Chris Martin, söngvari hljómsveitarinnar Coldplay, vill ekki verða gömul rokkstjarna. Söngvaranum, sem er 31 árs í dag, finnst ekki að hljómsveitir eigi að halda áfram eftir að meðlimir þeirra verða 33 ára.
Hann vill hætta í tónlistinni á næsta ári, áður en honum finnst hann verða of gamall og segir Coldplay því ætla að koma fram á ótal stöðum næsta árið.
Nýjasta plata þeirra Viva La Vida or Death komst á topp sölulista í 36 löndum, en Chris vill þó meina að eina ástæðan fyrir því að hljómsveitin er ein sú vinsælasta í heimi í dag, sé að aðrar stórsveitir eru í fríi.