soya sósa td frá (kikkoman) 1-2 stk hvítlauksgeirar 1 stk ferskur rauður chili 1 msk sultaður engifer (sushi engifer) Wasabi eftir smekk( en gætið að ykkur því að wasabi er mjög sterk) 1 búnt ferskur graslaukur Aðferð: Það má einnig nota aðrar tegundir af kjöti eins og kengúrukjöt, lambahyggvöðva, hreindýr eða dádýr. Snyrtið kjötið eftir þörfum og fjarlægið alla utanáliggjandi fitu leggið í plastpoka eða vagúmpoka og hellið truffluolíu yfir kjötið og gætið þess að olían hylji allt kjötið og lokið pokanum og geymið í kæli í minnst 4-6 tíma best er að gera þetta deginum áður og láta kjötið liggja í 24 tíma. Villisveppir eru settir í kaffikvörn eða matvinsluvél og malað þar til það verður að dufti. Bætið saman við maldon salti og nýmuldum pipar eftir smekk. Saxið smátt hvítlauk, chili og engifer og setjið saman við soya sósuna og endið á wasabi, setjið lítið útí í einu og smakkið á milli og finnið ykkar styrkleika sem hæfir ykkar bragðlaukum, þessa sósu er gott að gera tímanlega og það má gera hana deginum áður. Takið kjötið úr pokanum þegar það hefur tekið í sig gott trufflubragð og steikið að utan á grillinu eða á þykkbotna pönnu við háan hita og lokið vel að utan þar til falleg steikarskorpa hefur myndast, takið af hitanum og látið hvíla í nokkrar mínútur og skerið í þunnar og fallegar sneiðar. Klippið nokkra graslauka í tvennt og leggið 3-4 á hverja sneið, rúllið upp og leggið upp á fat eða disk og setjið soya sósuna með í litla skál, dýfið kjötinu svo ofaní sósuna og bragðið.
Jói Fel Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið