Andkristni og krabbamein 18. desember 2008 03:30 Atli Jarl Martin í fremstu víglínu með félögum í hljómsveitinni Helshare. Fréttablaðið/guðmundur Óli pálmason Krabbameinssamtökin Kraftur og Andkristnihátíðin slá saman í tónleika á Café Amsterdam á laugardagskvöldið. „Við erum að slá hagsmunum okkar saman í eitt rosagigg og þetta er skemmtilegt samkrull," segir Atli Jarl Martin andkristnimaður. „Við tökum þeim fagnandi sem fúlsa ekki við okkur með sleggjudómum." Andkristnihátíðin er nú haldin í níunda skipti. „Þetta byrjaði sem andóf gegn kristnihátíðinni árið 2000 og hefur verið árlegt síðan. Okkar inntak er alltaf það sama, að kynna besta þungarokkið hverju sinni og standa fyrir andkristilegum boðskap. Við erum ekki að boða djöflatrú, svo það sé nú alveg á hreinu. Félagsskapurinn Vantrú er með í þessu." Kraftur er stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein og aðstandenda þeirra. Félagið hefur gefið út diskinn Ojjj … ertu með krabbamein og ætlaði að halda tónleika með fjórum sveitum til að kynna hann. „Það var eins og það væri einhver bölvun á þessum tónleikum," segir Páll Jens Reynisson hjá Krafti. „Hver af annarri gengu sveitirnar úr skaftinu, trommarinn í Jan Mayen handleggsbrotnaði og ég veit ekki hvað og hvað, þangað til hljómsveitin Reykjavík! var ein eftir." Þá kom andkristnifélagið til skjalanna og bauð samstarf. Aðgangseyriririnn, þúsundkall, skiptist jafn á milli hinna tveggja ólíku félaga. Auk Reykjavíkur! kemur fram þungarokksrjómi landsins um þessar mundir: Sólstafir (ný plata frá þeim í janúar), Darknote („bjartasta vonin í dag," segir Atli Jarl), Bastard („old school-þungarokk"), rafmagnshávaðasveitin Snatan:Ultra og hljómsveitin sem Atli er í, Helshare. Það er alltaf nóg að gerast í þungarokkinu.- drg Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Krabbameinssamtökin Kraftur og Andkristnihátíðin slá saman í tónleika á Café Amsterdam á laugardagskvöldið. „Við erum að slá hagsmunum okkar saman í eitt rosagigg og þetta er skemmtilegt samkrull," segir Atli Jarl Martin andkristnimaður. „Við tökum þeim fagnandi sem fúlsa ekki við okkur með sleggjudómum." Andkristnihátíðin er nú haldin í níunda skipti. „Þetta byrjaði sem andóf gegn kristnihátíðinni árið 2000 og hefur verið árlegt síðan. Okkar inntak er alltaf það sama, að kynna besta þungarokkið hverju sinni og standa fyrir andkristilegum boðskap. Við erum ekki að boða djöflatrú, svo það sé nú alveg á hreinu. Félagsskapurinn Vantrú er með í þessu." Kraftur er stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein og aðstandenda þeirra. Félagið hefur gefið út diskinn Ojjj … ertu með krabbamein og ætlaði að halda tónleika með fjórum sveitum til að kynna hann. „Það var eins og það væri einhver bölvun á þessum tónleikum," segir Páll Jens Reynisson hjá Krafti. „Hver af annarri gengu sveitirnar úr skaftinu, trommarinn í Jan Mayen handleggsbrotnaði og ég veit ekki hvað og hvað, þangað til hljómsveitin Reykjavík! var ein eftir." Þá kom andkristnifélagið til skjalanna og bauð samstarf. Aðgangseyriririnn, þúsundkall, skiptist jafn á milli hinna tveggja ólíku félaga. Auk Reykjavíkur! kemur fram þungarokksrjómi landsins um þessar mundir: Sólstafir (ný plata frá þeim í janúar), Darknote („bjartasta vonin í dag," segir Atli Jarl), Bastard („old school-þungarokk"), rafmagnshávaðasveitin Snatan:Ultra og hljómsveitin sem Atli er í, Helshare. Það er alltaf nóg að gerast í þungarokkinu.- drg
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira