Stimamjúki risinn Antony hefur loks tilkynnt um næstu plötu. Hún heitir The Crying Light og á að koma út í janúar. Þetta verður fyrsta platan hans í fjögur ár. Antony sló í gegn með plötunni I am a bird now sem kom út 2005. Antony hitar upp fyrir stóru plötuna með fimm laga plötunni Another Light sem er nýkomin út. Hún hefur fengið mjög góða dóma.
Antony með nýja plötu
