Paul Azinger, fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins, hefur valið þá Chad Campbell, Steve Stricker, Hunter Mahan og JB Holmes í liðið.
Þeir verða því í liði Bandaríkjanna sem mætir Evrópu 16. - 21. september í keppni um Ryder-bikarinn.
Stewart Cink, Phil Mickelson, Kenny Perry, Jim Furyk, Anthony Kim, Ben Curtis, Justin Leonard og Boo Weekley verða einnig í bandaríska liðinu en þeir unnu sér sæti í því með árangri í mótum.
Bandaríska Ryder-liðið tilbúið
Elvar Geir Magnússon skrifar
