Gefur út tvær kynlífsbækur 21. september 2008 08:00 Yvonne, sem á íslenska móður en bandarískan föður, hefur gefið út tvær nýjar kynlífsbækur. Kynlífsfræðingurinn Yvonne Kristín Fulbright, sem á íslenska móður og bandarískan föður, hefur gefið út tvær nýjar bækur sem nefnast Pleasuring: The Secrets to Sexual Satisfaction og Your Orgasmic Pregnancy: Little Secrets Every Hot Mama Should Know. „Fólkið hjá útgáfufyrirtækinu Barnes & Nobles talaði við mig og bað mig um að skrifa Pleasuring," segir Yvonne. „Markmiðið var að skrifa bók sem gæti hjálpað pörum að stunda betra kynlíf. Í bókinni er fjallað um líkamlega snertingu, samskipti para og að endurnýja ástríðu og rómantík í samböndum," segir hún og tekur fram að nektarmyndirnar í bókinni, sem voru teknar í Frakklandi og á Kosta Ríka, séu mjög vel heppnaðar. Hin bókin, Your Orgasmic Pregnancy sem Yvonne samdi ásamt Danielle Cavalluci, fjallar eins og nafnið gefur til kynna um kynlíf á meðgöngunni. „Pör sem eiga von á barni þurfa mörg hver að fræðast betur um það hvernig eigi að stunda heilbrigt kynlíf meðan á meðgöngu stendur og eftir að barnið fæðist," segir Yvonne, sem nýlega hélt fyrirlestra í Háskóla Íslands þar sem hún fjallaði um málefnið. Í grein Fréttablaðsins á síðasta ári kom fram að Yvonne væri með nýja hljóðbók í smíðum þar sem hún kenndi foreldrum að tala við börnin sín um kynlíf. Hún segir að útgáfa bókarinnar hafi dregist á langinn en vonast til að hún komi út síðar í vetur. Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kynlífsfræðingurinn Yvonne Kristín Fulbright, sem á íslenska móður og bandarískan föður, hefur gefið út tvær nýjar bækur sem nefnast Pleasuring: The Secrets to Sexual Satisfaction og Your Orgasmic Pregnancy: Little Secrets Every Hot Mama Should Know. „Fólkið hjá útgáfufyrirtækinu Barnes & Nobles talaði við mig og bað mig um að skrifa Pleasuring," segir Yvonne. „Markmiðið var að skrifa bók sem gæti hjálpað pörum að stunda betra kynlíf. Í bókinni er fjallað um líkamlega snertingu, samskipti para og að endurnýja ástríðu og rómantík í samböndum," segir hún og tekur fram að nektarmyndirnar í bókinni, sem voru teknar í Frakklandi og á Kosta Ríka, séu mjög vel heppnaðar. Hin bókin, Your Orgasmic Pregnancy sem Yvonne samdi ásamt Danielle Cavalluci, fjallar eins og nafnið gefur til kynna um kynlíf á meðgöngunni. „Pör sem eiga von á barni þurfa mörg hver að fræðast betur um það hvernig eigi að stunda heilbrigt kynlíf meðan á meðgöngu stendur og eftir að barnið fæðist," segir Yvonne, sem nýlega hélt fyrirlestra í Háskóla Íslands þar sem hún fjallaði um málefnið. Í grein Fréttablaðsins á síðasta ári kom fram að Yvonne væri með nýja hljóðbók í smíðum þar sem hún kenndi foreldrum að tala við börnin sín um kynlíf. Hún segir að útgáfa bókarinnar hafi dregist á langinn en vonast til að hún komi út síðar í vetur.
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira