Lygamöntrur Davíð Þór Jónsson skrifar 7. desember 2008 06:00 Tungumálið er sennilega hættulegasta vopnið sem maðurinn hefur fundið upp. Með því virðist nefnilega vera hægt að svipta venjulegt fólk heilbrigðri skynsemi og telja því trú um nánast hvaða himinhrópandi vitleysu sem er. Einkum virðast mér þó Íslendingar berskjaldaðir fyrir áhrifum tungumálsins. Ef setning er sett fram í formi algildra sanninda eða spekiyrða og þulin nógu oft fer fólk sjálfkrafa að álíta hana rétta. Gildir þá einu hve miklum dómadags þvættingi hefur verið komið fyrir í henni. Dæmi um þetta gæti verið setningin: „Sjaldan lýgur almannarómur." Þeir sem almannarómur hefur tekið til umfjöllunar vita ósköp vel að hraðlygnara fyrirbæri er vandfundið, ef það á annað borð er til. Annað dæmi gæti verið setningin: „Það sem drepur mann ekki gerir mann sterkari." Þessi setning lýsir óskiljanlegu hugsunar- og tillitsleysi. Hvað með alla þá sem orðið hafa fyrir hremmingum sem marka þá fyrir lífstíð og gert hafa þá veikari fyrir? Hvað með bæklandi og limlestandi sjúkdóma, áföll og harm sem aldrei hverfur? Vissulega er hægt að lifa af sorg og kvöl og jafnvel að eflast við ágjöf. En margir lenda einnig í raunum sem veikja þá til muna það sem þeir eiga eftir ólifað, þótt þær dragi þá ekki beinlínis til dauða. Sömuleiðis veit ég ekki hvaða húmorslausi þurs mælti fyrstur: „Öllu gamni fylgir nokkur alvara." Þetta er einhver mesta endemis þvæla sem ég hef nokkru sinni heyrt. Mörgu gríni fylgir hreint engin alvara. Fullt af gamni er sett fram í þeim tilgangi einum að kalla fram brosviprur og er ekki ætlað að hafa neina tengingu við neitt sem á nokkurn hátt má flokka undir alvöru. Með því að telja öllu gamni fylga einhver alvara er gamansömu fólki gerðar upp annarlegar hvatir, meiningar eru lesnar inn í fullkomlega græskulaust glens og ánægjan af hreinræktuðu og tæru gríni eyðilögð fyrir öllum. Ástæða þess að ég er að vekja máls á þessu er að um þessar mundir virðist mér enn ein lygamantran af þessu tagi vera að fara á kreik. Sú setning hlýtur auðvitað að ofbjóða réttlætiskennd hvers manns og nísta hann í raunveruleikaskynið. Því má þessi blekking alls ekki verða að viðurkenndri staðreynd í huga nokkurs manns. Setningin er svona: „Við tókum öll þátt í þessu." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Tungumálið er sennilega hættulegasta vopnið sem maðurinn hefur fundið upp. Með því virðist nefnilega vera hægt að svipta venjulegt fólk heilbrigðri skynsemi og telja því trú um nánast hvaða himinhrópandi vitleysu sem er. Einkum virðast mér þó Íslendingar berskjaldaðir fyrir áhrifum tungumálsins. Ef setning er sett fram í formi algildra sanninda eða spekiyrða og þulin nógu oft fer fólk sjálfkrafa að álíta hana rétta. Gildir þá einu hve miklum dómadags þvættingi hefur verið komið fyrir í henni. Dæmi um þetta gæti verið setningin: „Sjaldan lýgur almannarómur." Þeir sem almannarómur hefur tekið til umfjöllunar vita ósköp vel að hraðlygnara fyrirbæri er vandfundið, ef það á annað borð er til. Annað dæmi gæti verið setningin: „Það sem drepur mann ekki gerir mann sterkari." Þessi setning lýsir óskiljanlegu hugsunar- og tillitsleysi. Hvað með alla þá sem orðið hafa fyrir hremmingum sem marka þá fyrir lífstíð og gert hafa þá veikari fyrir? Hvað með bæklandi og limlestandi sjúkdóma, áföll og harm sem aldrei hverfur? Vissulega er hægt að lifa af sorg og kvöl og jafnvel að eflast við ágjöf. En margir lenda einnig í raunum sem veikja þá til muna það sem þeir eiga eftir ólifað, þótt þær dragi þá ekki beinlínis til dauða. Sömuleiðis veit ég ekki hvaða húmorslausi þurs mælti fyrstur: „Öllu gamni fylgir nokkur alvara." Þetta er einhver mesta endemis þvæla sem ég hef nokkru sinni heyrt. Mörgu gríni fylgir hreint engin alvara. Fullt af gamni er sett fram í þeim tilgangi einum að kalla fram brosviprur og er ekki ætlað að hafa neina tengingu við neitt sem á nokkurn hátt má flokka undir alvöru. Með því að telja öllu gamni fylga einhver alvara er gamansömu fólki gerðar upp annarlegar hvatir, meiningar eru lesnar inn í fullkomlega græskulaust glens og ánægjan af hreinræktuðu og tæru gríni eyðilögð fyrir öllum. Ástæða þess að ég er að vekja máls á þessu er að um þessar mundir virðist mér enn ein lygamantran af þessu tagi vera að fara á kreik. Sú setning hlýtur auðvitað að ofbjóða réttlætiskennd hvers manns og nísta hann í raunveruleikaskynið. Því má þessi blekking alls ekki verða að viðurkenndri staðreynd í huga nokkurs manns. Setningin er svona: „Við tókum öll þátt í þessu."
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun