Allir gefa út fyrir Airwaves Gunnar Lárus Hjálmarsson skrifar 8. september 2008 06:00 Þroskaðri Jeff Who? blanda geði við Esther Talíu á nýrri plötu. Frá vinstri eru Elli, Baddi og Valdi. Ásgeir og Þorri mættu ekki í myndatöku. MYND/Stefán Fjölmargar áhugaverðar plötur eru á leiðinni á næstu vikum frá íslenskum hljómsveitum sem kalla mætti „Airwaves-bönd". Allir stefna á að gefa út fyrir tónlistarhátíðina sem að þessu sinni fer fram helgina 15.-19. október. Næstu vikur verða því „djúsí" fyrir tónlistargeggjara. Strákarnir í Dr. Spock hafa lokið upptökum á plötunni Falcon Christ. Íslenski hljóðsmiðurinn Husky Hoskulds leggur nú lokahönd á plötuna í Kaliforníu. Hljóðheimur Spock hefur víkkað og nýjar, jafnvel áður óþekktar, tónlistarstefnur banka upp á. Þriðja plata rokktöffaranna í Singapore Sling er á næsta leiti. Endanlegur titill er að öllum líkindum Confusion Then Death. Önnur plata Skakkamanage heitir All Over the Face. Þar verður boðið upp á ruddalegt vítisrokk í bland við ljúfsárar ballöður. Tvö lög af plötunni liggja nú ókeypis á netinu og sveitin stefnir á tilnefningu í flokknum „fjölbreytt tónlist". Fyrsta plata Motion Boys heitir Hang On og kemur út hjá Senu 1. október. Platan var gerð í Gróðurhúsinu með Valgeiri Sigurðssyni. Fjórða lagið er komið í spilun af plötunni, „Five 2 Love", og sýnir sveitina enn við sama svala heygarðshornið. Þotuhreyfilsrokkararnir í Reykjavík! hafa líka dvalið í Gróðurhúsinu, en með Ástralann Ben Frost á tökkunum. Hin enn ónefnda plata ku jafnvel enn harðari og groddalegri en sú síðasta. Kimi gefur hana út. Kimi gefur líka út fyrstu plötu ungmennanna í Retro Stefson, Montaña. Platan er þrettán laga og var tekin upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og hljóðblönduð í Heita pottinum af Benna Hemm Hemm og Árna Plúseinum. Hljómsveit Árna, unnustu hans, Lóu, og vina þeirra, FM Belfast, gefur loksins út fyrstu plötuna sína á næstu vikum. How To Make Friends heitir hún. Næsta plata Jeff Who? er á lokametrunum. Hún mun vera þroskaðri og dramatískari en fyrri platan og er með „rándýrum strengjaútsetningum". Esther Talía syngur dúett í einu lagi plötunnar. Hljómsveitin Slugs gefur út fyrstu plötuna sína hjá Smekkleysu á næstu vikum. Búast má við skítugu hávaðarokki. Plata kemur loksins út með The Viking Giant Show, sólódæmi Heiðars í Botnleðju, og Lay Low er með nýja plötu. Lay Low heldur útgáfutónleikana þann 16. október. Frumraun Steed Lord, „hljómsveitarinnar sem lifði af", er væntanleg og Steini, sigurvegari Þorskastríðs Cod Music, kemur með plötu. Þá hamast spútniksveit síðasta árs, Sprengjuhöllin, við að kláta plötu númer tvö; hávaðatilraunasveitin Evil Madness verður með sína aðra plötu sem og harðkjarnasveitin Gavin Portland. Þá koma Skátar með tveggja laga sjötommu í byrjun október. Gleði gleði! Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Fjölmargar áhugaverðar plötur eru á leiðinni á næstu vikum frá íslenskum hljómsveitum sem kalla mætti „Airwaves-bönd". Allir stefna á að gefa út fyrir tónlistarhátíðina sem að þessu sinni fer fram helgina 15.-19. október. Næstu vikur verða því „djúsí" fyrir tónlistargeggjara. Strákarnir í Dr. Spock hafa lokið upptökum á plötunni Falcon Christ. Íslenski hljóðsmiðurinn Husky Hoskulds leggur nú lokahönd á plötuna í Kaliforníu. Hljóðheimur Spock hefur víkkað og nýjar, jafnvel áður óþekktar, tónlistarstefnur banka upp á. Þriðja plata rokktöffaranna í Singapore Sling er á næsta leiti. Endanlegur titill er að öllum líkindum Confusion Then Death. Önnur plata Skakkamanage heitir All Over the Face. Þar verður boðið upp á ruddalegt vítisrokk í bland við ljúfsárar ballöður. Tvö lög af plötunni liggja nú ókeypis á netinu og sveitin stefnir á tilnefningu í flokknum „fjölbreytt tónlist". Fyrsta plata Motion Boys heitir Hang On og kemur út hjá Senu 1. október. Platan var gerð í Gróðurhúsinu með Valgeiri Sigurðssyni. Fjórða lagið er komið í spilun af plötunni, „Five 2 Love", og sýnir sveitina enn við sama svala heygarðshornið. Þotuhreyfilsrokkararnir í Reykjavík! hafa líka dvalið í Gróðurhúsinu, en með Ástralann Ben Frost á tökkunum. Hin enn ónefnda plata ku jafnvel enn harðari og groddalegri en sú síðasta. Kimi gefur hana út. Kimi gefur líka út fyrstu plötu ungmennanna í Retro Stefson, Montaña. Platan er þrettán laga og var tekin upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og hljóðblönduð í Heita pottinum af Benna Hemm Hemm og Árna Plúseinum. Hljómsveit Árna, unnustu hans, Lóu, og vina þeirra, FM Belfast, gefur loksins út fyrstu plötuna sína á næstu vikum. How To Make Friends heitir hún. Næsta plata Jeff Who? er á lokametrunum. Hún mun vera þroskaðri og dramatískari en fyrri platan og er með „rándýrum strengjaútsetningum". Esther Talía syngur dúett í einu lagi plötunnar. Hljómsveitin Slugs gefur út fyrstu plötuna sína hjá Smekkleysu á næstu vikum. Búast má við skítugu hávaðarokki. Plata kemur loksins út með The Viking Giant Show, sólódæmi Heiðars í Botnleðju, og Lay Low er með nýja plötu. Lay Low heldur útgáfutónleikana þann 16. október. Frumraun Steed Lord, „hljómsveitarinnar sem lifði af", er væntanleg og Steini, sigurvegari Þorskastríðs Cod Music, kemur með plötu. Þá hamast spútniksveit síðasta árs, Sprengjuhöllin, við að kláta plötu númer tvö; hávaðatilraunasveitin Evil Madness verður með sína aðra plötu sem og harðkjarnasveitin Gavin Portland. Þá koma Skátar með tveggja laga sjötommu í byrjun október. Gleði gleði!
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira